Læra að vera við stjórn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. júní 2016 10:15 Gauti, Helga og Hekla skelltu sér glaðbeitt í þriggja manna far fyrir myndatökuna. Vísir/Eyþór Í Nauthólsvíkinni eru marglitir kajakar að tínast að bryggju í sólskininu. Meðal þeirra sem þar eru að sigla eru Gauti Einarsson átta ára og vinkonurnar Hekla Margrét Halldórsdóttir og Helga Sigurðardóttir tíu ára. „Við erum búin að vera úti á sjó í tvo tíma og sigla lengst inn í voginn,“ segir Hekla. Öll eru þau á vikulöngu siglinganámskeiði hjá Siglunesi í fyrsta skipti og þetta er dagur þrjú. „Mamma bara skráði mig á námskeiðið og ég var ekkert hress með það fyrst, hélt það yrðu bara allir saman á báti og enginn væri að læra neitt. En núna finnst mér gaman,“ segir Gauti. „Mömmur okkar Heklu vildu að við færum saman að velja eitthvert námskeið og við ákváðum þetta,“ lýsir Helga. „Ég hef oft farið á sjó áður,“ segir Hekla. „Frændi minn er á bát og ég fer mjög oft með honum. Hann veiðir stundum og stundum er hann bara að leika sér að sigla.“ Helga er líka vön. „Það er árabátur við sumarbústaðinn okkar sem ég fer oft á, hann er við Álftavatn í Grímsnesi.“ „Og ég fer á hverju ári út í eyju að tína æðardún í Trékyllisvík í Árneshreppi,“ segir Gauti og bætir við sögu. „Ég kom með þrjá æðarunga heim í Árnes og einn þeirra dó því hann var með gat á maganum. Mamma mömmu minnar á heima í Árnesi og þar er sveitin mín.“ En hvað skyldi krökkunum þykja erfiðast við að sigla? „Að hafa stjórn á bátnum,“ svarar Hekla. „Já, það er dálítið erfitt að beygja á sumum bátum,“ tekur Helga undir. „Það á að minnsta kosti við um árabáta,“ segir Gauti. „Mér finnst frekar létt að beygja á kajak. Maður rekur bara árina niður í vatnið og þá beygir hann.“ Krakkar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Í Nauthólsvíkinni eru marglitir kajakar að tínast að bryggju í sólskininu. Meðal þeirra sem þar eru að sigla eru Gauti Einarsson átta ára og vinkonurnar Hekla Margrét Halldórsdóttir og Helga Sigurðardóttir tíu ára. „Við erum búin að vera úti á sjó í tvo tíma og sigla lengst inn í voginn,“ segir Hekla. Öll eru þau á vikulöngu siglinganámskeiði hjá Siglunesi í fyrsta skipti og þetta er dagur þrjú. „Mamma bara skráði mig á námskeiðið og ég var ekkert hress með það fyrst, hélt það yrðu bara allir saman á báti og enginn væri að læra neitt. En núna finnst mér gaman,“ segir Gauti. „Mömmur okkar Heklu vildu að við færum saman að velja eitthvert námskeið og við ákváðum þetta,“ lýsir Helga. „Ég hef oft farið á sjó áður,“ segir Hekla. „Frændi minn er á bát og ég fer mjög oft með honum. Hann veiðir stundum og stundum er hann bara að leika sér að sigla.“ Helga er líka vön. „Það er árabátur við sumarbústaðinn okkar sem ég fer oft á, hann er við Álftavatn í Grímsnesi.“ „Og ég fer á hverju ári út í eyju að tína æðardún í Trékyllisvík í Árneshreppi,“ segir Gauti og bætir við sögu. „Ég kom með þrjá æðarunga heim í Árnes og einn þeirra dó því hann var með gat á maganum. Mamma mömmu minnar á heima í Árnesi og þar er sveitin mín.“ En hvað skyldi krökkunum þykja erfiðast við að sigla? „Að hafa stjórn á bátnum,“ svarar Hekla. „Já, það er dálítið erfitt að beygja á sumum bátum,“ tekur Helga undir. „Það á að minnsta kosti við um árabáta,“ segir Gauti. „Mér finnst frekar létt að beygja á kajak. Maður rekur bara árina niður í vatnið og þá beygir hann.“
Krakkar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning