Lífið

Strákarnir okkar fengu íslenskt lambakjöt hjá Einsa kalda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einsi kaldi er heppinn með aðstoðarkonu í eldhúsinu sem liðkar fyrir samskiptum við frönsku matráðsmennina sem tala enga ensku.
Einsi kaldi er heppinn með aðstoðarkonu í eldhúsinu sem liðkar fyrir samskiptum við frönsku matráðsmennina sem tala enga ensku. Vísir
Leikmenn og starfslið íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fengu kærkomna sendingu af íslensku lambakjöti á hótelið þeirra í Annecy í gær. Einsi kaldi, kokkur frá Vestmannaeyjum, sá um að matreiða íslenska lambið ofan í strákana okkar sem væntanlega tóku vel til matar síns.

Byrjunarliðsmenn hafa verið í ísböðum og endurheimt undanfarna tvo daga en æfa svo í dag með öðrum í liðinu. Sumir skelltu sér niður í bæ í gær, fóru í göngutúr eða hjóluðu umhverfis vatnið í Annecy. 

Einsi kaldi, kokkur frá Eyjum, hefur séð um að elda ofan í strákana á meðan á Frakklandsdvölinni stóð. Fréttamaður fékk að kíkja í eldhúsið hjá kokknum á dögunum þar sem hann fór yfir hlutverk sitt í landsliðinu. Innslagið má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). 



 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×