EM dagbók: Besta úr báðum heimum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2016 10:00 Jóhann Berg, Gylfi Þór, Aron Einar og Hannes Þór. Vísir/Vilhelm Við fjölmiðlamenn í Frakklandi erum saman öllum tímum, eða svo gott sem. Í gærkvöldi, á hótelinu okkar í Annecy, fengum við að horfa á Jökulinn logar, heimildamyndina um íslenska landsliðið í undankeppninni. Kunnum við Sölva og Sævari bestu þakkir fyrir að koma myndinni til okkar. Ég hafði ekki séð myndina áður. Og það sem myndinni tekst er að færa manni nær landsliðinu. Henni tekst að leyfa manni að skyggnast aðeins á bak við tjöldin. Það er svo sem enginn stór leyndardómur afhjúpaður en það sem er fyrst og fremst gaman að sjá er hvernig samskiptin eru. Hlátrasköllin í rútunni, spilin á hótelinu og spjallið í sjúkraþjálfaraherberginu. Í myndinni sást greinilega það sem Eiður Smári talaði um á blaðamannafundinum í gær. Að samheldnin í landsliðinu hefði aldrei verið jafn mikil á þeim 20 árum sem hann hefur verið í landsliðinu. Það er það sem stendur upp úr eftir að hafa horft á myndina - að íslenska landsliðinu tókst að leggja stórþjóðir í knattspyrnu að velli með skipulag og samheldni að vopni. Þetta þema hefur haldið áfram á EM í Frakklandi. Stærsta ástæðan fyrir því að við erum á leið í leik í 16-liða úrslitunum í keppninni er að íslenska vörnin hefur ekki brotnað. Ég átta mig á því að við höfum fengið á okkur mark í hverjum einasta leik í keppninni til þessa en það hefur einfaldlega ekki verið nóg til að brjóta íslenska liðið niður. Okkar menn hafa ávallt átt svar. Skipulagið hefur verið aðalsmerki varnarleiks íslenska liðsins. En samheldnin og óþrjótandi vilji leikmanna til að ná lengra og gera enn betur en áður hefur fært það á þann stað sem það er komið á. Heimir Hallgrímsson hafði það á orði í myndinni að nýju knattspyrnuhallirnar og sú staðreynd að íslensk ungmenni gætu í dag stundað íþróttina allan ársins hring myndi leiða af sér að Ísland myndi ala af sér annars konar knattspyrnumenn og -konur en hingað til. Ég hef líka velt þessu fyrir mér og má vel vera að það verði svo í framtíðinni. En í dag erum við að njóta þess besta úr báðum heimum. Knattspyrnumennirnir okkar í dag eru alveg jafn miklir naglar og goðsagnir fyrri ára en fengu betra knattspyrnuuppeldi. Og eru þar af leiðandi betri knattspyrnumenn, heilt yfir. Ég vona að myndin gefi rétta mynd af landsliðinu og upplifun okkar sem standa fyrir utan liðið sé réttmæt. Ef svo er þá er engin ástæða til að óttast enskt landsliðið sem hefur átt í basli með að vinna leiki gegn varnarsinnuðum liðum. Íslenska landsliðið hefur að minnsta kostið unnið sér inn þann rétt að það beri að virða fyrir þá styrkleika sem liðið býr yfir og nýtir sér. Við eigum líka eftir nokkra ása í erminni. Gylfi Þór Sigurðsson á enn eftir að sýna sín bestu tilþrif á mótinu og það skal enginn efast um að Eið Smára þyrstir í að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína, hvað þá í leik gegn Englandi á stórmóti þar sem allt er undir. Uppskriftin er tilbúin. Við eigum ólseiga en góða knattspyrnumenn sem eru til í að vaða eld og brennistein fyrir land og þjóð. Við eigum líka leikmenn með einstaklingsgæði sem bíða bara eftir því að fá að blómtsra. Og við eigum líka knattspyrnuóða þjóð sem þráir líklega ekkert heitar en að slá England úr leik á stórmóti - og það helst í vítaspyrnukeppni. Það má vel vera að flestum þyki það galið að gera raunhæfar væntingar til þess að það verði hægt. En ég er viss um að trú leikmanna landsliðsins sé það sterk að þeir telja þetta bara eina hindrun á vegferðinni sinni, sem ekki sér enn fyrir endann á.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Við fjölmiðlamenn í Frakklandi erum saman öllum tímum, eða svo gott sem. Í gærkvöldi, á hótelinu okkar í Annecy, fengum við að horfa á Jökulinn logar, heimildamyndina um íslenska landsliðið í undankeppninni. Kunnum við Sölva og Sævari bestu þakkir fyrir að koma myndinni til okkar. Ég hafði ekki séð myndina áður. Og það sem myndinni tekst er að færa manni nær landsliðinu. Henni tekst að leyfa manni að skyggnast aðeins á bak við tjöldin. Það er svo sem enginn stór leyndardómur afhjúpaður en það sem er fyrst og fremst gaman að sjá er hvernig samskiptin eru. Hlátrasköllin í rútunni, spilin á hótelinu og spjallið í sjúkraþjálfaraherberginu. Í myndinni sást greinilega það sem Eiður Smári talaði um á blaðamannafundinum í gær. Að samheldnin í landsliðinu hefði aldrei verið jafn mikil á þeim 20 árum sem hann hefur verið í landsliðinu. Það er það sem stendur upp úr eftir að hafa horft á myndina - að íslenska landsliðinu tókst að leggja stórþjóðir í knattspyrnu að velli með skipulag og samheldni að vopni. Þetta þema hefur haldið áfram á EM í Frakklandi. Stærsta ástæðan fyrir því að við erum á leið í leik í 16-liða úrslitunum í keppninni er að íslenska vörnin hefur ekki brotnað. Ég átta mig á því að við höfum fengið á okkur mark í hverjum einasta leik í keppninni til þessa en það hefur einfaldlega ekki verið nóg til að brjóta íslenska liðið niður. Okkar menn hafa ávallt átt svar. Skipulagið hefur verið aðalsmerki varnarleiks íslenska liðsins. En samheldnin og óþrjótandi vilji leikmanna til að ná lengra og gera enn betur en áður hefur fært það á þann stað sem það er komið á. Heimir Hallgrímsson hafði það á orði í myndinni að nýju knattspyrnuhallirnar og sú staðreynd að íslensk ungmenni gætu í dag stundað íþróttina allan ársins hring myndi leiða af sér að Ísland myndi ala af sér annars konar knattspyrnumenn og -konur en hingað til. Ég hef líka velt þessu fyrir mér og má vel vera að það verði svo í framtíðinni. En í dag erum við að njóta þess besta úr báðum heimum. Knattspyrnumennirnir okkar í dag eru alveg jafn miklir naglar og goðsagnir fyrri ára en fengu betra knattspyrnuuppeldi. Og eru þar af leiðandi betri knattspyrnumenn, heilt yfir. Ég vona að myndin gefi rétta mynd af landsliðinu og upplifun okkar sem standa fyrir utan liðið sé réttmæt. Ef svo er þá er engin ástæða til að óttast enskt landsliðið sem hefur átt í basli með að vinna leiki gegn varnarsinnuðum liðum. Íslenska landsliðið hefur að minnsta kostið unnið sér inn þann rétt að það beri að virða fyrir þá styrkleika sem liðið býr yfir og nýtir sér. Við eigum líka eftir nokkra ása í erminni. Gylfi Þór Sigurðsson á enn eftir að sýna sín bestu tilþrif á mótinu og það skal enginn efast um að Eið Smára þyrstir í að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína, hvað þá í leik gegn Englandi á stórmóti þar sem allt er undir. Uppskriftin er tilbúin. Við eigum ólseiga en góða knattspyrnumenn sem eru til í að vaða eld og brennistein fyrir land og þjóð. Við eigum líka leikmenn með einstaklingsgæði sem bíða bara eftir því að fá að blómtsra. Og við eigum líka knattspyrnuóða þjóð sem þráir líklega ekkert heitar en að slá England úr leik á stórmóti - og það helst í vítaspyrnukeppni. Það má vel vera að flestum þyki það galið að gera raunhæfar væntingar til þess að það verði hægt. En ég er viss um að trú leikmanna landsliðsins sé það sterk að þeir telja þetta bara eina hindrun á vegferðinni sinni, sem ekki sér enn fyrir endann á.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira