Erlent

Rússi, Túrkmeni og Kirgisi frömdu hryðjuverkin í Istanbúl

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tyrkneskir ráðamenn segja allar líkur á því að ISIS beri ábyrgð á hryðjuverkunum á Ataturk-flugvellinum
Tyrkneskir ráðamenn segja allar líkur á því að ISIS beri ábyrgð á hryðjuverkunum á Ataturk-flugvellinum vísir/epa
Árásarmennirnir þrír sem frömdu hryðjuverkárásina á Ataturk-flugvellinum í Istanbúl á þriðjudaginn voru frá Rússlandi, Úsbekistan, og Kirgistan að sögn tyrkneskra embættismanna.

Tyrkir telja líklegt að ISIS hafi staðið að baki árásinni þar sem 43 létust og 230 særðust. Af hinum slösuðu eru fjörutíu á gjörgæslu. Árásármennirnir þrír hófu skothríð áður en þeir sprengdu sjálfa sig í loft upp.

Tyrkneskir fjölmiðlar nafngreina einn árásarmanninn sem Osman Vadinov sem sagður er hafa komið til Tyrklands á síðasta ári frá Raqqa, helsta vígi ISIS í Sýrlandi.

Lögreglan í Tyrklandi hefur gert húsleitir á sextán stöðum víðsvegar um Istanbúl og handtekið minnst þrettán grunaða um aðild að verknaðinum.

Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Tyrklandi í dag til að minnast þeirra sem létust á Ataturk flugvelli í fyrrakvöld.

Átta hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar í Tyrklandi frá áramótum, þar af fjórar í Istanbúl. Alls hafa um 140 fallið í árásunum átta, flestir í árásinni í fyrradag. Herskár armur Verkamannaflokks Kúrda (PKK) hefur lýst yfir ábyrgð á fimm árásum. Íslamska ríkinu hefur verið kennt um hinar þrjár.

 

 


Tengdar fréttir

Þjóðarsorg í Tyrklandi í dag

Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Tyrklandi í dag til að minnast þeirra sem létust á Ataturk flugvelli í fyrrakvöld. Fjörutíu og tveir liggja í valnum, þar af eru þrettán erlendir ríkisborgarar. Á þriðja hundrað manns særðust einnig í árásinni sem framin var af þremur svartklæddum mönnum sem komu á flugvöllinn í leigubíl.

Íslamska ríkið grunað um árásina

Forseti Tyrklands grunar Íslamska ríkið um árás á Atatürk-flugvöll. Fjörutíu og einn fórst í árásinni. Forsetinn kallar eftir samstöðu alþjóðasamfélagsins í baráttunni við hryðjuverkamenn, eigi ekki að fara verr. Alls hafa 140 fal




Fleiri fréttir

Sjá meira


×