Erlent

Donald Trump rekur kosningastjórann

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Corey Lewandowski.
Corey Lewandowski. vísir/getty
Donald Trump hefur rekið kosningastjóra sinn Corey Lewandowski. Frá þessu er greint á vef New York Times en tilkynning þess efnis að Lewandowski muni ekki vinna lengur fyrir Trump var send fjölmiðlum nú fyrir skemmstu. Trump verður að öllum líkindum frambjóðandi repúblikana í bandarísku kosningunum í nóvember næstkomandi.

Að því er fram kemur í frétt New York Times er ástæðan fyrir brottvikningu Lewandowski áhyggjur sem stuðningsmenn Trump hafa af baráttunni sem framundan er um Hvíta húsið en kosningastjórinn fyrrverandi hafði ítrekað lent upp á kant við hina ýmsu blaðamenn sem starfa fyrir stóru miðlana úti í Bandaríkjunum.

Þá átti Lewandowski einnig í erfiðu sambandi við aðalráðgjafa Donald Trump, Paul Manafort, sem hóf störf í mars síðastliðnum. Á Lewandowski að hafa barist gegn ýmsu sem Manafort vildi ná fram, til dæmis því að auka við fjölda starfsmanna framboðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×