Tók sé frí frá Blink-182 til að einblína á hættuna sem stafar af geimverum Birgir Olgeirsson skrifar 20. júní 2016 23:45 Tom DeLonge, til vinstri á myndinni, einblínir nú á ástríðu sína í lífinu sem er líf í geimnum og hættuna sem blasir við mannkyninu. Vísir/Getty Tom DeLonge, einn af stofnendum bandaríska tríósins Blink-182, hefur opinberað eina af ástæðunum fyrir því að hann ákvað að taka sér pásu frá bandinu.Í viðtali við Mic sagðist hann hafa svo mikið á sinni könnu í einkalífinu að hann hefði ekki tíma fyrir hljómsveitina. Þar á meðal að fylgjast með geimverum. Þeir sem þekkja til Tom DeLonge vita að hann hefur aldrei farið í grafgötur með áhuga sinn á geimnum og hefur samið lög á borð við Aliens Exist, The Flight of Apollo og Valkyrie Missile. Þessu fylgir ómældur áhugi á fljúgandi furðuhlutum.Hér fyrir neðan má heyra eitt af þekktari lögum Blink-182:Hann hefur komið á fót útgáfunni Sekret Machines sem mun einblína á rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum. Mun fyrirtækið leitast við að gefa út skáldsögur, fræðirit, tónlist frá nýrri hljómsveit hans Angels & Airwaves og heimildarmyndir. Fyrsta bókin er nú þegar komin út sem nefnist Sekret Machines Book 1: Chasing Shadows þar sem DeLonge vitnar í heimildarmenn sína innan hersins og leyniþjónustu Bandaríkjanna sem segja sögur af fljúgandi furðuhlutum og hið yfirskilvitlega. „Þegar þú ert einstaklingur eins og ég, sem er að fást við eitthvað sem varðar þjóðaröryggi, og þú hefur fengið þetta tækifæri til að miðla einhverju sem þú hefur brunnið fyrir allt þitt líf, eitthvað sem getur breytt heiminum, að vera hluti af slíku er afskaplega mikilvægt fyrir mitt líf,“ sagði DeLonge við Mic þegar hann var spurður hvers vegna hann tók sér pásu frá Blink 182. Hann segist vera hættur að nota orðið „geimverur“ eða „aliens“ en hann segir ríkisstjórnina í Bandaríkjunum leggja áherslu á að almenningur noti það orð. „Þetta er hugtak sem fólk notar í poppmenningunni, og skiljanlega því ríkisstjórnin ver ómældum fjármunum í að viðhalda því.“DeLonge vonar ekkert meira en að hann verði tekinn alvarlega svo hann geti deilt upplýsingum með almenningi sem hann segir vísindamenn hafa staðfest. „Ég verð ekki manneskjan sem býður upp á sannanir ef fólk treystir mér ekki og hefur ekki trú á mér. Við höfum hundruð þúsunda vitna. Sönnunargögn sem hafa verið greind af vísindamönnum um allan heim. Atburðir sem eiga sér stað á jörðu niðri. Þetta er allt í kringum okkur.“ Airwaves Mest lesið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Sjá meira
Tom DeLonge, einn af stofnendum bandaríska tríósins Blink-182, hefur opinberað eina af ástæðunum fyrir því að hann ákvað að taka sér pásu frá bandinu.Í viðtali við Mic sagðist hann hafa svo mikið á sinni könnu í einkalífinu að hann hefði ekki tíma fyrir hljómsveitina. Þar á meðal að fylgjast með geimverum. Þeir sem þekkja til Tom DeLonge vita að hann hefur aldrei farið í grafgötur með áhuga sinn á geimnum og hefur samið lög á borð við Aliens Exist, The Flight of Apollo og Valkyrie Missile. Þessu fylgir ómældur áhugi á fljúgandi furðuhlutum.Hér fyrir neðan má heyra eitt af þekktari lögum Blink-182:Hann hefur komið á fót útgáfunni Sekret Machines sem mun einblína á rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum. Mun fyrirtækið leitast við að gefa út skáldsögur, fræðirit, tónlist frá nýrri hljómsveit hans Angels & Airwaves og heimildarmyndir. Fyrsta bókin er nú þegar komin út sem nefnist Sekret Machines Book 1: Chasing Shadows þar sem DeLonge vitnar í heimildarmenn sína innan hersins og leyniþjónustu Bandaríkjanna sem segja sögur af fljúgandi furðuhlutum og hið yfirskilvitlega. „Þegar þú ert einstaklingur eins og ég, sem er að fást við eitthvað sem varðar þjóðaröryggi, og þú hefur fengið þetta tækifæri til að miðla einhverju sem þú hefur brunnið fyrir allt þitt líf, eitthvað sem getur breytt heiminum, að vera hluti af slíku er afskaplega mikilvægt fyrir mitt líf,“ sagði DeLonge við Mic þegar hann var spurður hvers vegna hann tók sér pásu frá Blink 182. Hann segist vera hættur að nota orðið „geimverur“ eða „aliens“ en hann segir ríkisstjórnina í Bandaríkjunum leggja áherslu á að almenningur noti það orð. „Þetta er hugtak sem fólk notar í poppmenningunni, og skiljanlega því ríkisstjórnin ver ómældum fjármunum í að viðhalda því.“DeLonge vonar ekkert meira en að hann verði tekinn alvarlega svo hann geti deilt upplýsingum með almenningi sem hann segir vísindamenn hafa staðfest. „Ég verð ekki manneskjan sem býður upp á sannanir ef fólk treystir mér ekki og hefur ekki trú á mér. Við höfum hundruð þúsunda vitna. Sönnunargögn sem hafa verið greind af vísindamönnum um allan heim. Atburðir sem eiga sér stað á jörðu niðri. Þetta er allt í kringum okkur.“
Airwaves Mest lesið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Sjá meira