Brexit hefur enn ekki minnkað bílasölu í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2016 15:06 Fínasti gangur er enn í bílasölu í Bretlandi. Að sögn bílasala í Bretlandi hefur tilvonandi útganga Bretlands úr Evrópusambandinu ekki enn haft nein áhrif á góða bílasölu í landinu. Um helgina var enn stríður straumur tilvonandi kaupenda í bílasölum landsins. Þar á bæ hafa menn því ekki breytt spám um góða bílasölu í ár en nýtt met var slegið í fyrra í bílasölu í Bretlandi er seldust 2,63 milljón bílar. Spáð hefur verið um 2,7 milljón bíla sölu í ár og fátt sem bendir til þess að hún verði minni. Því er ef til vill sá hræðsluáróður sem hefur verið flengt fram frá atkvæðagreiðslunni stormur í vatnsglasi og tæki þeirra sem vilja frá ákvörðuninni hnekkt. Lágir vextir og gott aðgengi að lánsfjármagni hefur hvatt fólk mjög til bílakaupa á undanförnum misserum í Bretlandi og ekkert er því til fyrirstöðu að svo verði áfram og því gæti bílasalan haldið áfram að sama krafti. Brexit Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent
Að sögn bílasala í Bretlandi hefur tilvonandi útganga Bretlands úr Evrópusambandinu ekki enn haft nein áhrif á góða bílasölu í landinu. Um helgina var enn stríður straumur tilvonandi kaupenda í bílasölum landsins. Þar á bæ hafa menn því ekki breytt spám um góða bílasölu í ár en nýtt met var slegið í fyrra í bílasölu í Bretlandi er seldust 2,63 milljón bílar. Spáð hefur verið um 2,7 milljón bíla sölu í ár og fátt sem bendir til þess að hún verði minni. Því er ef til vill sá hræðsluáróður sem hefur verið flengt fram frá atkvæðagreiðslunni stormur í vatnsglasi og tæki þeirra sem vilja frá ákvörðuninni hnekkt. Lágir vextir og gott aðgengi að lánsfjármagni hefur hvatt fólk mjög til bílakaupa á undanförnum misserum í Bretlandi og ekkert er því til fyrirstöðu að svo verði áfram og því gæti bílasalan haldið áfram að sama krafti.
Brexit Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent