Ótrúlega flott heljarstökk Jónas Sen skrifar 25. júní 2016 09:45 „Víkingur Heiðar Ólafsson var meðleikarinn og ég verð að segja að ég hef aldrei heyrt hann spila eins vel,“ segir Jónas í dómnum. Vísir/GVA Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Schubert, Beethoven, Áskel Másson, Ravel og Dvorák. Flytjendur: Kristinn Sigmundsson, Víkingur Heiðar Ólafsson, Tai Murray, Sigrún Eðvaldsdóttir, Jennifer Stumm, Bryndís Halla Gylfadóttir og Jerome Lowenthal. Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 19. júní Á lokatónleikum Reykjavík Midsummer Music kom Kristinn Sigmundsson fram og söng lög eftir Schubert og Beethoven. Hann virtist ekki vera í toppformi, ræskti sig nokkrum sinnum og tilkynnti að hann væri með ofnæmi. Engu að síður var söngur hans fallegur, túlkunin full af einlægni. Hann söng Der Wanderer (Hinn förumóði) og Wandrers Nachtlied II (Nætursöngur förumanns) eftir Schubert, og An die ferne Geliebte (Til hinnar elskuðu í fjarska) eftir Beethoven. Hið síðarnefnda er lagaflokkur sem samanstendur af sex lögum. Víkingur Heiðar Ólafsson var meðleikarinn og ég verð að segja að ég hef aldrei heyrt hann spila eins vel. Ég hef stundum gagnrýnt hann fyrir tilgerð, en hér, og yfirleitt í öllu sem ég heyrði hann spila á hátíðinni, var hann alveg laus við slíkt. Það er kominn einhver þroski í túlkun hans, eitthvað ekta sem er ákaflega ánægjulegt að upplifa. Leikur hans í lögum Beethovens var stórbrotinn, allt frá hrífandi viðkvæmni yfir í magnaðar ástríður. Tæknilega séð var hann fullkominn, tær og jafn; alltaf í réttu samræmi við sönginn. Næst frumflutti Víkingur Píanósónötu eftir Áskel Másson. Sónatan einkenndist af þykkum hljómum. Þeir fikruðu sig smám saman upp eftir hljómborðinu, frá myrkrinu í bassanum upp í birtuna efst á tónsviðinu. Stemningin var dulúðug, örlítið impressjónísk; hljómarnir voru í aðalhlutverki fremur en melódíur. Tónlistin var nokkuð tormeltari en margt annað eftir Áskel, kannski vegna þess hve lítið var um grípandi stef. Þetta er verk sem maður þyrfti að heyra oftar en einu sinni. Leikur Víkings var blæbrigðaríkur og fallega mótaður, þrunginn sérkennilegum annarleika í takt við inntak tónlistarinnar. Síðasta atriðið fyrir hlé var Tzigane eftir Ravel, en þar lék Tai Murray á fiðlu með Víkingi. Verkið er gríðarlega erfitt fyrir fiðluna. Það er í heild mikil flugeldasýning sem Murray leysti af hendi með aðdáunarverðum tilþrifum. Túlkunin var gædd brjáluðu fjöri. Alls konar heljarstökk upp og niður strengina voru ótrúlega flott, enda æptu áheyrendur af hrifningu í lokin. Eftir hlé var aðeins ein tónsmíð á dagskránni, Píanókvintett op. 81 eftir Dvorák. Hérna voru flytjendurnir hin fyrrgreinda Tai Murray, einnig Sigrún Eðvaldsdóttir (fiðla), Jennifer Stumm (víóla), Bryndís Halla Gylfadóttir (selló) og Jerome Lowenthal (píanó). Flutningurinn var fullur af rómantískri ákefð og hlýju. Það var vingjarnlegt andrúmsloft í túlkuninni, hún virkaði eins og samræða á milli píanósins annars vegar og hinna hljóðfæranna hins vegar. Stundum skar sellóið sig þó úr, átti sitt sjarmerandi innlegg, sem Bryndís Halla útfærði einkar vel. Í það heila var leikur fimmmenninganna dásamlega fallegur, frábær endir skemmtilegrar hátíðar.Niðurstaða: Fjölbreytt dagskrá sem einkenndist af einlægri túlkun. Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Schubert, Beethoven, Áskel Másson, Ravel og Dvorák. Flytjendur: Kristinn Sigmundsson, Víkingur Heiðar Ólafsson, Tai Murray, Sigrún Eðvaldsdóttir, Jennifer Stumm, Bryndís Halla Gylfadóttir og Jerome Lowenthal. Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 19. júní Á lokatónleikum Reykjavík Midsummer Music kom Kristinn Sigmundsson fram og söng lög eftir Schubert og Beethoven. Hann virtist ekki vera í toppformi, ræskti sig nokkrum sinnum og tilkynnti að hann væri með ofnæmi. Engu að síður var söngur hans fallegur, túlkunin full af einlægni. Hann söng Der Wanderer (Hinn förumóði) og Wandrers Nachtlied II (Nætursöngur förumanns) eftir Schubert, og An die ferne Geliebte (Til hinnar elskuðu í fjarska) eftir Beethoven. Hið síðarnefnda er lagaflokkur sem samanstendur af sex lögum. Víkingur Heiðar Ólafsson var meðleikarinn og ég verð að segja að ég hef aldrei heyrt hann spila eins vel. Ég hef stundum gagnrýnt hann fyrir tilgerð, en hér, og yfirleitt í öllu sem ég heyrði hann spila á hátíðinni, var hann alveg laus við slíkt. Það er kominn einhver þroski í túlkun hans, eitthvað ekta sem er ákaflega ánægjulegt að upplifa. Leikur hans í lögum Beethovens var stórbrotinn, allt frá hrífandi viðkvæmni yfir í magnaðar ástríður. Tæknilega séð var hann fullkominn, tær og jafn; alltaf í réttu samræmi við sönginn. Næst frumflutti Víkingur Píanósónötu eftir Áskel Másson. Sónatan einkenndist af þykkum hljómum. Þeir fikruðu sig smám saman upp eftir hljómborðinu, frá myrkrinu í bassanum upp í birtuna efst á tónsviðinu. Stemningin var dulúðug, örlítið impressjónísk; hljómarnir voru í aðalhlutverki fremur en melódíur. Tónlistin var nokkuð tormeltari en margt annað eftir Áskel, kannski vegna þess hve lítið var um grípandi stef. Þetta er verk sem maður þyrfti að heyra oftar en einu sinni. Leikur Víkings var blæbrigðaríkur og fallega mótaður, þrunginn sérkennilegum annarleika í takt við inntak tónlistarinnar. Síðasta atriðið fyrir hlé var Tzigane eftir Ravel, en þar lék Tai Murray á fiðlu með Víkingi. Verkið er gríðarlega erfitt fyrir fiðluna. Það er í heild mikil flugeldasýning sem Murray leysti af hendi með aðdáunarverðum tilþrifum. Túlkunin var gædd brjáluðu fjöri. Alls konar heljarstökk upp og niður strengina voru ótrúlega flott, enda æptu áheyrendur af hrifningu í lokin. Eftir hlé var aðeins ein tónsmíð á dagskránni, Píanókvintett op. 81 eftir Dvorák. Hérna voru flytjendurnir hin fyrrgreinda Tai Murray, einnig Sigrún Eðvaldsdóttir (fiðla), Jennifer Stumm (víóla), Bryndís Halla Gylfadóttir (selló) og Jerome Lowenthal (píanó). Flutningurinn var fullur af rómantískri ákefð og hlýju. Það var vingjarnlegt andrúmsloft í túlkuninni, hún virkaði eins og samræða á milli píanósins annars vegar og hinna hljóðfæranna hins vegar. Stundum skar sellóið sig þó úr, átti sitt sjarmerandi innlegg, sem Bryndís Halla útfærði einkar vel. Í það heila var leikur fimmmenninganna dásamlega fallegur, frábær endir skemmtilegrar hátíðar.Niðurstaða: Fjölbreytt dagskrá sem einkenndist af einlægri túlkun.
Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira