LeBron James og félögum tókst hið ómögulega | Cleveland NBA meistari í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2016 03:03 LeBron James átti bágt með sig eftir að NBA-titilinn var í höfn. Vísir/Getty LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers fullkomuðu í nótt einstaka endurkomu sína í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna æsispennandi úrslitaleik um titilinn á móti Golden State Warriors en leikurinn fór fram á heimavelli Golden State. Cleveland Cavaliers vann sjöunda leikinn 93-89 á móti Golden State Warriors en liðin skiptust margoft að hafa forystuna í þessum besta leik lokaúrslita. Golden State vann tvo fyrstu leikina með yfirburðum og menn voru farnir að spá sópi. Annað kom hinsvegar á daginn. Engu öðru liði hefur tekist að koma til baka eftir að hafa lent 3-1 undir. Cleveland vann þrjá síðustu leikina á móti liði Golden State Warriors sem hafði sett met með því að vinna 73 leiki í deildarkeppninni. Liðið kom til baka eftir að hafa lent 3-1 undir á móti Oklahoma City Thunder en tapaði síðan næstu seríu á sama hátt. Þetta var líka fyrsti meistaratitilinn í sögu Cleveland Cavaliers og fyrsti sigur liðs frá Cleveland í 52 ár eða frá árinu 1964. "Clevaland, þessi er fyrir þig," öskaði LeBron James í leikslok. Cleveland Cavaliers hefndi fyrir tapið í úrslitunum á móti Golden State Warriors í fyrra. LeBron James átti enn einn stórleikinn og endaði með þrennu, 27 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar auk þess að verja 3 skot og stela 2 boltum. Hann var magnaður í úrslitunum í fyrra og setti síðan í fimmta gírinn eftir að Cleveland-liðið lenti 3-1 undir í úrslitaeinvíginu.LeBron James með bikarinn.Vísir/GettyLeBron James réð ekki við tilfinngar sína í leikslok og hreinlega brotnaði niður á gólfinu í Oracle Arena í Oakland. Það kom engum á óvart að hann var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna en LeBron James var með 29,7 stig, 11,3 fráköst, 8,9 stoðsendingar, 2,6 stolna bolta og 2,3 varin skot að meðaltali í lokaúrslitunum. Hann fékk fullt hús í kosningunni. Þetta var þriðji meistaratitill LeBron James á ferlinum en líklega sá langsætasti enda að vinna hann með "sínu" liði. Það fór ekki framhjá neinum hversu miklu máli sigurinn skipti hann. Draymond Green var með 32 stig, 15 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum en fékk ekki nógu mikla hjálp frá félögum sínum. Klay Thompson hitti aðeins úr 2 af 10 þriggja stiga skotum sínum og þó að Stephen Curry hafi skorað 17 stig þá hitti hann aðeins úr 6 af 19 skotum sínum og tók ekki góðar ákvarðanir í lokin. Kyrie Irving skoraði 26 stig fyrir Cleveland, Kevin Love var með 14 fráköst og 9 stig og þá skoraði J.R. Smith 12 stig. Þeir voru allir að verða NBA-meistarar í fyrsta sinn á ferlinum. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland-liðsins, gerði liðið að NBA-meisturum á sínu fyrsta tímabili alveg eins og Steve Kerr gerði með Warriors í fyrra.LeBron James brotnaði niður á gólfinu þegar lokaflautið gall.Vísir/GettyFjórir leikmenn Golden State skoruðu samtals fimm þrista í fyrsta leikhlutanum en Cleveland var engu að síður yfir eftir hann, 23-22. LeBron James var með 6 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar í leikhlutanum og Kevin Love var kominn með 7 fráköst. Draymond Green var í aðalhlutverki hjá Warriors með 7 stig og 3 stoðsendingar en Stephen Curry náði þó að setja niður tvo þrista.Draymond Green kveikti svo sannarlega í sínum mönnum í öðrum leikhluta og Golden State liðið var með sjö stiga forystu í hálfleik, 49-42. Draymond Green hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í hálfleiknum og var kominn með 22 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar í hálfleik. Draymond kom að 71 prósent stiga Golden State í fyrri hálfleiknum (35 af 49).Golden State skoraði tíu þriggja stiga körfur í fyrri hálfleiknum en aðeins 1 af 14 þriggja stiga skotum leikmanna Cleveland rötuðu rétta leið sem þýðir að Warrior-liðið fékk 27 fleiri stig úr þristum í fyrri hálfleik. LeBron James var kominn með 12 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar í hálfleik en var líka með 4 tapaða bolta. Curry var með 9 stig en líka búinn að fá sína þriðju villu.Það voru miklar sveiflur í þriðja leikhlutanum þar sem Golden State náði átta stiga forystu og Cleveland komst sjö stigum yfir þar sem Kyrie Irving skoraði 12 stig á stuttum tíma. Golden State kom aftur til baka sem endaði með því að Andre Iguodala skoraði lokakörfu þriðja leikhlutans og kom Golden State einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 76-75. Draymond Green var kominn með 28 stig eftir fyrstu þrjá leikhlutana en Kyrie Irving var stighæstur hjá Cavs með 21 stig.Fjórði leikhlutinn var æsispennandi en LeBron James setti niður mikilvæg stig á lokasprettinum og stórskyttur Golden State brugðust á úrslitastundu. Stephen Curry fann sig ekki í lokin og það var ekki nóg fyrir liðið að Draymond Green ætti stórleik. Það var síðan Kyrie Irving sem nánast gerði út um leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu sem kom Cleveland yfir í 92-89.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Leik lokið: Höttur - Grindavík 63-64 | Kane með sigurkörfuna í miklum spennuleik Leik lokið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Leik lokið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Leik lokið: KR 102 - 99 Þór Þ. | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira
LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers fullkomuðu í nótt einstaka endurkomu sína í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna æsispennandi úrslitaleik um titilinn á móti Golden State Warriors en leikurinn fór fram á heimavelli Golden State. Cleveland Cavaliers vann sjöunda leikinn 93-89 á móti Golden State Warriors en liðin skiptust margoft að hafa forystuna í þessum besta leik lokaúrslita. Golden State vann tvo fyrstu leikina með yfirburðum og menn voru farnir að spá sópi. Annað kom hinsvegar á daginn. Engu öðru liði hefur tekist að koma til baka eftir að hafa lent 3-1 undir. Cleveland vann þrjá síðustu leikina á móti liði Golden State Warriors sem hafði sett met með því að vinna 73 leiki í deildarkeppninni. Liðið kom til baka eftir að hafa lent 3-1 undir á móti Oklahoma City Thunder en tapaði síðan næstu seríu á sama hátt. Þetta var líka fyrsti meistaratitilinn í sögu Cleveland Cavaliers og fyrsti sigur liðs frá Cleveland í 52 ár eða frá árinu 1964. "Clevaland, þessi er fyrir þig," öskaði LeBron James í leikslok. Cleveland Cavaliers hefndi fyrir tapið í úrslitunum á móti Golden State Warriors í fyrra. LeBron James átti enn einn stórleikinn og endaði með þrennu, 27 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar auk þess að verja 3 skot og stela 2 boltum. Hann var magnaður í úrslitunum í fyrra og setti síðan í fimmta gírinn eftir að Cleveland-liðið lenti 3-1 undir í úrslitaeinvíginu.LeBron James með bikarinn.Vísir/GettyLeBron James réð ekki við tilfinngar sína í leikslok og hreinlega brotnaði niður á gólfinu í Oracle Arena í Oakland. Það kom engum á óvart að hann var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna en LeBron James var með 29,7 stig, 11,3 fráköst, 8,9 stoðsendingar, 2,6 stolna bolta og 2,3 varin skot að meðaltali í lokaúrslitunum. Hann fékk fullt hús í kosningunni. Þetta var þriðji meistaratitill LeBron James á ferlinum en líklega sá langsætasti enda að vinna hann með "sínu" liði. Það fór ekki framhjá neinum hversu miklu máli sigurinn skipti hann. Draymond Green var með 32 stig, 15 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum en fékk ekki nógu mikla hjálp frá félögum sínum. Klay Thompson hitti aðeins úr 2 af 10 þriggja stiga skotum sínum og þó að Stephen Curry hafi skorað 17 stig þá hitti hann aðeins úr 6 af 19 skotum sínum og tók ekki góðar ákvarðanir í lokin. Kyrie Irving skoraði 26 stig fyrir Cleveland, Kevin Love var með 14 fráköst og 9 stig og þá skoraði J.R. Smith 12 stig. Þeir voru allir að verða NBA-meistarar í fyrsta sinn á ferlinum. Tyronn Lue, þjálfari Cleveland-liðsins, gerði liðið að NBA-meisturum á sínu fyrsta tímabili alveg eins og Steve Kerr gerði með Warriors í fyrra.LeBron James brotnaði niður á gólfinu þegar lokaflautið gall.Vísir/GettyFjórir leikmenn Golden State skoruðu samtals fimm þrista í fyrsta leikhlutanum en Cleveland var engu að síður yfir eftir hann, 23-22. LeBron James var með 6 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar í leikhlutanum og Kevin Love var kominn með 7 fráköst. Draymond Green var í aðalhlutverki hjá Warriors með 7 stig og 3 stoðsendingar en Stephen Curry náði þó að setja niður tvo þrista.Draymond Green kveikti svo sannarlega í sínum mönnum í öðrum leikhluta og Golden State liðið var með sjö stiga forystu í hálfleik, 49-42. Draymond Green hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í hálfleiknum og var kominn með 22 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar í hálfleik. Draymond kom að 71 prósent stiga Golden State í fyrri hálfleiknum (35 af 49).Golden State skoraði tíu þriggja stiga körfur í fyrri hálfleiknum en aðeins 1 af 14 þriggja stiga skotum leikmanna Cleveland rötuðu rétta leið sem þýðir að Warrior-liðið fékk 27 fleiri stig úr þristum í fyrri hálfleik. LeBron James var kominn með 12 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar í hálfleik en var líka með 4 tapaða bolta. Curry var með 9 stig en líka búinn að fá sína þriðju villu.Það voru miklar sveiflur í þriðja leikhlutanum þar sem Golden State náði átta stiga forystu og Cleveland komst sjö stigum yfir þar sem Kyrie Irving skoraði 12 stig á stuttum tíma. Golden State kom aftur til baka sem endaði með því að Andre Iguodala skoraði lokakörfu þriðja leikhlutans og kom Golden State einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 76-75. Draymond Green var kominn með 28 stig eftir fyrstu þrjá leikhlutana en Kyrie Irving var stighæstur hjá Cavs með 21 stig.Fjórði leikhlutinn var æsispennandi en LeBron James setti niður mikilvæg stig á lokasprettinum og stórskyttur Golden State brugðust á úrslitastundu. Stephen Curry fann sig ekki í lokin og það var ekki nóg fyrir liðið að Draymond Green ætti stórleik. Það var síðan Kyrie Irving sem nánast gerði út um leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu sem kom Cleveland yfir í 92-89.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Leik lokið: Höttur - Grindavík 63-64 | Kane með sigurkörfuna í miklum spennuleik Leik lokið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Leik lokið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Leik lokið: KR 102 - 99 Þór Þ. | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira