Hætta vegna ferðamanna á vegum Nadine Yaghi skrifar 9. júlí 2016 07:00 Mikil hætta getur skapast á vegum þegar ferðamenn stöðva til að dást að útsýni eða taka myndir. Vísir/GVA Mikið er um það að ferðamenn á bílaleigubílum úti á landi stöðvi bílinn skyndilega á miðri götu eða úti í vegarkanti til að taka myndir. „Þetta þekkja allir leiðsögumenn mjög vel. Ferðamennirnir á bílaleigubílunum stoppa ýmist á miðri akbraut eða úti í kanti ef þeir sjá til dæmis hesta, kýr eða kindur, til að taka myndir,“ segir Kári Jónasson leiðsögumaður. Kári bætir því við að þetta sé stórt vandamál á vegum landsins, sérstaklega fyrir þær sakir að þessu fylgir mikil hætta. „Þarna stoppa þeir bara bílinn og gefa engin merki eða neitt.“ G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þeir hjá Vegagerðinni hafi miklar áhyggjur af þessu. „Við vitum alveg af þessu vandamáli en það er heilmikið um þetta. Þess vegna erum við að láta taka út staði sem mögulega væri hægt að setja útskot á en það gæti hugsanlega dregið úr þessu,“ segir G. Pétur og bætir við að þetta sé ekki einungis vandamál á sumrin. Á veturna stöðvi menn bílana skyndilega þegar þeir sjái glitta í norðurljósin. Íslandsstofa, í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í landinu, stendur nú fyrir herferð sem á að hafa jákvæð áhrif á ferðahegðun á landinu en á dögunum var gefið út myndband á netinu með örnámskeiði um ferðaöryggi. Þar er farið í gegnum það hvernig eigi að aka um Ísland með öruggum hætti. „Þetta er í raun kennslumyndband um það hvernig eigi að keyra um landið. Þetta hefur nú þegar fengið frábærar viðtökur frá fólki sem ferðast um landið eða sem er á leið til landsins,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Mikið er um það að ferðamenn á bílaleigubílum úti á landi stöðvi bílinn skyndilega á miðri götu eða úti í vegarkanti til að taka myndir. „Þetta þekkja allir leiðsögumenn mjög vel. Ferðamennirnir á bílaleigubílunum stoppa ýmist á miðri akbraut eða úti í kanti ef þeir sjá til dæmis hesta, kýr eða kindur, til að taka myndir,“ segir Kári Jónasson leiðsögumaður. Kári bætir því við að þetta sé stórt vandamál á vegum landsins, sérstaklega fyrir þær sakir að þessu fylgir mikil hætta. „Þarna stoppa þeir bara bílinn og gefa engin merki eða neitt.“ G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þeir hjá Vegagerðinni hafi miklar áhyggjur af þessu. „Við vitum alveg af þessu vandamáli en það er heilmikið um þetta. Þess vegna erum við að láta taka út staði sem mögulega væri hægt að setja útskot á en það gæti hugsanlega dregið úr þessu,“ segir G. Pétur og bætir við að þetta sé ekki einungis vandamál á sumrin. Á veturna stöðvi menn bílana skyndilega þegar þeir sjái glitta í norðurljósin. Íslandsstofa, í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í landinu, stendur nú fyrir herferð sem á að hafa jákvæð áhrif á ferðahegðun á landinu en á dögunum var gefið út myndband á netinu með örnámskeiði um ferðaöryggi. Þar er farið í gegnum það hvernig eigi að aka um Ísland með öruggum hætti. „Þetta er í raun kennslumyndband um það hvernig eigi að keyra um landið. Þetta hefur nú þegar fengið frábærar viðtökur frá fólki sem ferðast um landið eða sem er á leið til landsins,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira