Lífið

Mumford and Sons ætla hunsa tónleikahátíð í Svíþjóð í framtíðinni vegna fjölda nauðgana

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Mumford and Sons spiluðu á Bravalla um helgina en ætlar ekki að gera það aftur nema að harðara verði barist gegn kynferðisofbeldi á hátíðinni.
Mumford and Sons spiluðu á Bravalla um helgina en ætlar ekki að gera það aftur nema að harðara verði barist gegn kynferðisofbeldi á hátíðinni. Vísir/Getty
Hljómsveitin Mumford and Sons hefur gefið frá sér tilkynningu um að hún ætli að sniðganga Bravalla, stærstu tónlistarhátíð Svía, í framtíðinni nema að þeir geri eitthvað til þess að koma í veg fyrir nauðganir. Tólf nauðganir voru kærðar á hátíðinni í ár en sveitin kom þar fram um helgina.

„Okkur fannst hræðilegt að heyra hvað gerðist,“ segir í tilkynningu þeirra á Facebook. „Tónlistarhátíðir eiga að vera hátíð tónlistar og fólks. Staður til þess að sleppa sér í öruggu umhverfi.“

Þeir bættu við að hljómsveitin muni ekki koma fram á hátíðinni aftur nema að hátíðarhaldarar geti fullvissað þá um að þeir séu að gera allt til þess að berjast á móti kynferðisofbeldi á svæðinu.

Zara Larsson í góðu stuði með David Guetta á EM.Vísir/Getty
Zara Larsson brjáluð

Sænska poppstjarnan Zara Larsson vandaði heldur ekki gerendum kveðjuna á Twitter. „Þið eigið skilið að brenna í helvíti,“ skrifaði hún í færslu sína. 

„Fjandinn hafi ykkur fyrir að láta stúlkur finna fyrir óöryggi á tónlistarhátíðum. Ég hata stráka. Hata hata hata. Hvernig á ég að taka því alvarlega þegar þið segið að það séu ekki allir strákar sem nauðga? Hvar eru allir góðu gæjarnir þegar verið er að nauðga stelpum? Eruð þið of uppteknir við að segja konum hversu góðir þið séuð?“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.