Innlent

Þór Saari orðinn Pírati

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þór Saari sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og síðar Hreyfinguna á árunum 2009 til 2013.
Þór Saari sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og síðar Hreyfinguna á árunum 2009 til 2013. Vísir/GVA
„Hó! Hó! Hó!“ segir Þór Saari, fyrrum þingmaður Borgarahreyfingarinnar sem genginn er til liðs við Pírata. Þetta upplýsir Þór á Facebook og segist hafa kynnt sér gaumgæfilega fyrir hvað Píratar standi. Og líst vel á.

„Skráði mig í Pírata í dag. Hef lesið grunnstefnuna, stefnumálin, kóðann og lögin og er að ég held sammála nánast öllu því sem þar stendur,“ segir Þór.

Hann upplýsir að í fyrsta skipti sé hann í stjórnmálahreyfingu sem hann hafi ekki stofnað sjálfur en Þór gegndi einnig formennsku hjá þingflokki Hreyfingarinnar á sínum tíma. 

„Það kallar á ákveðna nálgun og auðmýkt, en vonandi get ég orðið að gagni.“

Píratar mælast með 24,3% fylgi í nýjustu könnun MMR en niðurstöður hennar voru birtar í gær. Flokkurinn er með svipað fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn sem mældist með 25,3% fylgi. Gengið verður til kosninga í október en á dögunum greindi Helgi Hrafn Gunnarsson frá því að hann gæfi ekki kost á sér sem þingmaður í komandi kosningum.


Tengdar fréttir

Framsókn missir helming fylgisins

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR og tekur toppsætið af Pírötum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×