Bjargvætturinn úr Eyjum mætti til Annecy svo strákarnir okkar gætu kosið sér forseta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2016 23:17 Strákarnir í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu fengu góða heimsókn á hótelið sitt í Annecy í dag. Þangað kom færandi hendi Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Genf, ásamt Helgu Bertelsen sendiráðsfulltrúa. Forsetakosningar eru á Íslandi á laugardaginn og fengu strákarnir í karlalandsliðinu og starfsfólk að kjósa í kvöld. „Ég er í skemmtilegu verkefni. Við vorum að framkvæma utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna forsetakosninganna og gefa landsliðsstrákunum möguleika á að taka þátt í þeim þó þeir séu ekki á Íslandi,“ sagði Martin í samtali við Vísi í Annecy í kvöld. „Þetta gekk bara vel. Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum.“ Martin, sem spilaði knattspyrnu með ÍBV á sínum tíma, sagði kosningu á hótelinu hafa verið yfir meðallagi. Fyrir gamlan knattspyrnumann hafi verið forréttindi að fá að heimsækja landsliðið á hótelið.Eyjapeyjar í mörgum stöðum „Þetta var virkilega gaman og gmana að hitta minn gamla félaga úr ÍBV, Heimi Hallgrímsson, og fleiri góða Eyjamenn. Einsa kalda kokk, Jóhannes Ólafsson, í landsliðsnefndinni og fyrrverandi formann knattspyrnudeildarinnar, Ómar Smárason hjá KSÍ og Víði Reynisson öryggisstjóri.“ Martin er Eyjamaður í húð og hár og fékk viðurnefnið bjargvætturinn í upphafi 10. áratugarins. Ástæðan var sú að hann skoraði sigurmark Eyjamanna í lokaumferðinni tvö ár í röð, mörk sem björguðu þeim frá falli. En telur Martin okkur eiga möguleika gegn Englandi í Nice á mánudaginn? „Já, ég tel að við eigum góða möguleika. Við sjáum það að við erum að vera betri og betri. Okkar lykilmenn sem voru ekki í sínu besta leikformi hafa verið að spila betur og betur með hverjum leiknum. Við eigum tvímælalaust góða möguleika gegn Englandi. “ EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 60 metra sprettur Birkis keypti tvo auka daga fyrir þreytta leikmenn Íslands Heimir Hallgrímsson þakkar Birki Bjarnasyni sérstaklega fyrir auka hvíldina sem íslenska liðið fær fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 19:45 Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira
Strákarnir í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu fengu góða heimsókn á hótelið sitt í Annecy í dag. Þangað kom færandi hendi Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Genf, ásamt Helgu Bertelsen sendiráðsfulltrúa. Forsetakosningar eru á Íslandi á laugardaginn og fengu strákarnir í karlalandsliðinu og starfsfólk að kjósa í kvöld. „Ég er í skemmtilegu verkefni. Við vorum að framkvæma utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna forsetakosninganna og gefa landsliðsstrákunum möguleika á að taka þátt í þeim þó þeir séu ekki á Íslandi,“ sagði Martin í samtali við Vísi í Annecy í kvöld. „Þetta gekk bara vel. Þetta eru fyrirmyndarpiltar í alla staði og þetta fór mjög vel fram eftir kúnstnarinnar reglum.“ Martin, sem spilaði knattspyrnu með ÍBV á sínum tíma, sagði kosningu á hótelinu hafa verið yfir meðallagi. Fyrir gamlan knattspyrnumann hafi verið forréttindi að fá að heimsækja landsliðið á hótelið.Eyjapeyjar í mörgum stöðum „Þetta var virkilega gaman og gmana að hitta minn gamla félaga úr ÍBV, Heimi Hallgrímsson, og fleiri góða Eyjamenn. Einsa kalda kokk, Jóhannes Ólafsson, í landsliðsnefndinni og fyrrverandi formann knattspyrnudeildarinnar, Ómar Smárason hjá KSÍ og Víði Reynisson öryggisstjóri.“ Martin er Eyjamaður í húð og hár og fékk viðurnefnið bjargvætturinn í upphafi 10. áratugarins. Ástæðan var sú að hann skoraði sigurmark Eyjamanna í lokaumferðinni tvö ár í röð, mörk sem björguðu þeim frá falli. En telur Martin okkur eiga möguleika gegn Englandi í Nice á mánudaginn? „Já, ég tel að við eigum góða möguleika. Við sjáum það að við erum að vera betri og betri. Okkar lykilmenn sem voru ekki í sínu besta leikformi hafa verið að spila betur og betur með hverjum leiknum. Við eigum tvímælalaust góða möguleika gegn Englandi. “
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04 60 metra sprettur Birkis keypti tvo auka daga fyrir þreytta leikmenn Íslands Heimir Hallgrímsson þakkar Birki Bjarnasyni sérstaklega fyrir auka hvíldina sem íslenska liðið fær fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 19:45 Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira
Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað Íslenski landsliðsþjálfarinn talaði fallega um eitt helsta lag stuðningsmanna íslenska landsliðsins. 23. júní 2016 12:04
60 metra sprettur Birkis keypti tvo auka daga fyrir þreytta leikmenn Íslands Heimir Hallgrímsson þakkar Birki Bjarnasyni sérstaklega fyrir auka hvíldina sem íslenska liðið fær fyrir leikinn gegn Englandi. 23. júní 2016 19:45
Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55