Dagur plataði heimsbyggðina á Twitter: „Minn best heppnaði gjörningur“ Bjarki Ármannsson skrifar 28. júní 2016 15:39 Piers Morgan og The Guardian kokgleyptu við klisjustaðreyndum Dags Hjartarsonar yfir leiknum í gær. Vísir Hróður Íslands og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu barst víða með sigrinum á Englendingum í sextán liða úrslitum á EM í gærkvöldi. Voru samfélagsmiðlar duglegir að dásama leikskipulag liðsins og dreifa mögnuðum staðreyndum um landsliðsmennina okkar til að setja sigurinn í samhengi. Til dæmis það að Ísland eigi innan við hundrað atvinnumenn í knattspyrnu, hér búi svipað margir og í ensku borginni Leicester ... og það að Jón Daði Böðvarsson, framherji liðsins, vinni á bensínstöð á veturna þegar hann er ekki að spila fótbolta. Nei, bíddu. Ha? Hvaðan kom þetta? Spólum aðeins til baka. „Ég var veikur heima, einn, að horfa á leikinn og ákvað að vera að fíflast eitthvað á Twitter samhliða því,“ segir Dagur Hjartarson, rithöfundur og virkur Twitter-spaugari. Dagur tók upp á því að setja inn fáránlegar staðreyndir um íslenska landsliðið á ensku, sem flestir Íslendingar sjá strax að eru uppspuni frá rótum.This is Ólafur Guðmundsson who coached the Icelandic team from 1950 until he died in 1996. #ENGICE #emísland pic.twitter.com/0iELKmkA7q— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 Það kom þó ekki í veg fyrir að gríðarlegur fjöldi útlendinga „lækuðu“ og dreifðu tístunum hans – þeirra á meðal breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan, sem er með fleiri en fimm milljónir aðdáenda á Twitter. Dagur segist í gær hafa fengið um fimmtíu tilkynningar á sekúndur frá Twitter og hefur því ekki séð nærri því öll viðbrögð við færslunum. „Ég hélt nú í fyrstu að þetta myndi ekki hljóta jafnmikla útbreiðslu og það hlaut,“ viðurkennir Dagur. „Ég hef enga yfirsýn yfir hvert þetta er farið núna, það eru margar milljónir manna búnar að sjá þessi tíst og þetta er bara á einhverri óstöðvandi siglingu um ranghala internetsins.“ Lygilegu „staðreyndirnar“ sem Dagur deildi með heimsbyggðinni – til að mynda að forseti Íslands, Álfur Jónsson, væri áhugaknattspyrnumaður, og að Kolbeinn Sigþórsson framherji væri fyrrverandi grunnskólakennari í afskekktu sjávarþorpi – rötuðu mjög víða. Blaðamaður í hlaðvarpsþætti The Guardian sagði hlustendum frá húsinu sem Ragnar Sigurðsson ólst upp í (í raun sjóminjasafnið Ósvör) og Dagur segir fjölmiðlamenn frá Ástralíu, Belgíu og Brasilíu hafa haft samband með umfjöllun um Ísland í huga.This is where Ragnar Sigurðsson, the Icelandic goalscorer, grew up. #engice #emísland pic.twitter.com/LTSXmafX3C— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 „Ég var upphaflega bara að leika mér með þessar klisjur,“ segir hann. „Það eru ákveðnar klisjur í kringum Ísland, hvað Ísland er, og við Íslendingar viðhöldum þeim kannski stundum. En það kom held ég bara í ljós að klisjan um Ísland sem eitthvað sveitaþorp, hún er sprelllifandi.“ Dagur segir marga greinilega trúa öllu sem sett var inn, þó að flest ætti ekki að vera erfitt að afsanna. Til að mynda er með einfaldri leit á netinu hægt að komast að því að Jón Daði Böðvarsson er atvinnumaður með þýska liðinu Kaiserslautern og því ansi ólíklegt að hann vinni á íslenskri bensínstöð á veturna. „Ég sá nú bara að það var einhver ungversk fréttasíða sem gerði frétt um íslenska landsliðið og byggði hana eiginlega bara á fréttunum mínum,“ segir Dagur. „Þannig að þetta snerist upp í listrænan gjörning þar sem ég afhjúpaði hvernig internetið virkar, hvernig við förum með upplýsingar og hvernig blaðamenn fara með staðreyndir. Þetta varð eiginlega minn best heppnaði gjörningur.“ Dagur segir þó marga greinilega hafa áttað sig á gríninu. Til að mynda hafi þýsk vefsíða gert frétt um uppátækið. En var eitthvað sem enginn trúði? „Nei, ég held að það hafi einhverjir trúað öllu,“ segir Dagur og hlær. „Ég held að mjög margir hafi trúað þessu með bensínstöðina, þrátt fyrir að myndin sé ábyggilega tekin í kringum 1950. Það kannski sýnir nú kannski bara að margir halda að Ísland sé einhverskonar Kúba norðursins.“The striker Böðvarsson works at this gas station in the winter time but plays football in summer #engice #emísland pic.twitter.com/G6WPASqIfX— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 Það er morgunljóst, að mati Dags, að margir hafi fyrirfram hreinlega verið að leita að ummerkjum um þessa Öskubuskusögu Íslands og fundið þau á síðu hans. „Þannig að ég held að þetta varpi ákveðnu ljósi á okkur og hvernig við förum með upplýsingar.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Hróður Íslands og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu barst víða með sigrinum á Englendingum í sextán liða úrslitum á EM í gærkvöldi. Voru samfélagsmiðlar duglegir að dásama leikskipulag liðsins og dreifa mögnuðum staðreyndum um landsliðsmennina okkar til að setja sigurinn í samhengi. Til dæmis það að Ísland eigi innan við hundrað atvinnumenn í knattspyrnu, hér búi svipað margir og í ensku borginni Leicester ... og það að Jón Daði Böðvarsson, framherji liðsins, vinni á bensínstöð á veturna þegar hann er ekki að spila fótbolta. Nei, bíddu. Ha? Hvaðan kom þetta? Spólum aðeins til baka. „Ég var veikur heima, einn, að horfa á leikinn og ákvað að vera að fíflast eitthvað á Twitter samhliða því,“ segir Dagur Hjartarson, rithöfundur og virkur Twitter-spaugari. Dagur tók upp á því að setja inn fáránlegar staðreyndir um íslenska landsliðið á ensku, sem flestir Íslendingar sjá strax að eru uppspuni frá rótum.This is Ólafur Guðmundsson who coached the Icelandic team from 1950 until he died in 1996. #ENGICE #emísland pic.twitter.com/0iELKmkA7q— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 Það kom þó ekki í veg fyrir að gríðarlegur fjöldi útlendinga „lækuðu“ og dreifðu tístunum hans – þeirra á meðal breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan, sem er með fleiri en fimm milljónir aðdáenda á Twitter. Dagur segist í gær hafa fengið um fimmtíu tilkynningar á sekúndur frá Twitter og hefur því ekki séð nærri því öll viðbrögð við færslunum. „Ég hélt nú í fyrstu að þetta myndi ekki hljóta jafnmikla útbreiðslu og það hlaut,“ viðurkennir Dagur. „Ég hef enga yfirsýn yfir hvert þetta er farið núna, það eru margar milljónir manna búnar að sjá þessi tíst og þetta er bara á einhverri óstöðvandi siglingu um ranghala internetsins.“ Lygilegu „staðreyndirnar“ sem Dagur deildi með heimsbyggðinni – til að mynda að forseti Íslands, Álfur Jónsson, væri áhugaknattspyrnumaður, og að Kolbeinn Sigþórsson framherji væri fyrrverandi grunnskólakennari í afskekktu sjávarþorpi – rötuðu mjög víða. Blaðamaður í hlaðvarpsþætti The Guardian sagði hlustendum frá húsinu sem Ragnar Sigurðsson ólst upp í (í raun sjóminjasafnið Ósvör) og Dagur segir fjölmiðlamenn frá Ástralíu, Belgíu og Brasilíu hafa haft samband með umfjöllun um Ísland í huga.This is where Ragnar Sigurðsson, the Icelandic goalscorer, grew up. #engice #emísland pic.twitter.com/LTSXmafX3C— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 „Ég var upphaflega bara að leika mér með þessar klisjur,“ segir hann. „Það eru ákveðnar klisjur í kringum Ísland, hvað Ísland er, og við Íslendingar viðhöldum þeim kannski stundum. En það kom held ég bara í ljós að klisjan um Ísland sem eitthvað sveitaþorp, hún er sprelllifandi.“ Dagur segir marga greinilega trúa öllu sem sett var inn, þó að flest ætti ekki að vera erfitt að afsanna. Til að mynda er með einfaldri leit á netinu hægt að komast að því að Jón Daði Böðvarsson er atvinnumaður með þýska liðinu Kaiserslautern og því ansi ólíklegt að hann vinni á íslenskri bensínstöð á veturna. „Ég sá nú bara að það var einhver ungversk fréttasíða sem gerði frétt um íslenska landsliðið og byggði hana eiginlega bara á fréttunum mínum,“ segir Dagur. „Þannig að þetta snerist upp í listrænan gjörning þar sem ég afhjúpaði hvernig internetið virkar, hvernig við förum með upplýsingar og hvernig blaðamenn fara með staðreyndir. Þetta varð eiginlega minn best heppnaði gjörningur.“ Dagur segir þó marga greinilega hafa áttað sig á gríninu. Til að mynda hafi þýsk vefsíða gert frétt um uppátækið. En var eitthvað sem enginn trúði? „Nei, ég held að það hafi einhverjir trúað öllu,“ segir Dagur og hlær. „Ég held að mjög margir hafi trúað þessu með bensínstöðina, þrátt fyrir að myndin sé ábyggilega tekin í kringum 1950. Það kannski sýnir nú kannski bara að margir halda að Ísland sé einhverskonar Kúba norðursins.“The striker Böðvarsson works at this gas station in the winter time but plays football in summer #engice #emísland pic.twitter.com/G6WPASqIfX— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 Það er morgunljóst, að mati Dags, að margir hafi fyrirfram hreinlega verið að leita að ummerkjum um þessa Öskubuskusögu Íslands og fundið þau á síðu hans. „Þannig að ég held að þetta varpi ákveðnu ljósi á okkur og hvernig við förum með upplýsingar.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira