Mjótt á munum milli fylkinga á lokadegi Brexit-kosningabaráttunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2016 11:30 Framtíð Bretlands innan ESB ræðst eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á morgun. Vísir/Samsett - AFP Stjórnmálamenn í Bretlandi eru nú á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu (ESB). Gengið verður til kosninga á morgun. Afar mjótt er á munum en samkvæmt samantektarkönnun Financial Times leiða þeir sem vilja að Bretar segi sig úr ESB (Vote Leave) með einu prósenti á þá sem vilja að Bretar haldi aðildinni áfram (Remain), um ellefu prósent eru enn óákveðnir.Gráa svæðið táknar þá sem eru enn óákveðnir, um ellefu prósent.Kosningabaráttan hefur staðið yfir í fjóra mánuði en lýkur í dag. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ásamt Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og Tim Farron, formanni Frjálslynda flokksins munu allir ræða við kjósendur á stuðningsmannafundum í dag til þess að reyna að sannfæra Breta um að þeim sé betur borgið innan ESB.Sjá einnig: Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra þaðCameron hefur varað við því að niðurstaða kosninganna á morgun verði endanleg og að Bretland geti ekki snúið aftur kjósi Bretar að yfirgefa ESB. Bretar hagnist mun meira á því að halda sig innan ESB en að yfirgefa það sem myndi valda miklu efnahagslegu tjóni fyrir Bretland. Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins og Boris Johnson, fyrrum borgarstjóri London, sem farið hafa fyrir fylkingu þeirra sem vilja að Bretland segi sig úr ESB hafa lagt áherslu á það að Bretland geti fylgt sinni eigin stefnu yfirgefi það ESB, hafna þeir alfarið neikvæðum efnahagslegum áhrifum sem brotthvarf úr ESB myndi hafa í för með sér.Úrslitin ljós að morgni föstudags Kosið verður á morgun, líkt og áður segir, en um 46 milljónir Breta geta kosið í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Spurningin sem kjósendur þurfa að taka afstöðu til er einföld: „Ætti Bretland að halda áfram að vera meðlimur í Evrópusambandinu eða ætti Bretland aðyfirgefa Evrópusambandið?“Sjá einnig: Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart BrexitTaki Bretar ákvörðun um að yfirgefa Evrópusambandið mun ríkisstjórn Bretlands og stofnanir ESB hefja viðræður um skilmála brotthvarfsins sem búist er við að taki tvö ár hið minnsta. Fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Spennan er því mikil en reikna má með að úrslitin verði orðin ljós að morgni föstudags. Brexit Tengdar fréttir Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron vill úrsögn Breta Milljarðamæringurinn George Soros telur að breska pundið gæti lækkað um fimmtán prósent ef Bretar fara úr ESB. 22. júní 2016 11:00 Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Utanríkisráðherra segist sannfærð um að Ísland muni áfram ná góðum viðskiptakjörum við Bretland, fari svo að þeir yfirgefi Evrópusambandið. 21. júní 2016 19:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Stjórnmálamenn í Bretlandi eru nú á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu (ESB). Gengið verður til kosninga á morgun. Afar mjótt er á munum en samkvæmt samantektarkönnun Financial Times leiða þeir sem vilja að Bretar segi sig úr ESB (Vote Leave) með einu prósenti á þá sem vilja að Bretar haldi aðildinni áfram (Remain), um ellefu prósent eru enn óákveðnir.Gráa svæðið táknar þá sem eru enn óákveðnir, um ellefu prósent.Kosningabaráttan hefur staðið yfir í fjóra mánuði en lýkur í dag. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ásamt Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og Tim Farron, formanni Frjálslynda flokksins munu allir ræða við kjósendur á stuðningsmannafundum í dag til þess að reyna að sannfæra Breta um að þeim sé betur borgið innan ESB.Sjá einnig: Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra þaðCameron hefur varað við því að niðurstaða kosninganna á morgun verði endanleg og að Bretland geti ekki snúið aftur kjósi Bretar að yfirgefa ESB. Bretar hagnist mun meira á því að halda sig innan ESB en að yfirgefa það sem myndi valda miklu efnahagslegu tjóni fyrir Bretland. Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins og Boris Johnson, fyrrum borgarstjóri London, sem farið hafa fyrir fylkingu þeirra sem vilja að Bretland segi sig úr ESB hafa lagt áherslu á það að Bretland geti fylgt sinni eigin stefnu yfirgefi það ESB, hafna þeir alfarið neikvæðum efnahagslegum áhrifum sem brotthvarf úr ESB myndi hafa í för með sér.Úrslitin ljós að morgni föstudags Kosið verður á morgun, líkt og áður segir, en um 46 milljónir Breta geta kosið í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Spurningin sem kjósendur þurfa að taka afstöðu til er einföld: „Ætti Bretland að halda áfram að vera meðlimur í Evrópusambandinu eða ætti Bretland aðyfirgefa Evrópusambandið?“Sjá einnig: Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart BrexitTaki Bretar ákvörðun um að yfirgefa Evrópusambandið mun ríkisstjórn Bretlands og stofnanir ESB hefja viðræður um skilmála brotthvarfsins sem búist er við að taki tvö ár hið minnsta. Fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Spennan er því mikil en reikna má með að úrslitin verði orðin ljós að morgni föstudags.
Brexit Tengdar fréttir Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron vill úrsögn Breta Milljarðamæringurinn George Soros telur að breska pundið gæti lækkað um fimmtán prósent ef Bretar fara úr ESB. 22. júní 2016 11:00 Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Utanríkisráðherra segist sannfærð um að Ísland muni áfram ná góðum viðskiptakjörum við Bretland, fari svo að þeir yfirgefi Evrópusambandið. 21. júní 2016 19:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38
Fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron vill úrsögn Breta Milljarðamæringurinn George Soros telur að breska pundið gæti lækkað um fimmtán prósent ef Bretar fara úr ESB. 22. júní 2016 11:00
Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Utanríkisráðherra segist sannfærð um að Ísland muni áfram ná góðum viðskiptakjörum við Bretland, fari svo að þeir yfirgefi Evrópusambandið. 21. júní 2016 19:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent