Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Snærós Sindradóttir skrifar 8. júlí 2016 07:00 Krafan um nýja stjórnarskrá hefur verið hávær frá hruni árið 2008. Árið 2012 samþykkti meirihluti kjósenda drög að nýrri stjórnarskrá eftir tillögum stjórnlagaráðs. Ekki var vilji til að samþykkja þær tillögur á Alþingi. Tillögur stjórnlaganefndar eru mun umfangsminni en breytingar stjórnlagaráðs. vísir/stefán Nefndarmenn stjórnarskrárnefndar eru í vafa um hvort frumvörp nefndarinnar sem afhent voru forsætisráðherra í gær komi nokkurn tíma til umræðu á Alþingi. Ekki náðust fullar sættir innan nefndarinnar um tillögurnar sem ganga of langt að mati stjórnarflokkanna en of skammt að mati stjórnarandstöðu. „Forsætisráðherra fær þetta núna og ræður hvað hann gerir við það. Það liggur fyrir að það eru ekki margir dagar eftir af starfsáætlun þingsins. Það eru mikil vonbrigði hvað þessi vinna sóttist seint,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Katrín Jakobsdóttir, formaður VGKatrín segir að ekki hafi náðst samstaða innan nefndarinnar um breytingar á tillögum stjórnarskrárnefndar eftir að umsagnir um frumvarpsdrögin tóku að berast. „Við ákváðum að skila af okkur því sem við sendum til umsagnar með þeim breytingum sem var samstaða um. Við teljum að það eigi eftir að fara fram miklu ítarlegri umræða um ákveðna þætti sem við hefðum viljað gera í samræmi við umsagnirnar.“ Frumvörpin sem stjórnarskrárnefnd lagði fram eru þrjú. Þau fjalla um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu kjósenda. Katrín telur að inn í náttúruverndarhlutann vanti grein um vernd ósnortinna víðerna. „Síðan liggur fyrir að þessir þröskuldar í ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu eru nokkuð háir.“Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni, segir óvissu um framhald málsins. „Það má segja að stjórnmálaástandið og þær vendingar sem urðu í vor geri það að verkum að málið er komið í annað samhengi vegna yfirvofandi kosninga.“ Hann segir hörð viðbrögð við frumvarpsdrögum í febrúar, sérstaklega frá Pírötum og Samfylkingu, líka geta sett strik í reikninginn. „Nefndin var komin á ákveðinn endapunkt í sínu starfi og á þeim forsendum skiluðum við niðurstöðum til forsætisráðherra. Það gerum við vitandi vits að framhaldið er í mikilli óvissu.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi þann 8. maí síðastliðinn að eitt kosningamála flokksins væri stöðugleiki. „Í því felst meðal annars að það verði ekki kollvarpað hér kerfum, það verði ekki tekin upp frá grunni ný stjórnarskrá,“ sagði Bjarni þá. Birgir segir þetta í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Við höfum alltaf nálgast málið með þeim hætti að það væri rétt að fara í endurskoðun sem væri áfangaskipt og miðað að því að ná sem mestri samstöðu um þær breytingar sem gerðar yrðu.“ Samkvæmt skilabréfi nefndarinnar voru fjögur málefni í forgangi nefndarinnar. Aðeins eitt þeirra datt út en það var framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. Engin sátt náðist um það atriði.Hvaða breytingar yrðu á stjórnarskrá?Samkvæmt frumvörpum stjórnarskrárnefndar yrðu eftirfarandi breytingar gerðar:Auðlindir Íslands ber að nýta á sjálfbæran hátt. Ríkið hefur eftirlit með meðferð og nýtingu auðlindaNáttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru þjóðareign. Aldrei má selja gæðin eða veðsetja og enginn fær þau til varanlegra afnotaGjald skal tekið fyrir nýtingu náttúruauðlinda sem eru þjóðareign. Nýtingarheimildir eru aldrei óafturkallanlegar og leiða ekki til varanlegs eignarréttarSjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi við náttúruverndAlmenningur hefur rétt til upplýsinga um umhverfi sitt og áhrif framkvæmda á það15 prósent kosningabærra manna geta krafist þess að nýstaðfest lög og þingsályktanir verði borin undir þjóðina í bindandi atkvæðagreiðslu. Fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum eru undanskilin þessari regluTil að hnekkja lögum Alþingis þarf meirihluti í atkvæðagreiðslu að samþykkja það og samsvara 25 prósent kosningabærra manna. Það þýðir að til þess að hnekkja lögum þarf kosningaþátttaka að vera meira en 50 prósent og meirihluti kjósenda að synja lögum gildinguÞessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Nefndarmenn stjórnarskrárnefndar eru í vafa um hvort frumvörp nefndarinnar sem afhent voru forsætisráðherra í gær komi nokkurn tíma til umræðu á Alþingi. Ekki náðust fullar sættir innan nefndarinnar um tillögurnar sem ganga of langt að mati stjórnarflokkanna en of skammt að mati stjórnarandstöðu. „Forsætisráðherra fær þetta núna og ræður hvað hann gerir við það. Það liggur fyrir að það eru ekki margir dagar eftir af starfsáætlun þingsins. Það eru mikil vonbrigði hvað þessi vinna sóttist seint,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Katrín Jakobsdóttir, formaður VGKatrín segir að ekki hafi náðst samstaða innan nefndarinnar um breytingar á tillögum stjórnarskrárnefndar eftir að umsagnir um frumvarpsdrögin tóku að berast. „Við ákváðum að skila af okkur því sem við sendum til umsagnar með þeim breytingum sem var samstaða um. Við teljum að það eigi eftir að fara fram miklu ítarlegri umræða um ákveðna þætti sem við hefðum viljað gera í samræmi við umsagnirnar.“ Frumvörpin sem stjórnarskrárnefnd lagði fram eru þrjú. Þau fjalla um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu kjósenda. Katrín telur að inn í náttúruverndarhlutann vanti grein um vernd ósnortinna víðerna. „Síðan liggur fyrir að þessir þröskuldar í ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu eru nokkuð háir.“Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni, segir óvissu um framhald málsins. „Það má segja að stjórnmálaástandið og þær vendingar sem urðu í vor geri það að verkum að málið er komið í annað samhengi vegna yfirvofandi kosninga.“ Hann segir hörð viðbrögð við frumvarpsdrögum í febrúar, sérstaklega frá Pírötum og Samfylkingu, líka geta sett strik í reikninginn. „Nefndin var komin á ákveðinn endapunkt í sínu starfi og á þeim forsendum skiluðum við niðurstöðum til forsætisráðherra. Það gerum við vitandi vits að framhaldið er í mikilli óvissu.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi þann 8. maí síðastliðinn að eitt kosningamála flokksins væri stöðugleiki. „Í því felst meðal annars að það verði ekki kollvarpað hér kerfum, það verði ekki tekin upp frá grunni ný stjórnarskrá,“ sagði Bjarni þá. Birgir segir þetta í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Við höfum alltaf nálgast málið með þeim hætti að það væri rétt að fara í endurskoðun sem væri áfangaskipt og miðað að því að ná sem mestri samstöðu um þær breytingar sem gerðar yrðu.“ Samkvæmt skilabréfi nefndarinnar voru fjögur málefni í forgangi nefndarinnar. Aðeins eitt þeirra datt út en það var framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. Engin sátt náðist um það atriði.Hvaða breytingar yrðu á stjórnarskrá?Samkvæmt frumvörpum stjórnarskrárnefndar yrðu eftirfarandi breytingar gerðar:Auðlindir Íslands ber að nýta á sjálfbæran hátt. Ríkið hefur eftirlit með meðferð og nýtingu auðlindaNáttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru þjóðareign. Aldrei má selja gæðin eða veðsetja og enginn fær þau til varanlegra afnotaGjald skal tekið fyrir nýtingu náttúruauðlinda sem eru þjóðareign. Nýtingarheimildir eru aldrei óafturkallanlegar og leiða ekki til varanlegs eignarréttarSjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi við náttúruverndAlmenningur hefur rétt til upplýsinga um umhverfi sitt og áhrif framkvæmda á það15 prósent kosningabærra manna geta krafist þess að nýstaðfest lög og þingsályktanir verði borin undir þjóðina í bindandi atkvæðagreiðslu. Fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum eru undanskilin þessari regluTil að hnekkja lögum Alþingis þarf meirihluti í atkvæðagreiðslu að samþykkja það og samsvara 25 prósent kosningabærra manna. Það þýðir að til þess að hnekkja lögum þarf kosningaþátttaka að vera meira en 50 prósent og meirihluti kjósenda að synja lögum gildinguÞessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira