Kemur ekki til greina að afgreiða frumvörp um stjórnarskrá á sumarþingi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júlí 2016 16:19 Þingmaður Pírata segir frumvörp stjórnarskrárnefndar vera örvæntingarfulla tilraun Framsóknarflokksins til þess að setja lengur á valdastólum. Vísir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir frumvörp stjórnarskrárnefndar vera örvæntingarfulla tilraun Framsóknarflokksins til þess að sitja lengur á valdastólum. Ekki komi til greina að málin verði kláruð fyrir kosningar í haust. Stjórnarskrárnefnd afhenti forsætisráðherra fyrir helgi frumvörp að þremur nýjum stjórnarskrárákvæðum um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu hluta kjósenda. Birgitta segir tillögurnar mjög vondar, þær séu útþynning á tillögum sem stjórnlagaráð samþykkti árið 2011.Það er ríkur vilji meðal stjórnmálaflokka að breyta stjórnarskránni, þó auðvitað með mismunandi hætti, væri ekki hægt að hugsa sér að þessar tillögur séu áfangi á þeirri vegferð?„Nei, í fyrsta lagi er ekkert tillit tekið til hundrað umsagna sem nefndinni voru sendar. Í öðru lagi er þetta einhver allokaðasta nefnd sem einhverntímann hefur verið til,“ segir Birgitta. Í frumvarpi nefndarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur kemur fram að 15 prósent kosningabærra manna geti krafist þess að lög frá Alþingi verði borinn undir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Til þess að hnekkja lögum samkvæmt ávæðinu þarf meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur kosningabærra manna, að synja þeim samþykkis. „Að hafa svona háan þröskuld á hversu margir mæta á kjörstað er talið, meðal annars af Feneyjarnefndinni títtnefndu ólýðræðislegt. Við getum ekki fellt okkur við það að þjóðinni sé færður aukinn réttur til aðkomu að málum en á sama tíma sé rétturinn skertur á þennan hátt,“ segir Birgitta.Sigurður Ingi Jóhannson forsætisráðherra hefur boðað að frumvörpin verði lögð fram á Alþingi í ágúst. Birgitta segir þó ekki koma til greina að klára málin fyrir kosningar í haust. „Þetta á að fara í gegnum þingið með miklu hraði með tugi annarra mála sem ríkisstjórnin vill ná í gegn. Mér finnst þetta vera örvæntingarfull leið hjá Framsóknarflokknum til þess að fá að sitja lengur og fresta því að boða til kosninga,“ segir Birgitta. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra þrjú frumvörp til stjórnarskipunarlaga 7. júlí 2016 11:33 Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvörp að breytingum á stjórnskipunarlögum á sumarþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað af sér þremur lagafrumvörpum sem formaður nefndarinnar segir endurspegla það sem næst komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. 7. júlí 2016 19:18 Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. 8. júlí 2016 07:00 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir frumvörp stjórnarskrárnefndar vera örvæntingarfulla tilraun Framsóknarflokksins til þess að sitja lengur á valdastólum. Ekki komi til greina að málin verði kláruð fyrir kosningar í haust. Stjórnarskrárnefnd afhenti forsætisráðherra fyrir helgi frumvörp að þremur nýjum stjórnarskrárákvæðum um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu hluta kjósenda. Birgitta segir tillögurnar mjög vondar, þær séu útþynning á tillögum sem stjórnlagaráð samþykkti árið 2011.Það er ríkur vilji meðal stjórnmálaflokka að breyta stjórnarskránni, þó auðvitað með mismunandi hætti, væri ekki hægt að hugsa sér að þessar tillögur séu áfangi á þeirri vegferð?„Nei, í fyrsta lagi er ekkert tillit tekið til hundrað umsagna sem nefndinni voru sendar. Í öðru lagi er þetta einhver allokaðasta nefnd sem einhverntímann hefur verið til,“ segir Birgitta. Í frumvarpi nefndarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur kemur fram að 15 prósent kosningabærra manna geti krafist þess að lög frá Alþingi verði borinn undir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Til þess að hnekkja lögum samkvæmt ávæðinu þarf meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur kosningabærra manna, að synja þeim samþykkis. „Að hafa svona háan þröskuld á hversu margir mæta á kjörstað er talið, meðal annars af Feneyjarnefndinni títtnefndu ólýðræðislegt. Við getum ekki fellt okkur við það að þjóðinni sé færður aukinn réttur til aðkomu að málum en á sama tíma sé rétturinn skertur á þennan hátt,“ segir Birgitta.Sigurður Ingi Jóhannson forsætisráðherra hefur boðað að frumvörpin verði lögð fram á Alþingi í ágúst. Birgitta segir þó ekki koma til greina að klára málin fyrir kosningar í haust. „Þetta á að fara í gegnum þingið með miklu hraði með tugi annarra mála sem ríkisstjórnin vill ná í gegn. Mér finnst þetta vera örvæntingarfull leið hjá Framsóknarflokknum til þess að fá að sitja lengur og fresta því að boða til kosninga,“ segir Birgitta.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra þrjú frumvörp til stjórnarskipunarlaga 7. júlí 2016 11:33 Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvörp að breytingum á stjórnskipunarlögum á sumarþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað af sér þremur lagafrumvörpum sem formaður nefndarinnar segir endurspegla það sem næst komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. 7. júlí 2016 19:18 Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. 8. júlí 2016 07:00 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra þrjú frumvörp til stjórnarskipunarlaga 7. júlí 2016 11:33
Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvörp að breytingum á stjórnskipunarlögum á sumarþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað af sér þremur lagafrumvörpum sem formaður nefndarinnar segir endurspegla það sem næst komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. 7. júlí 2016 19:18
Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. 8. júlí 2016 07:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent