Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2016 11:33 Frá þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana. Vísir/Stefán Stjórnarskrárnefnd leggur til að að 15 prósent kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra frumvörp til stjórnarskipunarlaga um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu hluta kjósenda. Samkvæmt frumvarpinu um þjóðaratkvæðagreiðslur eru fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum undanskilin ákvæðinu um að 15 prósent kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Frestur til að bera fram kröfu verði sex vikur frá birtingu laganna. Þjóðaratkvæðagreiðsluna beri að halda í fyrsta lagi sex vikum og í síðasta lagi fjórum mánuðum frá því að staðfest krafa liggur fyrir. Enn fremur er mælt fyrir um að sama hlutfall kosningarbærra manna geti skotið ályktunum Alþingis um heimild til fullgildingar á þjóðréttarsamningum til þjóðaratkvæðis. Loks er lagt til að löggjafanum sé heimilað með auknum meirihluta að ákveða að fleiri þingsályktanir falli í þennan flokk ályktana sem hægt verði að vísa til þjóðarinnar, þ.e. þær ályktanir sem hafa réttaráhrif eða fela í sér mikilvæga stefnumörkun. Til að hnekkja lögum eða ályktun í þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi meirihluti að greiða atkvæði gegn tillögu, sem jafnframt sé að minnsta kosti 25% kosningarbærra manna.HellisheiðarvirkjunVísir/VilhelmSetji skilyrði fyrir nýtingu auðlinda í eigu ríkisins Í frumvarpi um þjóðareign á náttúruauðlindum er sett fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og jafnframt kveðið á um meginforsendur auðlindanýtingar. Mælt er fyrir um þjóðareign á náttúruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Loks er sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis. Í frumvarpinu ert tekið fram að slíkar heimildir leiði aldrei til varanlegs eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir náttúruauðlindum eða landsréttindum í þjóðareign.Íslensk náttúra.Vísir/Vilhelm.Allir beri sameiginlega ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis Í frumvarpi um umhverfis- og náttúruvernd er mælt fyrir um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og að verndin skuli grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Einnig segir að stuðlað skuli að því að fjölbreytni náttúrunnar sé viðhaldið og vöxtur lífríkis og viðgangur tryggður. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og að í lögum skuli mælt fyrir um rétt almennings til upplýsinga um umhverfið og áhrif framkvæmda á það, svo og til þátttöku í undirbúningi ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfið.Aðeins gerðar breytingar sem nefndarmenn voru einróma um Þau frumvörp sem nú hafa verið afhent forsætisráðherra eru í meginatriðum samhljóða þeim drögum sem kynnt voru opinberlega 19. febrúar síðastliðinn. Nefndarmenn voru ekki á einu máli um það að hve miklu leyti athugasemdir sem fram komu við samráð kölluðu á breytingar á frumvarpsdrögunum og einungis voru gerðar þær breytingar sem allir nefndarmenn gátu fallist á. Frumvörpin þrjú er að finna á vefsvæðinu stjornarskra.is, sem er í umsjón forsætisráðuneytis, ásamt skilabréfi nefndarinnar, bókunum nefndarmanna, hugmyndum um mögulegar breytingar á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna (frumdrög) og athugasemdum sem bárust í samráðsferli. Stjórnarskrárnefnd skipa nú: Páll Þórhallsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir lögfræðingur, Birgir Ármannsson alþingismaður, Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður, Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra, Katrín Jakobsdóttir alþingismaður, Róbert Marshall alþingismaður, Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður og Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður. Stjórnarskrá Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Stjórnarskrárnefnd leggur til að að 15 prósent kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra frumvörp til stjórnarskipunarlaga um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu hluta kjósenda. Samkvæmt frumvarpinu um þjóðaratkvæðagreiðslur eru fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum undanskilin ákvæðinu um að 15 prósent kosningarbærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Frestur til að bera fram kröfu verði sex vikur frá birtingu laganna. Þjóðaratkvæðagreiðsluna beri að halda í fyrsta lagi sex vikum og í síðasta lagi fjórum mánuðum frá því að staðfest krafa liggur fyrir. Enn fremur er mælt fyrir um að sama hlutfall kosningarbærra manna geti skotið ályktunum Alþingis um heimild til fullgildingar á þjóðréttarsamningum til þjóðaratkvæðis. Loks er lagt til að löggjafanum sé heimilað með auknum meirihluta að ákveða að fleiri þingsályktanir falli í þennan flokk ályktana sem hægt verði að vísa til þjóðarinnar, þ.e. þær ályktanir sem hafa réttaráhrif eða fela í sér mikilvæga stefnumörkun. Til að hnekkja lögum eða ályktun í þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi meirihluti að greiða atkvæði gegn tillögu, sem jafnframt sé að minnsta kosti 25% kosningarbærra manna.HellisheiðarvirkjunVísir/VilhelmSetji skilyrði fyrir nýtingu auðlinda í eigu ríkisins Í frumvarpi um þjóðareign á náttúruauðlindum er sett fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og jafnframt kveðið á um meginforsendur auðlindanýtingar. Mælt er fyrir um þjóðareign á náttúruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Loks er sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis. Í frumvarpinu ert tekið fram að slíkar heimildir leiði aldrei til varanlegs eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir náttúruauðlindum eða landsréttindum í þjóðareign.Íslensk náttúra.Vísir/Vilhelm.Allir beri sameiginlega ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis Í frumvarpi um umhverfis- og náttúruvernd er mælt fyrir um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og að verndin skuli grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Einnig segir að stuðlað skuli að því að fjölbreytni náttúrunnar sé viðhaldið og vöxtur lífríkis og viðgangur tryggður. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og að í lögum skuli mælt fyrir um rétt almennings til upplýsinga um umhverfið og áhrif framkvæmda á það, svo og til þátttöku í undirbúningi ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfið.Aðeins gerðar breytingar sem nefndarmenn voru einróma um Þau frumvörp sem nú hafa verið afhent forsætisráðherra eru í meginatriðum samhljóða þeim drögum sem kynnt voru opinberlega 19. febrúar síðastliðinn. Nefndarmenn voru ekki á einu máli um það að hve miklu leyti athugasemdir sem fram komu við samráð kölluðu á breytingar á frumvarpsdrögunum og einungis voru gerðar þær breytingar sem allir nefndarmenn gátu fallist á. Frumvörpin þrjú er að finna á vefsvæðinu stjornarskra.is, sem er í umsjón forsætisráðuneytis, ásamt skilabréfi nefndarinnar, bókunum nefndarmanna, hugmyndum um mögulegar breytingar á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna (frumdrög) og athugasemdum sem bárust í samráðsferli. Stjórnarskrárnefnd skipa nú: Páll Þórhallsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir lögfræðingur, Birgir Ármannsson alþingismaður, Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður, Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra, Katrín Jakobsdóttir alþingismaður, Róbert Marshall alþingismaður, Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður og Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður.
Stjórnarskrá Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira