Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2016 00:00 Það er von að þeir spyrji. Vísir/Getty Tölur frá Google sýna að Bretar hafa leitað til leitarvélar Google til þess að fá svör við því hvað gerist næst eftir sögulega þjóðaratkvæðagreiðslu Breta þar sem ákveðið var að Bretland myndi ganga úr Evrópusambandinu. Samkvæmt tölum frá Google Trends sem mælir hvað netnotendur leita eftir á Google sést að skömmu eftir að kjörstöðum var lokað í gærkvöldi leituðu Bretar eftir svörum við því hvað myndi gerast segðu Bretar sig úr ESB. Um 250 prósent aukning varð á leitarfrasanum „Hvað gerist ef við yfirgefum ESB“. +250% spike in "what happens if we leave the EU" in the past hourhttps://t.co/9b1d6Bsx6D— GoogleTrends (@GoogleTrends) June 24, 2016 Ef til vill bendir þetta til þess að kjósendur hafi margir hverjir ef til vill ekki áttað sig á afleiðingum þjóðaratkvæðagreiðslunnar en gæti þó einnig varpað ljósi undrun og ringlun eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru gerðar ljósar. Einnig varð vart við gríðarlega aukningu á leit að svörum við spurningunni hvort að Bretland væri enn í ESB eða ekki en um 2450 prósent aukning varð á leitarfrasasnum „erum við enn inn í ESB eða ekki.“"Are we in or out of the EU?" has spiked +2,450% in the UK #EURefResults https://t.co/pHHbQ1KEXC …— GoogleTrends (@GoogleTrends) June 24, 2016 Bretland er enn hluti af ESB og verður það allt þangað til samningaviðræðum við ESB lýkur um skilmála brotthvarfs Bretlands. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er reyndar ekki lagalega bindandi en David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, Bretlands hefur sagt að niðurstaðan verði virt. Gríðarleg óvissa ríkir þó núna um hvaða áhrif brotthvarf Bretlands mun hafa á efnahag og þjóðlíf í Bretlandi. Ljóst er að miðað við niðurstöður kosninganna að breska þjóðin er klofin, yngri kynslóðirnar er æfar út í þær eldri fyrir að takmarka framtíðarmöguleika þeirra með því að kjósa Bretland út úr ESB auk þess sem líklegt er talið að Skotland muni halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sitt. Hlutabréfamarkaðir víða um heim hafa tekið mikla dýfu og pundið hefur veikst mikið. Því skal engan undra að Bretar séu ráðvilltir í dag. Ljóst er að margir eru ósáttir við niðurstöðuna sem sést kannski best á því að í Bretlandi varð 100 prósent aukning á leitarfrasanum „Hvernig fæ ég írskt vegabréf.“Svo virðist sem að ekki allir hafi verið það nákvæmlega á hreinu hvað hvert atkvæði myndi þýða en BBC tók viðtal við mann sem, sjá má hér að neðan, sem kaus með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Hann hafi þó fengið áfall eftir að David Cameron sagði af sér og sé nú áhyggjufullur yfir því hvað muni gerast. Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46 Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Tölur frá Google sýna að Bretar hafa leitað til leitarvélar Google til þess að fá svör við því hvað gerist næst eftir sögulega þjóðaratkvæðagreiðslu Breta þar sem ákveðið var að Bretland myndi ganga úr Evrópusambandinu. Samkvæmt tölum frá Google Trends sem mælir hvað netnotendur leita eftir á Google sést að skömmu eftir að kjörstöðum var lokað í gærkvöldi leituðu Bretar eftir svörum við því hvað myndi gerast segðu Bretar sig úr ESB. Um 250 prósent aukning varð á leitarfrasanum „Hvað gerist ef við yfirgefum ESB“. +250% spike in "what happens if we leave the EU" in the past hourhttps://t.co/9b1d6Bsx6D— GoogleTrends (@GoogleTrends) June 24, 2016 Ef til vill bendir þetta til þess að kjósendur hafi margir hverjir ef til vill ekki áttað sig á afleiðingum þjóðaratkvæðagreiðslunnar en gæti þó einnig varpað ljósi undrun og ringlun eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru gerðar ljósar. Einnig varð vart við gríðarlega aukningu á leit að svörum við spurningunni hvort að Bretland væri enn í ESB eða ekki en um 2450 prósent aukning varð á leitarfrasasnum „erum við enn inn í ESB eða ekki.“"Are we in or out of the EU?" has spiked +2,450% in the UK #EURefResults https://t.co/pHHbQ1KEXC …— GoogleTrends (@GoogleTrends) June 24, 2016 Bretland er enn hluti af ESB og verður það allt þangað til samningaviðræðum við ESB lýkur um skilmála brotthvarfs Bretlands. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er reyndar ekki lagalega bindandi en David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, Bretlands hefur sagt að niðurstaðan verði virt. Gríðarleg óvissa ríkir þó núna um hvaða áhrif brotthvarf Bretlands mun hafa á efnahag og þjóðlíf í Bretlandi. Ljóst er að miðað við niðurstöður kosninganna að breska þjóðin er klofin, yngri kynslóðirnar er æfar út í þær eldri fyrir að takmarka framtíðarmöguleika þeirra með því að kjósa Bretland út úr ESB auk þess sem líklegt er talið að Skotland muni halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sitt. Hlutabréfamarkaðir víða um heim hafa tekið mikla dýfu og pundið hefur veikst mikið. Því skal engan undra að Bretar séu ráðvilltir í dag. Ljóst er að margir eru ósáttir við niðurstöðuna sem sést kannski best á því að í Bretlandi varð 100 prósent aukning á leitarfrasanum „Hvernig fæ ég írskt vegabréf.“Svo virðist sem að ekki allir hafi verið það nákvæmlega á hreinu hvað hvert atkvæði myndi þýða en BBC tók viðtal við mann sem, sjá má hér að neðan, sem kaus með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Hann hafi þó fengið áfall eftir að David Cameron sagði af sér og sé nú áhyggjufullur yfir því hvað muni gerast.
Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46 Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52
Hlutabréfamarkaðir hrynja Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB 24. júní 2016 09:46
Lilja Dögg: Bretar að yfirgefa Evrópusambandið en alls ekki að yfirgefa Evrópu Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að efnahagsleg tenging Breta við Evrópu og Ísland verði ekki frábrugðin því sem hún er í dag. 24. júní 2016 11:20
Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15