Forsetaáskorun Vísis: Vill að Tom Hanks leiki sig í bíómynd um ævi sína Nanna Elísa Jakobsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 22. júní 2016 13:00 Guðni Th. Jóhannsson er frambjóðandi til embættis forseta Íslands. Vísir Guðni Th. Jóhannsson sagnfræðingur hefur tvisvar sinnum fengið sekt fyrir of hraðan akstur en segir nú tíma hraðaksturs í sínu lífi liðinn. Hann hefur aldrei reykt en fær sér stundum vín með góðum mat. Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Guðna við Forsetaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Guðni Th. tekur nú við keflinu og gefur lesendum Vísis innsýn inn í sinn hugarheim.Haltu á ketti! Guðni er kattamaður.Vísir/GettyHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þessi er alltof erfið. Kannski bara garðurinn heima í góðu veðri, fullur af krökkum og fjöri.Hundar eða kettir? Kettir.Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Fæðingar barnanna minna fimm.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pönnusteikt bleikja.Erkitöffarinn Morgan Freeman lék annað aðalhlutverkanna í Shawshank Redemption en það er einmitt uppáhalds mynd Guðna.Vísir/GettyHvernig bíl ekur þú?Toyota Previa 2003.Besta minningin?Skemmtilegar stundir með pabba, mömmu og bræðrum mínum. Til dæmis ferðalög um landið að sumarlagi. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Nei, en ég hef tvisvar sinnum fengið sekt fyrir of hraðan akstur. Það kemur ekki fyrir aftur. Hverju sérðu mest eftir? Þegar ég hef sært vini eða ættingja. Og svo voru þessar hraðasektir.Reykir þú? Nei, ég hef aldrei reykt.Uppáhalds drykkur (áfengur)? Hvítvíns- eða rauðvínsglas með góðum mat.Uppáhalds bíómynd? The Shawshank Redemption. Uppáhalds tónlistarmaður? Meðlimir Big Country. Það er skosk hljómsveit.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Kvaðning með Skálmöld.Draumaferðalagið? Fara til Parísar að sjá strákana okkar leika til úrslita í EM!Guðni segir að það skrýtnasta sem hann hafi gert sé kannski bara að hafa farið í forsetaframboð.Vísir/GuðniHefur þú migið í saltan sjó?Já, heldur betur. Var eitt sumar á fraktskipi og annað á olíuborpalli. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ja, kannski að fara í forsetaframboð.Hefur þú viðurkennt mistök? Já, síðast í þessu viðtali (sjá ofar).Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum.Rómantískasta augnablik í lífinu? Líklega þegar Elísa bað mín.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Tom Hanks gæti eflaust gert það með glæsibrag. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Guðni Th. Jóhannsson sagnfræðingur hefur tvisvar sinnum fengið sekt fyrir of hraðan akstur en segir nú tíma hraðaksturs í sínu lífi liðinn. Hann hefur aldrei reykt en fær sér stundum vín með góðum mat. Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Guðna við Forsetaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Guðni Th. tekur nú við keflinu og gefur lesendum Vísis innsýn inn í sinn hugarheim.Haltu á ketti! Guðni er kattamaður.Vísir/GettyHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þessi er alltof erfið. Kannski bara garðurinn heima í góðu veðri, fullur af krökkum og fjöri.Hundar eða kettir? Kettir.Hver er stærsta stundin í lífi þínu? Fæðingar barnanna minna fimm.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pönnusteikt bleikja.Erkitöffarinn Morgan Freeman lék annað aðalhlutverkanna í Shawshank Redemption en það er einmitt uppáhalds mynd Guðna.Vísir/GettyHvernig bíl ekur þú?Toyota Previa 2003.Besta minningin?Skemmtilegar stundir með pabba, mömmu og bræðrum mínum. Til dæmis ferðalög um landið að sumarlagi. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Nei, en ég hef tvisvar sinnum fengið sekt fyrir of hraðan akstur. Það kemur ekki fyrir aftur. Hverju sérðu mest eftir? Þegar ég hef sært vini eða ættingja. Og svo voru þessar hraðasektir.Reykir þú? Nei, ég hef aldrei reykt.Uppáhalds drykkur (áfengur)? Hvítvíns- eða rauðvínsglas með góðum mat.Uppáhalds bíómynd? The Shawshank Redemption. Uppáhalds tónlistarmaður? Meðlimir Big Country. Það er skosk hljómsveit.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Kvaðning með Skálmöld.Draumaferðalagið? Fara til Parísar að sjá strákana okkar leika til úrslita í EM!Guðni segir að það skrýtnasta sem hann hafi gert sé kannski bara að hafa farið í forsetaframboð.Vísir/GuðniHefur þú migið í saltan sjó?Já, heldur betur. Var eitt sumar á fraktskipi og annað á olíuborpalli. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ja, kannski að fara í forsetaframboð.Hefur þú viðurkennt mistök? Já, síðast í þessu viðtali (sjá ofar).Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum.Rómantískasta augnablik í lífinu? Líklega þegar Elísa bað mín.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Tom Hanks gæti eflaust gert það með glæsibrag.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00