Innlent

Framsókn missir helming fylgisins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. vísir/ernir
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25,3% fylgi í nýrri könnun MMR og bætir við sig fjórum prósentustigum á milli kannana. Fylgi Pírata mælist nú 24,3% borið saman við 27% í síðustu könnun sem var gerð fyrir þremur vikum. 

Fylgi Vinstri grænna mælist nú 18% en var 17,2% í síðustu könnun og 14,9% þar áður. Þá mælist fylgi Samfylkingarinnar 10,9% borið saman við 10,4% í síðustu könnun og 7,4% þar áður.

Viðreisn fer úr 6,5% í 6,7% fylgi og Framsókn er með sambærilegt fylgi eða 6,4%. Framsókn mældist með 11,4% í síðustu könnun. Björt framtíð mældist nú með 2,9% fylgi sem er hið sama og í síðustu könnun. Sturla Jónsson mældist með 2,0% fylgi borið saman við 1,2% í síðustu könnun.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 33,9% en var 34,8% í síðustu mælingu.

Könnunin fór fram dagana 27. júní til 4. júlí, svarfjöldi var 924 einstaklingar átján ára og eldri.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×