Vondar skoðanir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. júní 2016 07:00 Tilkynntum hatursglæpum í Bretlandi hefur fjölgað um 57 prósent síðan atkvæðagreiðsla um veru landsins innan Evrópusambandsins fór fram. Þar höfnuðu Bretar sambandinu, þó að nákvæm útfærsla á útgöngu þeirra liggi ekki fyrir. Ráðist hefur verið á innflytjendur víða um Bretland, ókvæðisorð eru hrópuð að þeim sem líta út fyrir að vera útlendingar, áróðursskilti hanga víða, bolir með slagorðum sjást á götum úti og samfélagsmiðlar eru stappfullir af rasískum viðhorfum og sögum. Rasistar nýta sér úrslitin til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri þrátt fyrir að sumir leiðtogar Brexit-kosningabaráttunnar hafi tekið það fram að nýtt kerfi fyrir innflytjendur myndi ekki hafa áhrif á íbúa Bretlands frá Evrópusvæðinu. „Það verða engar breytingar fyrir íbúa Evrópu sem eru nú þegar löglega búsettir í Bretlandi,“ segir á vefsíðu kosningabaráttunnar. Það er augljóst að kosningaúrslitin eru ekki eina orsök þessarar stöðu. Vandamál tengd umræðunni um innflytjendur hafa verið grasserandi í Bretlandi í lengri tíma. Þau hafa aðeins aukist eftir að ófriðurinn fyrir botni Miðjarðarhafs flæmdi þúsundir flóttamanna til Evrópu og eru nú að ná hámarki sínu. Þannig sýna kannanir að um helmingur þjóðarinnar telur að innflytjendur hafi neikvæð áhrif á breskan efnahag. Þannig virðast þeir sem hafa andúð á innflytjendum líta á úrslitin sem staðfestingu á skoðunum sínum og að þeir hafi meirihluta á bak við sig. Stjórnmálamenn gerðu lítið til að sporna við þessu í aðdraganda kosninganna og raunar má segja að þeir sem börðust fyrir útgöngunni hafi margir hverjir kynt allverulega undir vandanum. Málflutningur um galopin landamæri, milljónir flóttamanna á leið til Bretlands og áhrif þess á atvinnumarkaðinn í Bretlandi var og er ekkert annað en innantómur hræðsluáróður. Sem virkaði. Borgarstjóri London, Sadiq Khan, tók fram strax eftir kosningar að Evrópubúar væru áfram velkomnir til London og fyrirrennari hans, Boris Johnson útgöngusinni, reyndi einnig að lægja öldurnar. En þrátt fyrir það er ljóst að innflytjendur upplifa bæði óvissu og óvild, sem í ljósi þess sem gerst hefur eftir kosningarnar verður að teljast skiljanlegt. Bretland og Evrópa standa á krossgötum. Ekki aðeins í efnahagslegu og alþjóðapólitísku tilliti heldur einnig þegar kemur að mannréttindum. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að þröngsýni og afturhald hafi orðið ofan á. Opinber rasismi hefur sjaldan frá síðari heimsstyrjöld verið eins viðurkenndur. Ljóst er að allir, stjórnmálamenn, almenningur, fjölmiðlar og aðrir, verða að taka saman höndum til að lægja öldurnar og stöðva uppgang öfgasinnanna. Við höfum séð hvað gerist þegar öfgasinnaðir rasistar hljóta uppgang innan Evrópu. Við viljum ekki sjá það aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Fanney Birna Jónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun
Tilkynntum hatursglæpum í Bretlandi hefur fjölgað um 57 prósent síðan atkvæðagreiðsla um veru landsins innan Evrópusambandsins fór fram. Þar höfnuðu Bretar sambandinu, þó að nákvæm útfærsla á útgöngu þeirra liggi ekki fyrir. Ráðist hefur verið á innflytjendur víða um Bretland, ókvæðisorð eru hrópuð að þeim sem líta út fyrir að vera útlendingar, áróðursskilti hanga víða, bolir með slagorðum sjást á götum úti og samfélagsmiðlar eru stappfullir af rasískum viðhorfum og sögum. Rasistar nýta sér úrslitin til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri þrátt fyrir að sumir leiðtogar Brexit-kosningabaráttunnar hafi tekið það fram að nýtt kerfi fyrir innflytjendur myndi ekki hafa áhrif á íbúa Bretlands frá Evrópusvæðinu. „Það verða engar breytingar fyrir íbúa Evrópu sem eru nú þegar löglega búsettir í Bretlandi,“ segir á vefsíðu kosningabaráttunnar. Það er augljóst að kosningaúrslitin eru ekki eina orsök þessarar stöðu. Vandamál tengd umræðunni um innflytjendur hafa verið grasserandi í Bretlandi í lengri tíma. Þau hafa aðeins aukist eftir að ófriðurinn fyrir botni Miðjarðarhafs flæmdi þúsundir flóttamanna til Evrópu og eru nú að ná hámarki sínu. Þannig sýna kannanir að um helmingur þjóðarinnar telur að innflytjendur hafi neikvæð áhrif á breskan efnahag. Þannig virðast þeir sem hafa andúð á innflytjendum líta á úrslitin sem staðfestingu á skoðunum sínum og að þeir hafi meirihluta á bak við sig. Stjórnmálamenn gerðu lítið til að sporna við þessu í aðdraganda kosninganna og raunar má segja að þeir sem börðust fyrir útgöngunni hafi margir hverjir kynt allverulega undir vandanum. Málflutningur um galopin landamæri, milljónir flóttamanna á leið til Bretlands og áhrif þess á atvinnumarkaðinn í Bretlandi var og er ekkert annað en innantómur hræðsluáróður. Sem virkaði. Borgarstjóri London, Sadiq Khan, tók fram strax eftir kosningar að Evrópubúar væru áfram velkomnir til London og fyrirrennari hans, Boris Johnson útgöngusinni, reyndi einnig að lægja öldurnar. En þrátt fyrir það er ljóst að innflytjendur upplifa bæði óvissu og óvild, sem í ljósi þess sem gerst hefur eftir kosningarnar verður að teljast skiljanlegt. Bretland og Evrópa standa á krossgötum. Ekki aðeins í efnahagslegu og alþjóðapólitísku tilliti heldur einnig þegar kemur að mannréttindum. Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að þröngsýni og afturhald hafi orðið ofan á. Opinber rasismi hefur sjaldan frá síðari heimsstyrjöld verið eins viðurkenndur. Ljóst er að allir, stjórnmálamenn, almenningur, fjölmiðlar og aðrir, verða að taka saman höndum til að lægja öldurnar og stöðva uppgang öfgasinnanna. Við höfum séð hvað gerist þegar öfgasinnaðir rasistar hljóta uppgang innan Evrópu. Við viljum ekki sjá það aftur.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun