Tók sé frí frá Blink-182 til að einblína á hættuna sem stafar af geimverum Birgir Olgeirsson skrifar 20. júní 2016 23:45 Tom DeLonge, til vinstri á myndinni, einblínir nú á ástríðu sína í lífinu sem er líf í geimnum og hættuna sem blasir við mannkyninu. Vísir/Getty Tom DeLonge, einn af stofnendum bandaríska tríósins Blink-182, hefur opinberað eina af ástæðunum fyrir því að hann ákvað að taka sér pásu frá bandinu.Í viðtali við Mic sagðist hann hafa svo mikið á sinni könnu í einkalífinu að hann hefði ekki tíma fyrir hljómsveitina. Þar á meðal að fylgjast með geimverum. Þeir sem þekkja til Tom DeLonge vita að hann hefur aldrei farið í grafgötur með áhuga sinn á geimnum og hefur samið lög á borð við Aliens Exist, The Flight of Apollo og Valkyrie Missile. Þessu fylgir ómældur áhugi á fljúgandi furðuhlutum.Hér fyrir neðan má heyra eitt af þekktari lögum Blink-182:Hann hefur komið á fót útgáfunni Sekret Machines sem mun einblína á rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum. Mun fyrirtækið leitast við að gefa út skáldsögur, fræðirit, tónlist frá nýrri hljómsveit hans Angels & Airwaves og heimildarmyndir. Fyrsta bókin er nú þegar komin út sem nefnist Sekret Machines Book 1: Chasing Shadows þar sem DeLonge vitnar í heimildarmenn sína innan hersins og leyniþjónustu Bandaríkjanna sem segja sögur af fljúgandi furðuhlutum og hið yfirskilvitlega. „Þegar þú ert einstaklingur eins og ég, sem er að fást við eitthvað sem varðar þjóðaröryggi, og þú hefur fengið þetta tækifæri til að miðla einhverju sem þú hefur brunnið fyrir allt þitt líf, eitthvað sem getur breytt heiminum, að vera hluti af slíku er afskaplega mikilvægt fyrir mitt líf,“ sagði DeLonge við Mic þegar hann var spurður hvers vegna hann tók sér pásu frá Blink 182. Hann segist vera hættur að nota orðið „geimverur“ eða „aliens“ en hann segir ríkisstjórnina í Bandaríkjunum leggja áherslu á að almenningur noti það orð. „Þetta er hugtak sem fólk notar í poppmenningunni, og skiljanlega því ríkisstjórnin ver ómældum fjármunum í að viðhalda því.“DeLonge vonar ekkert meira en að hann verði tekinn alvarlega svo hann geti deilt upplýsingum með almenningi sem hann segir vísindamenn hafa staðfest. „Ég verð ekki manneskjan sem býður upp á sannanir ef fólk treystir mér ekki og hefur ekki trú á mér. Við höfum hundruð þúsunda vitna. Sönnunargögn sem hafa verið greind af vísindamönnum um allan heim. Atburðir sem eiga sér stað á jörðu niðri. Þetta er allt í kringum okkur.“ Airwaves Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Tom DeLonge, einn af stofnendum bandaríska tríósins Blink-182, hefur opinberað eina af ástæðunum fyrir því að hann ákvað að taka sér pásu frá bandinu.Í viðtali við Mic sagðist hann hafa svo mikið á sinni könnu í einkalífinu að hann hefði ekki tíma fyrir hljómsveitina. Þar á meðal að fylgjast með geimverum. Þeir sem þekkja til Tom DeLonge vita að hann hefur aldrei farið í grafgötur með áhuga sinn á geimnum og hefur samið lög á borð við Aliens Exist, The Flight of Apollo og Valkyrie Missile. Þessu fylgir ómældur áhugi á fljúgandi furðuhlutum.Hér fyrir neðan má heyra eitt af þekktari lögum Blink-182:Hann hefur komið á fót útgáfunni Sekret Machines sem mun einblína á rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum. Mun fyrirtækið leitast við að gefa út skáldsögur, fræðirit, tónlist frá nýrri hljómsveit hans Angels & Airwaves og heimildarmyndir. Fyrsta bókin er nú þegar komin út sem nefnist Sekret Machines Book 1: Chasing Shadows þar sem DeLonge vitnar í heimildarmenn sína innan hersins og leyniþjónustu Bandaríkjanna sem segja sögur af fljúgandi furðuhlutum og hið yfirskilvitlega. „Þegar þú ert einstaklingur eins og ég, sem er að fást við eitthvað sem varðar þjóðaröryggi, og þú hefur fengið þetta tækifæri til að miðla einhverju sem þú hefur brunnið fyrir allt þitt líf, eitthvað sem getur breytt heiminum, að vera hluti af slíku er afskaplega mikilvægt fyrir mitt líf,“ sagði DeLonge við Mic þegar hann var spurður hvers vegna hann tók sér pásu frá Blink 182. Hann segist vera hættur að nota orðið „geimverur“ eða „aliens“ en hann segir ríkisstjórnina í Bandaríkjunum leggja áherslu á að almenningur noti það orð. „Þetta er hugtak sem fólk notar í poppmenningunni, og skiljanlega því ríkisstjórnin ver ómældum fjármunum í að viðhalda því.“DeLonge vonar ekkert meira en að hann verði tekinn alvarlega svo hann geti deilt upplýsingum með almenningi sem hann segir vísindamenn hafa staðfest. „Ég verð ekki manneskjan sem býður upp á sannanir ef fólk treystir mér ekki og hefur ekki trú á mér. Við höfum hundruð þúsunda vitna. Sönnunargögn sem hafa verið greind af vísindamönnum um allan heim. Atburðir sem eiga sér stað á jörðu niðri. Þetta er allt í kringum okkur.“
Airwaves Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira