„Brallt í plati“: Þrjár leiðir sem Bretar gætu farið til að hunsa niðurstöður Brexit-kosningarinnar Bjarki Ármannsson skrifar 26. júní 2016 21:37 Mikið óvissuástand ríkir um þessar mundir í breskum stjórnmálum eftir að naumur meirihluti samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudaginn að ganga úr Evrópusambandinu. Vísir Mikið óvissuástand ríkir um þessar mundir í breskum stjórnmálum eftir að naumur meirihluti samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudaginn að ganga úr Evrópusambandinu. Forsætisráðherrann hefur sagt af sér, stjórnarandstaðan er í molum og líklegt þykir að bresk hlutabréf haldi áfram að lækka þegar markaðir opna á morgun. Afar mjótt var á mununum og hafa ófáir kjósendur sem studdu „Brethvarfið“ úr Evrópusambandinu lýst því yfir að þeir sjái mjög eftir atkvæði sínu, þeim hafi ekki komið til hugar að sú niðurstaða yrði ofan á og þeir hafi ekki gert sér almennilega grein fyrir afleiðingunum.Sjá einnig: Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Óvissa mun ríkja allt þar til Bretar ná samningum við Evrópusambandið um það hvernig og hvenær þeir munu segja sig frá sambandinu. Í raun er ekki einu sinni hægt að fullyrða um hvort það gerist – niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru ekki bindandi og þó það hafi verið kallað „pólitískt sjálfsmorð“ að ganga gegn þessum vilja þjóðarinnar, eru enn nokkrar leiðir sem bresk stjórnvöld gætu farið til þess að tryggja áframhaldandi veru sína í Evrópusambandinu.Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, er talinn líklegur arftaki David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra. Johnson var duglegur að hvetja Breta til þess að segja sig úr Evrópusambandinu.Vísir/GettyEf Bretar vilja yfirgefa Evrópusambandið þurfa þeir að virkja 50. grein ESB-sáttmálans (sem ekkert aðildarríki hefur áður gert). Það felur í sér að þeir óski formlega eftir því að hverfa á brott og sambandið þarf þá að hefja samningaviðræður um skilmálana. Ekki einungis hafa bresk stjórnvöld ekki virkjað 50. greinina, heldur hafa þau ekki einu sinni lýst því yfir hvenær stefnt er að því að gera það. David Cameron hefur sagt af sér sem forsætisráðherra og látið arftaka sínum það eftir að taka ákvörðunina. Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna sem margir telja líklegan eftirmann Cameron, hefur lýst því yfir að það liggi ekkert á að hefja viðræður.Sjá einnig: Eldri Bretar kusu framtíð sem hinir yngri vilja ekki Það er varla raunsætt að bíða bara með það endalaust að virkja 50. greinina en bandaríski vefmiðillinn Vox tekur saman þrjár sniðugri leiðir sem hægt væri að fara, kjósi Bretar að gera það í ljósi hrakspáa sérfræðinga og eftirsjá kjósenda.Ein leið væri að leyfa Skotum, Norður-Írum eða Wales-verjum að bjarga sér. Ríkin þrjú heyra undir þingið í Lundúnum en ráða sínum málum að einhverju leyti sjálf samkvæmt lögum. Meirihluti Skota og Norður-Íra greiddi atkvæði með áframhaldandi ESB-aðild og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur þegar lýst því yfir að Skotar gætu reynt að standa í vegi þess að Bretar yfirgefi sambandið.Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur þegar lýst því yfir að Skotar gætu reynt að standa í vegi þess að Bretar yfirgefi sambandið.VísirEf arftaki Cameron vill hunsa vilja Skota og Norður-Íra til þess að vera áfram í Evrópusambandinu, þá gæti hann það sennilega lögum samkvæmt. En það væri ekki líklegt til vinsælda og gæti til dæmis hæglega leitt til þess að Skotar kjósi aftur um það hvort þeir vilji sjálfstæði frá Bretum – og samþykki það jafnvel í þetta sinn. Til að forðast innanríkisdeilur, gætu bresk stjórnvöld tilkynnt það að þau vilji bíða með að virkja 50. greinina þar til skosku, norður-írsku og velsku þingin hafi fengið að kjósa um það hvort þau vilji yfirgefa Evrópusambandið. Kjósi eitt eða fleiri þing gegn því, gætu stjórnvöld þannig ákveðið að virkja greinina ekki til að gæta hagsmuna hins sameinaða konungsríkis.Önnur möguleið leið væri að halda bara aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Hví ekki? Það er vissulega stutt síðan sú síðasta fór fram, en það er ekkert sem bannar það. Það væri líka tiltölulega einfalt að færa fyrir því rök á borð við það að rúmar tvær milljónir Breta hafa skrifað undir undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir annarri atkvæðagreiðslu, áðurnefndan vitnisburð fjölda stuðningsmanna „Brethvarfs“ sem segjast sjá eftir atkvæðinu sínu eftir allt saman og ekki síst örvæntingarfullar tilraunir Breta til að fræða sig um Evrópusambandið eftir að niðurstöður lágu fyrir á föstudag.Þriðja leiðin væri að rjúfa þing og boða til kosninga, meðal annars í ljósi þess að kjörinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra hefur sagt af sér. Ef annað hvort Verkamannaflokkurinn eða hópur fyrrverandi Íhaldsmanna færi fram með það að hafna niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar og næði kjöri, gæti sá flokkur litið á það sem umboð frá þjóðinni til þess að láta það vera að virkja 50. greinina. (Í raun væri þetta ekki ósvipað því sem gerðist hér á landi, þegar nýkjörin ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lýsti því yfir að aðildarviðræður sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hóf við Evrópusambandið væru dauðar úr öllum æðum. En það er önnur og lengri umræða.) Það verður þó að teljast ólíklegt að Íhaldsflokkurinn, sem annars á öruggan þingmeirihluta til ársins 2020, vilji rjúfa þing. Í raun gengur engin þeirra þriggja leiða sem hér hafa verið nefndar upp nema ríkisstjórn Íhaldsflokksins sé til í að taka slaginn. Ef arftaki Cameron vill virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar, getur sennilega ekkert komið í veg fyrir að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Brexit Tengdar fréttir Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Bretar virðast margir hverjir ekki vera með á hreinu hvað Brexit mun hafa í för með sér. 24. júní 2016 15:14 Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Leiðtogar ESB: Bretland yfirgefi sem fyrst Leiðtogar Evrópusambandsins segja að Bretland megi ekki fresta því að ganga úr Evrópusambandinu. 24. júní 2016 11:35 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Mikið óvissuástand ríkir um þessar mundir í breskum stjórnmálum eftir að naumur meirihluti samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu á fimmtudaginn að ganga úr Evrópusambandinu. Forsætisráðherrann hefur sagt af sér, stjórnarandstaðan er í molum og líklegt þykir að bresk hlutabréf haldi áfram að lækka þegar markaðir opna á morgun. Afar mjótt var á mununum og hafa ófáir kjósendur sem studdu „Brethvarfið“ úr Evrópusambandinu lýst því yfir að þeir sjái mjög eftir atkvæði sínu, þeim hafi ekki komið til hugar að sú niðurstaða yrði ofan á og þeir hafi ekki gert sér almennilega grein fyrir afleiðingunum.Sjá einnig: Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Óvissa mun ríkja allt þar til Bretar ná samningum við Evrópusambandið um það hvernig og hvenær þeir munu segja sig frá sambandinu. Í raun er ekki einu sinni hægt að fullyrða um hvort það gerist – niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru ekki bindandi og þó það hafi verið kallað „pólitískt sjálfsmorð“ að ganga gegn þessum vilja þjóðarinnar, eru enn nokkrar leiðir sem bresk stjórnvöld gætu farið til þess að tryggja áframhaldandi veru sína í Evrópusambandinu.Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, er talinn líklegur arftaki David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra. Johnson var duglegur að hvetja Breta til þess að segja sig úr Evrópusambandinu.Vísir/GettyEf Bretar vilja yfirgefa Evrópusambandið þurfa þeir að virkja 50. grein ESB-sáttmálans (sem ekkert aðildarríki hefur áður gert). Það felur í sér að þeir óski formlega eftir því að hverfa á brott og sambandið þarf þá að hefja samningaviðræður um skilmálana. Ekki einungis hafa bresk stjórnvöld ekki virkjað 50. greinina, heldur hafa þau ekki einu sinni lýst því yfir hvenær stefnt er að því að gera það. David Cameron hefur sagt af sér sem forsætisráðherra og látið arftaka sínum það eftir að taka ákvörðunina. Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna sem margir telja líklegan eftirmann Cameron, hefur lýst því yfir að það liggi ekkert á að hefja viðræður.Sjá einnig: Eldri Bretar kusu framtíð sem hinir yngri vilja ekki Það er varla raunsætt að bíða bara með það endalaust að virkja 50. greinina en bandaríski vefmiðillinn Vox tekur saman þrjár sniðugri leiðir sem hægt væri að fara, kjósi Bretar að gera það í ljósi hrakspáa sérfræðinga og eftirsjá kjósenda.Ein leið væri að leyfa Skotum, Norður-Írum eða Wales-verjum að bjarga sér. Ríkin þrjú heyra undir þingið í Lundúnum en ráða sínum málum að einhverju leyti sjálf samkvæmt lögum. Meirihluti Skota og Norður-Íra greiddi atkvæði með áframhaldandi ESB-aðild og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur þegar lýst því yfir að Skotar gætu reynt að standa í vegi þess að Bretar yfirgefi sambandið.Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur þegar lýst því yfir að Skotar gætu reynt að standa í vegi þess að Bretar yfirgefi sambandið.VísirEf arftaki Cameron vill hunsa vilja Skota og Norður-Íra til þess að vera áfram í Evrópusambandinu, þá gæti hann það sennilega lögum samkvæmt. En það væri ekki líklegt til vinsælda og gæti til dæmis hæglega leitt til þess að Skotar kjósi aftur um það hvort þeir vilji sjálfstæði frá Bretum – og samþykki það jafnvel í þetta sinn. Til að forðast innanríkisdeilur, gætu bresk stjórnvöld tilkynnt það að þau vilji bíða með að virkja 50. greinina þar til skosku, norður-írsku og velsku þingin hafi fengið að kjósa um það hvort þau vilji yfirgefa Evrópusambandið. Kjósi eitt eða fleiri þing gegn því, gætu stjórnvöld þannig ákveðið að virkja greinina ekki til að gæta hagsmuna hins sameinaða konungsríkis.Önnur möguleið leið væri að halda bara aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Hví ekki? Það er vissulega stutt síðan sú síðasta fór fram, en það er ekkert sem bannar það. Það væri líka tiltölulega einfalt að færa fyrir því rök á borð við það að rúmar tvær milljónir Breta hafa skrifað undir undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir annarri atkvæðagreiðslu, áðurnefndan vitnisburð fjölda stuðningsmanna „Brethvarfs“ sem segjast sjá eftir atkvæðinu sínu eftir allt saman og ekki síst örvæntingarfullar tilraunir Breta til að fræða sig um Evrópusambandið eftir að niðurstöður lágu fyrir á föstudag.Þriðja leiðin væri að rjúfa þing og boða til kosninga, meðal annars í ljósi þess að kjörinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra hefur sagt af sér. Ef annað hvort Verkamannaflokkurinn eða hópur fyrrverandi Íhaldsmanna færi fram með það að hafna niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar og næði kjöri, gæti sá flokkur litið á það sem umboð frá þjóðinni til þess að láta það vera að virkja 50. greinina. (Í raun væri þetta ekki ósvipað því sem gerðist hér á landi, þegar nýkjörin ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lýsti því yfir að aðildarviðræður sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hóf við Evrópusambandið væru dauðar úr öllum æðum. En það er önnur og lengri umræða.) Það verður þó að teljast ólíklegt að Íhaldsflokkurinn, sem annars á öruggan þingmeirihluta til ársins 2020, vilji rjúfa þing. Í raun gengur engin þeirra þriggja leiða sem hér hafa verið nefndar upp nema ríkisstjórn Íhaldsflokksins sé til í að taka slaginn. Ef arftaki Cameron vill virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar, getur sennilega ekkert komið í veg fyrir að Bretar gangi úr Evrópusambandinu.
Brexit Tengdar fréttir Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Bretar virðast margir hverjir ekki vera með á hreinu hvað Brexit mun hafa í för með sér. 24. júní 2016 15:14 Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Leiðtogar ESB: Bretland yfirgefi sem fyrst Leiðtogar Evrópusambandsins segja að Bretland megi ekki fresta því að ganga úr Evrópusambandinu. 24. júní 2016 11:35 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Bretar virðast margir hverjir ekki vera með á hreinu hvað Brexit mun hafa í för með sér. 24. júní 2016 15:14
Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33
Leiðtogar ESB: Bretland yfirgefi sem fyrst Leiðtogar Evrópusambandsins segja að Bretland megi ekki fresta því að ganga úr Evrópusambandinu. 24. júní 2016 11:35
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent