Sex mánaða íslenskur snáði sprengdi alla krúttskala á Stade de France Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2016 13:45 Helga, Herdís og Elmar Máni á leiknum sögulega á Stade de France í gær. Elmar Máni Karlsson sem er rúmlega sex mánaða gamall var mættur á landsleik Íslands og Austurríkis á Stade de France í gær. Ólíklegt má telja að yngri strák eða stelpu hafi verið að finna á leiknum sögulega sem lauk svo eftirminnilega með 2-1 sigri okkar manna. 433.is greindi fyrst frá. „Austurríkimenn voru að mynda hann í bak og fyrir, þeir voru sjúkir í hann,“ segir Herdís Magnúsdóttir, mamma Elmars Mána, í samtali við Vísi. „Það eru örugglega endalaust margir Austurríkismenn með myndir af honum.“ Mægðinin eru í um tuttugu manna hópi sem mætti til Frakklands til að fara á lokaleikinn í riðlinum en miðiarnir til Frakklands voru bókaðir 13. desember. Fimm dögum síðar fæddist Elmar Máni. „Við gátum ekki pantað flug fyrir hann, hann var ekki kominn með kennitölu,“ segir Herdís. Þau bókuðu flug fyrir hann um leið og hann var skírður en þau þurftu að borga fullt gjald á leikinn fyrir snáðann sex mánaða. Elmar Máni í banastuði á Stade de France. Sofnaði eftir tíu mínútur Þvert á það sem margir eflaust halda segir Herdís það ekki hafa verið neitt mál að fara með soninn á leikinn. „Hann er voðalega rólegur og góður. Við bara skiptumst á að vera með hann. Við gáfum honum vel að borða og ég fékk að taka mat og vatnsflöskur með á völlinn,“ segir Herdís og ber öryggisvörðum vel söguna. „Hann var bara kátur.“ Herdís segir Elmar Mána hafa verið vakandi á meðan á upphitun stóð en svo sofnað eftir um tíu mínútur. Hún hafi farið með hann út fyrir inn á milli því mjög heitt hafi verið á Stade de France. „Hann var bara á bleyjunni og hafði það fínt.“ Elmar Máni, Helga og Herdís. Frændi Heiðars Helgusonar Elmar Máni vaknaði svo aftur um miðjan síðari hálfleik. Herdís segist hafa sett heyrnarhlífar á snáðann undir lokin þegar fagnaðarlætin urðu hvað mest. Herdís segir Elmar hafa sýnt dótinu sínu meiri áhuga en leiknum en með í för voru litlar fígúrur úr teiknimyndunum Aulinn ég. Hópurinn reiknar ekki með því að fara til Nice á mánudaginn en ætla að finna sér góðan pöbb í París til að horfa á leikinn. Og Elmar Máni verður að sjálfsögðu með í för. „Hann fer með á allt. Hann er einn af okkur.“ Það er skemmtileg staðreynd að amma Elmars Mána, Helga Matthíasdóttir, er móðir Heiðars Helgusonar. Hún var með í för í gær og hélt á snáðanum stóran hluta leiksins. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Elmar Máni Karlsson sem er rúmlega sex mánaða gamall var mættur á landsleik Íslands og Austurríkis á Stade de France í gær. Ólíklegt má telja að yngri strák eða stelpu hafi verið að finna á leiknum sögulega sem lauk svo eftirminnilega með 2-1 sigri okkar manna. 433.is greindi fyrst frá. „Austurríkimenn voru að mynda hann í bak og fyrir, þeir voru sjúkir í hann,“ segir Herdís Magnúsdóttir, mamma Elmars Mána, í samtali við Vísi. „Það eru örugglega endalaust margir Austurríkismenn með myndir af honum.“ Mægðinin eru í um tuttugu manna hópi sem mætti til Frakklands til að fara á lokaleikinn í riðlinum en miðiarnir til Frakklands voru bókaðir 13. desember. Fimm dögum síðar fæddist Elmar Máni. „Við gátum ekki pantað flug fyrir hann, hann var ekki kominn með kennitölu,“ segir Herdís. Þau bókuðu flug fyrir hann um leið og hann var skírður en þau þurftu að borga fullt gjald á leikinn fyrir snáðann sex mánaða. Elmar Máni í banastuði á Stade de France. Sofnaði eftir tíu mínútur Þvert á það sem margir eflaust halda segir Herdís það ekki hafa verið neitt mál að fara með soninn á leikinn. „Hann er voðalega rólegur og góður. Við bara skiptumst á að vera með hann. Við gáfum honum vel að borða og ég fékk að taka mat og vatnsflöskur með á völlinn,“ segir Herdís og ber öryggisvörðum vel söguna. „Hann var bara kátur.“ Herdís segir Elmar Mána hafa verið vakandi á meðan á upphitun stóð en svo sofnað eftir um tíu mínútur. Hún hafi farið með hann út fyrir inn á milli því mjög heitt hafi verið á Stade de France. „Hann var bara á bleyjunni og hafði það fínt.“ Elmar Máni, Helga og Herdís. Frændi Heiðars Helgusonar Elmar Máni vaknaði svo aftur um miðjan síðari hálfleik. Herdís segist hafa sett heyrnarhlífar á snáðann undir lokin þegar fagnaðarlætin urðu hvað mest. Herdís segir Elmar hafa sýnt dótinu sínu meiri áhuga en leiknum en með í för voru litlar fígúrur úr teiknimyndunum Aulinn ég. Hópurinn reiknar ekki með því að fara til Nice á mánudaginn en ætla að finna sér góðan pöbb í París til að horfa á leikinn. Og Elmar Máni verður að sjálfsögðu með í för. „Hann fer með á allt. Hann er einn af okkur.“ Það er skemmtileg staðreynd að amma Elmars Mána, Helga Matthíasdóttir, er móðir Heiðars Helgusonar. Hún var með í för í gær og hélt á snáðanum stóran hluta leiksins.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira