Ólga og rasismi í Bretlandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sæunn Gísladóttir skrifa 28. júní 2016 07:00 Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Breta á fimmtudag í síðustu viku hafa margir hatursglæpir verið tilkynntir til bresku lögreglunnar. Þá hafa liðna helgi rasísk ummæli og uppákomur verið skjalfestar á samfélagsmiðlum, svo sem á Twitter og Facebook, merkt myllumerkinu #postrefracism. Lögreglan í vesturhluta London rannsakar árás gegn pólskum menningarsamtökum í borginni. Pólverjar eru stærsti hópur innflytjenda í Bretlandi. Á byggingu samtakanna var krotað; „Farið heim.“ Í Cambridgeshire var bæklingum dreift með slagorðunum: Farið úr Evrópu/Ekki fleiri pólsk meindýr. Slagorðin voru bæði á ensku og pólsku. Morguninn sem úrslitin voru ljós var blaðamaður staddur á hóteli við Piccadilly-torg. Á hótelinu starfa að stærstum hluta Pólverjar, Ungverjar og Rúmenar. Starfsfólkið grét og var í augljósu uppnámi vegna niðurstöðu kosninganna. „Við vitum ekkert, við vitum ekki hvort við þurfum að fara heim. Ég hef verið hér í fimm ár,“ sagði ungversk stúlka, sem hafði unnið sig upp í starf móttökustjóra á hótelinu. Ítölsk samstarfskona hennar tók undir með henni. „Það er ekki bara það. Við erum ekki hluti af heildinni, við erum aðskotahlutir. Okkur líður eins og við séum óvelkomin,“ sagði hún. Rasistar virðast nýta sér kosningaúrslitin til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri þrátt fyrir að leiðtogar Brexit-kosningabaráttunnar hafi tekið skýrt fram að nýtt kerfi fyrir innflytjendur myndi ekki hafa áhrif á íbúa Bretlands frá Evrópusvæðinu. „Það verða engar breytingar fyrir íbúa Evrópu sem eru nú þegar löglega búsettir í Bretlandi,“ segir á vefsíðu kosningabaráttunnar. Þá tók borgarstjóri London, Sadiq Khan, fram að Evrópubúar væru áfram velkomnir til London. Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og einn helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, gerði einnig sitt til þess að lægja öldurnar. Í viðtali við Telegraph um helgina sagði hann að réttinda Evrópubúa í Bretlandi yrði gætt. „Og það sama gildir um breska ríkisborgara sem búa í Evrópu. Bretar geta enn farið til Evrópu, til að vinna, búa, ferðast, læra, kaupa sér heimili og setjast þar að,“ sagði hann. Þrátt fyrir allar þessar fullyrðingar upplifa innflytjendur bæði óvissu og óvild og það má kannski skilja sé litið til skjalfests áreitis og hatursglæpa sem sagt er frá á samfélagsmiðlum.Hlutabréfahrun í breskum bönkum Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. Brexit Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Breta á fimmtudag í síðustu viku hafa margir hatursglæpir verið tilkynntir til bresku lögreglunnar. Þá hafa liðna helgi rasísk ummæli og uppákomur verið skjalfestar á samfélagsmiðlum, svo sem á Twitter og Facebook, merkt myllumerkinu #postrefracism. Lögreglan í vesturhluta London rannsakar árás gegn pólskum menningarsamtökum í borginni. Pólverjar eru stærsti hópur innflytjenda í Bretlandi. Á byggingu samtakanna var krotað; „Farið heim.“ Í Cambridgeshire var bæklingum dreift með slagorðunum: Farið úr Evrópu/Ekki fleiri pólsk meindýr. Slagorðin voru bæði á ensku og pólsku. Morguninn sem úrslitin voru ljós var blaðamaður staddur á hóteli við Piccadilly-torg. Á hótelinu starfa að stærstum hluta Pólverjar, Ungverjar og Rúmenar. Starfsfólkið grét og var í augljósu uppnámi vegna niðurstöðu kosninganna. „Við vitum ekkert, við vitum ekki hvort við þurfum að fara heim. Ég hef verið hér í fimm ár,“ sagði ungversk stúlka, sem hafði unnið sig upp í starf móttökustjóra á hótelinu. Ítölsk samstarfskona hennar tók undir með henni. „Það er ekki bara það. Við erum ekki hluti af heildinni, við erum aðskotahlutir. Okkur líður eins og við séum óvelkomin,“ sagði hún. Rasistar virðast nýta sér kosningaúrslitin til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri þrátt fyrir að leiðtogar Brexit-kosningabaráttunnar hafi tekið skýrt fram að nýtt kerfi fyrir innflytjendur myndi ekki hafa áhrif á íbúa Bretlands frá Evrópusvæðinu. „Það verða engar breytingar fyrir íbúa Evrópu sem eru nú þegar löglega búsettir í Bretlandi,“ segir á vefsíðu kosningabaráttunnar. Þá tók borgarstjóri London, Sadiq Khan, fram að Evrópubúar væru áfram velkomnir til London. Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og einn helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, gerði einnig sitt til þess að lægja öldurnar. Í viðtali við Telegraph um helgina sagði hann að réttinda Evrópubúa í Bretlandi yrði gætt. „Og það sama gildir um breska ríkisborgara sem búa í Evrópu. Bretar geta enn farið til Evrópu, til að vinna, búa, ferðast, læra, kaupa sér heimili og setjast þar að,“ sagði hann. Þrátt fyrir allar þessar fullyrðingar upplifa innflytjendur bæði óvissu og óvild og það má kannski skilja sé litið til skjalfests áreitis og hatursglæpa sem sagt er frá á samfélagsmiðlum.Hlutabréfahrun í breskum bönkum Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu.
Brexit Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira