Frægt, allsbert fólk í nýju myndbandi Kanye West Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. júní 2016 11:18 Gefið er í skyn að fræga fólkið í myndbandi hafi nýlokið svakalegri orgíu. Vísir/Tidal Nýjasta myndband rapparans Kanye West hefur vakið gífurlega athygli um helgina en í því má sjá haug af frægu fólki nakið. Lagið heitir Famous og sleppti rapparinn myndbandinu lausu á laugardag í gegnum Tidal tónlistarveituna. Myndbandið sýnir tólf manns liggja í einu stóru rúmi og eru allir allsberir. Þar eru auðvitað Kanye og eiginkona hans Kim Kardashian ásamt tíu manns sem eru víst annað hvort vaxdúkkur eða hið raunverulega fólk. Þarna á meðal eru Bill Cosby, Donald Trump, Caitlyn Jenner, George W Bush, Anna Wintour, Rihanna, Christ Brown, Ray J sem er fyrrverandi hennar Kim og Amber Rose sem er fyrrverandi hans Kanye.Kanye West og Taylor Swift voru eitt sinn félagar... en nú er víst úti ævintýri.Vísir/GettyTaylor Swift sögð íhuga lögsóknVið hlið Kanye West í myndbandinu er nakin vaxdúkka af poppstjörnunni Taylor Swift sem sýnir brjóst hennar. Söngkonan vissi víst ekkert af gerð myndbandsins og er ekki par hrifinn af uppátækinu. Hún er sögð vera að íhuga málsókn vegna þessa. Það virðist vera akkúrat það sem rapparinn vill því á Twitter síðu sinni sagði hann um helgina; „nennir einhver að lögsækja mig?“. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem rapparinn reitir Taylor Swift til reiði en í laginu sem myndbandið er við segir meðal annars í texta þess; „mér finnst eins og ég og Taylor Swift eigum eftir að sofa saman, ég gerði þessa tík fræga“. Eiginkona Kanye segir hann hafa fengið leyfi frá henni símleiðis en talsmenn Swift segja það vera lygi. West á einnig að hafa beðið söngkonuna um að gefa út lagið fyrst á Twitter síðu sinni sem hún hafnaði á sínum tíma. Aðrir sem birtast í myndbandinu hafa ekki tjáð sig um málið. Í viðtali við Vanity Fair sagði rapparinn að myndbandið væri ekki gert til þess að hæla eða draga niður neitt sem í því birtist, heldur væri það listræn túlkun á hugmyndinni um frægð. Myndbandið var aðeins gefið út á Tidal og því er aðeins hægt að sjá myndbönd sem fjalla um það á Youtube. Hér fyrir neðan má sjá stutta klippu úr því sem rapdose.com birti um helgina. Donald Trump Tónlist Tengdar fréttir Taylor Swift lét Kanye West heyra það á Grammy-verðlaununum Taylor Swift varð í gær fyrsta konan til að vinna Grammy-verðlaunin fyrir bestu plötu ársins tvisvar en fimmta sólóplata hennar, 1989, var valin sú besta á verðlaunahátíðinni í gær. 16. febrúar 2016 08:01 Kanye West tók yfir og lét heiminn og Zuckerberg heyra það Rapparinn Kanye West var gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres í vikunni og fór kappinn mikinn í þættinum. 20. maí 2016 10:30 Kanye reitir vini og fjölskyldu Taylor Swift til reiði með textabroti Í laginu segist West telja líkur á að hann og Swift eigi eftir að stunda kynlíf því hann gerði hana fræga. 12. febrúar 2016 13:16 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Nýjasta myndband rapparans Kanye West hefur vakið gífurlega athygli um helgina en í því má sjá haug af frægu fólki nakið. Lagið heitir Famous og sleppti rapparinn myndbandinu lausu á laugardag í gegnum Tidal tónlistarveituna. Myndbandið sýnir tólf manns liggja í einu stóru rúmi og eru allir allsberir. Þar eru auðvitað Kanye og eiginkona hans Kim Kardashian ásamt tíu manns sem eru víst annað hvort vaxdúkkur eða hið raunverulega fólk. Þarna á meðal eru Bill Cosby, Donald Trump, Caitlyn Jenner, George W Bush, Anna Wintour, Rihanna, Christ Brown, Ray J sem er fyrrverandi hennar Kim og Amber Rose sem er fyrrverandi hans Kanye.Kanye West og Taylor Swift voru eitt sinn félagar... en nú er víst úti ævintýri.Vísir/GettyTaylor Swift sögð íhuga lögsóknVið hlið Kanye West í myndbandinu er nakin vaxdúkka af poppstjörnunni Taylor Swift sem sýnir brjóst hennar. Söngkonan vissi víst ekkert af gerð myndbandsins og er ekki par hrifinn af uppátækinu. Hún er sögð vera að íhuga málsókn vegna þessa. Það virðist vera akkúrat það sem rapparinn vill því á Twitter síðu sinni sagði hann um helgina; „nennir einhver að lögsækja mig?“. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem rapparinn reitir Taylor Swift til reiði en í laginu sem myndbandið er við segir meðal annars í texta þess; „mér finnst eins og ég og Taylor Swift eigum eftir að sofa saman, ég gerði þessa tík fræga“. Eiginkona Kanye segir hann hafa fengið leyfi frá henni símleiðis en talsmenn Swift segja það vera lygi. West á einnig að hafa beðið söngkonuna um að gefa út lagið fyrst á Twitter síðu sinni sem hún hafnaði á sínum tíma. Aðrir sem birtast í myndbandinu hafa ekki tjáð sig um málið. Í viðtali við Vanity Fair sagði rapparinn að myndbandið væri ekki gert til þess að hæla eða draga niður neitt sem í því birtist, heldur væri það listræn túlkun á hugmyndinni um frægð. Myndbandið var aðeins gefið út á Tidal og því er aðeins hægt að sjá myndbönd sem fjalla um það á Youtube. Hér fyrir neðan má sjá stutta klippu úr því sem rapdose.com birti um helgina.
Donald Trump Tónlist Tengdar fréttir Taylor Swift lét Kanye West heyra það á Grammy-verðlaununum Taylor Swift varð í gær fyrsta konan til að vinna Grammy-verðlaunin fyrir bestu plötu ársins tvisvar en fimmta sólóplata hennar, 1989, var valin sú besta á verðlaunahátíðinni í gær. 16. febrúar 2016 08:01 Kanye West tók yfir og lét heiminn og Zuckerberg heyra það Rapparinn Kanye West var gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres í vikunni og fór kappinn mikinn í þættinum. 20. maí 2016 10:30 Kanye reitir vini og fjölskyldu Taylor Swift til reiði með textabroti Í laginu segist West telja líkur á að hann og Swift eigi eftir að stunda kynlíf því hann gerði hana fræga. 12. febrúar 2016 13:16 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Taylor Swift lét Kanye West heyra það á Grammy-verðlaununum Taylor Swift varð í gær fyrsta konan til að vinna Grammy-verðlaunin fyrir bestu plötu ársins tvisvar en fimmta sólóplata hennar, 1989, var valin sú besta á verðlaunahátíðinni í gær. 16. febrúar 2016 08:01
Kanye West tók yfir og lét heiminn og Zuckerberg heyra það Rapparinn Kanye West var gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres í vikunni og fór kappinn mikinn í þættinum. 20. maí 2016 10:30
Kanye reitir vini og fjölskyldu Taylor Swift til reiði með textabroti Í laginu segist West telja líkur á að hann og Swift eigi eftir að stunda kynlíf því hann gerði hana fræga. 12. febrúar 2016 13:16