Fyrrverandi ráðherra skiptir um lið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júní 2016 07:00 Stuðningsmenn Vote Leave segja kjósendum að trúa ekki forsætisráðherranum David Cameron sem styður Remain. Nordicphotos/AFP Sayeeda Warsi, barónessa og fyrrverandi ráðherra í breska utanríkisráðuneytinu fyrir hönd Íhaldsflokksins, sagði í gær skilið við samtökin Vote Leave, sem berjast fyrir aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, svokölluðu Brexit, og gekk til liðs við Remain, samtök sem styðja áframhaldandi veru Bretlands innan sambandsins. Warsi, sem er fyrsti músliminn sem gegndi stöðu ráðherra á Bretlandi, sakaði Michael Gove, einn forstöðumanna Vote Leave, um lygar í gær. Sagði Warsi hann hafa logið um mögulega inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið og alið á ótta með því að tengja tyrknesk samfélög við glæpi.Sayeeda Warsi, barónessa.„Málflutningur fólks innan Vote Leave er óþægilegur. Þaggað hefur verið niður í hófsömum röddum,“ sagði Warsi við BBC. Hún sagðist hafa gengið til liðs við samtökin til að setja fram jákvæða framtíðarsýn Bretlands utan Evrópusambandsins. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands, sagði liðhlaup Warsi algjöra firru. „Warsi hefur alla tíð gert lítið úr öllu sem ég hef sagt og gert. Hún var aldrei stuðningsmaður Vote Leave,“ sagði Farage í útvarpsviðtali hjá LBC.Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands.Farage sakaði Cameron og Remain um að nýta morðið á þingkonunni Jo Cox í pólitískum tilgangi. „Það sem við sjáum hér er að forsætisráðherra og Remain reyna að blása upp gjörðir geðveiks manns og tengja þær við skoðanir helmings Breta sem vilja að við náum aftur stjórn á landamærum okkar.“ „Ég held að stuðningsmenn Remains reyni margir hverjir að nota þennan harmleik til að ýja að því að þetta einangraða, hrikalega atvik sé einhvern veginn tengt þeim rökfærslum sem ég hef sjálfur lagt fram eða aðrir innan Vote Leave,“ sagði Farage. Cox var myrt síðastliðinn fimmtudag. Þegar Thomas Mair, sem ákærður er fyrir morðið, var spurður til nafns fyrir dómstólum sagði hann: „Drepum föðurlandssvikara, frelsum Bretland.“ Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman aðhyllast 44 prósent nú aðskilnað en 44 prósent eru á móti.Úrvalsdeildin andsnúin aðskilnaði „Úrvalsdeildin er opin í eðli sínu. Aðskilnaður frá Evrópusambandinu væri úr öllu sambandi við eðli deildarinnar,“ sagði Richard Scudamore, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hann segir öll tuttugu knattspyrnufélögin í deildinni eru hlynnt áframhaldandi veru innan sambandsins. „Þegar þú ferðast um heiminn, eins og við gerum, er vel tekið á móti þér þegar þú ert opinn fyrir viðræðum, viðskiptum og samstarfil“ Robert Oxley, liðsmaður Vote Leave, var hins vegar ósammála. „Reglur Evrópusambandsins takmarka möguleika okkar á að þróa hæfileikaríka leikmenn og minnka aðgengi okkar að leikmönnum utan Evrópu,“ sagði Oxley.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Sayeeda Warsi, barónessa og fyrrverandi ráðherra í breska utanríkisráðuneytinu fyrir hönd Íhaldsflokksins, sagði í gær skilið við samtökin Vote Leave, sem berjast fyrir aðskilnaði Bretlands frá Evrópusambandinu, svokölluðu Brexit, og gekk til liðs við Remain, samtök sem styðja áframhaldandi veru Bretlands innan sambandsins. Warsi, sem er fyrsti músliminn sem gegndi stöðu ráðherra á Bretlandi, sakaði Michael Gove, einn forstöðumanna Vote Leave, um lygar í gær. Sagði Warsi hann hafa logið um mögulega inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið og alið á ótta með því að tengja tyrknesk samfélög við glæpi.Sayeeda Warsi, barónessa.„Málflutningur fólks innan Vote Leave er óþægilegur. Þaggað hefur verið niður í hófsömum röddum,“ sagði Warsi við BBC. Hún sagðist hafa gengið til liðs við samtökin til að setja fram jákvæða framtíðarsýn Bretlands utan Evrópusambandsins. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands, sagði liðhlaup Warsi algjöra firru. „Warsi hefur alla tíð gert lítið úr öllu sem ég hef sagt og gert. Hún var aldrei stuðningsmaður Vote Leave,“ sagði Farage í útvarpsviðtali hjá LBC.Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands.Farage sakaði Cameron og Remain um að nýta morðið á þingkonunni Jo Cox í pólitískum tilgangi. „Það sem við sjáum hér er að forsætisráðherra og Remain reyna að blása upp gjörðir geðveiks manns og tengja þær við skoðanir helmings Breta sem vilja að við náum aftur stjórn á landamærum okkar.“ „Ég held að stuðningsmenn Remains reyni margir hverjir að nota þennan harmleik til að ýja að því að þetta einangraða, hrikalega atvik sé einhvern veginn tengt þeim rökfærslum sem ég hef sjálfur lagt fram eða aðrir innan Vote Leave,“ sagði Farage. Cox var myrt síðastliðinn fimmtudag. Þegar Thomas Mair, sem ákærður er fyrir morðið, var spurður til nafns fyrir dómstólum sagði hann: „Drepum föðurlandssvikara, frelsum Bretland.“ Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman aðhyllast 44 prósent nú aðskilnað en 44 prósent eru á móti.Úrvalsdeildin andsnúin aðskilnaði „Úrvalsdeildin er opin í eðli sínu. Aðskilnaður frá Evrópusambandinu væri úr öllu sambandi við eðli deildarinnar,“ sagði Richard Scudamore, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hann segir öll tuttugu knattspyrnufélögin í deildinni eru hlynnt áframhaldandi veru innan sambandsins. „Þegar þú ferðast um heiminn, eins og við gerum, er vel tekið á móti þér þegar þú ert opinn fyrir viðræðum, viðskiptum og samstarfil“ Robert Oxley, liðsmaður Vote Leave, var hins vegar ósammála. „Reglur Evrópusambandsins takmarka möguleika okkar á að þróa hæfileikaríka leikmenn og minnka aðgengi okkar að leikmönnum utan Evrópu,“ sagði Oxley.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira