Leikurinn fer 2-1 fyrir okkur Sæunn Gísladóttir skrifar 27. júní 2016 07:00 Fjölnir Þorgeirsson segir þrítugsafmælið sitt hafa staðið upp úr. Vísir/GVA „Maður hefur ekki verið ógurlega mikið afmælisbarn, ég er meira afmælisbarn fyrir strákana mína, það er meira stuð,“ segir Fjölnir Þorgeirsson, sem fagnar fjörutíu og fimm ára afmæli sínu í dag. „Afmælisgjöfin er að vera á lífi fjörutíu og fimm ára og vera þakklátur fyrir það.“ Fjölnir ætlar að halda upp á afmælið með því að horfa á leikinn heima ásamt nánustu fjölskyldumeðlimum sínum. „Ég ætla ekki út á leikinn af því að ég er að fara á landsmót hestamanna, annars hefði ég farið. Þetta fer 2-1 fyrir Ísland. Það verður náttúrulega frábært. Við nánasta fjölskyldan borðum svo góðan mat og fögnum sigri Íslands þegar hann er kominn í höfn,“ segir Fjölnir. Fjölnir hefur tröllatrú á strákunum okkar. „Við munum ná 2-0 svo munu þeir fækka um einn. Eiður Smári mun setja eitt mark,“ segir Fjölnir. „Ég missti af leiknum síðast, þannig að ég lifi af þó ég missi af einhverjum leik en þetta er auðvitað frábært afrek, og auðvitað geðveikt ef við náum að komast í átta liða úrslit. Við erum Íslendingar, þess vegna náum við þessum árangri í öllu sem við gerum, af því að við erum með Íslendingablóð, punktur,“ segir Fjölnir. Þegar hann lítur yfir farinn veg segir Fjölnir þrítugsafmæli sitt standa upp úr meðal afmælisdaga. „Þrítugsafmælið mitt var alvöru afmæli, ég ætla ekki að fara nánar út í það, það var alvöru veisla og mega stuð. Ég hugsa að flest allir sem fóru í það muni eftir því,“ segir Fjölnir. Þegar hann lítur til framtíðar segir Fjölnir mottóið sitt vera að vera kominn í aðeins betra form á fimmtugsafmælinu en Ívar Guðmundsson. „Ívar var í flottasta formi sem menn geta verið í og ég ætla að vera með aðeins minni fituprósentu en hann, en það eru nokkur kíló í það,“ segir Fjölnir og hlær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Maður hefur ekki verið ógurlega mikið afmælisbarn, ég er meira afmælisbarn fyrir strákana mína, það er meira stuð,“ segir Fjölnir Þorgeirsson, sem fagnar fjörutíu og fimm ára afmæli sínu í dag. „Afmælisgjöfin er að vera á lífi fjörutíu og fimm ára og vera þakklátur fyrir það.“ Fjölnir ætlar að halda upp á afmælið með því að horfa á leikinn heima ásamt nánustu fjölskyldumeðlimum sínum. „Ég ætla ekki út á leikinn af því að ég er að fara á landsmót hestamanna, annars hefði ég farið. Þetta fer 2-1 fyrir Ísland. Það verður náttúrulega frábært. Við nánasta fjölskyldan borðum svo góðan mat og fögnum sigri Íslands þegar hann er kominn í höfn,“ segir Fjölnir. Fjölnir hefur tröllatrú á strákunum okkar. „Við munum ná 2-0 svo munu þeir fækka um einn. Eiður Smári mun setja eitt mark,“ segir Fjölnir. „Ég missti af leiknum síðast, þannig að ég lifi af þó ég missi af einhverjum leik en þetta er auðvitað frábært afrek, og auðvitað geðveikt ef við náum að komast í átta liða úrslit. Við erum Íslendingar, þess vegna náum við þessum árangri í öllu sem við gerum, af því að við erum með Íslendingablóð, punktur,“ segir Fjölnir. Þegar hann lítur yfir farinn veg segir Fjölnir þrítugsafmæli sitt standa upp úr meðal afmælisdaga. „Þrítugsafmælið mitt var alvöru afmæli, ég ætla ekki að fara nánar út í það, það var alvöru veisla og mega stuð. Ég hugsa að flest allir sem fóru í það muni eftir því,“ segir Fjölnir. Þegar hann lítur til framtíðar segir Fjölnir mottóið sitt vera að vera kominn í aðeins betra form á fimmtugsafmælinu en Ívar Guðmundsson. „Ívar var í flottasta formi sem menn geta verið í og ég ætla að vera með aðeins minni fituprósentu en hann, en það eru nokkur kíló í það,“ segir Fjölnir og hlær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira