Frakkar opna heimili sín fyrir Íslendingum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. júlí 2016 18:58 Delphine með eiginmanni sínum og syni. Fánann teiknaði drengurinn í gærkvöldi, og er afar spenntur fyrir gestum helgarinnar. mynd/delphine Frakkar virðast ólmir í að fá að kynnast keppinautum sínum og hafa þeir margir hverjir ákveðið að opna heimili sín og bjóða Íslendingum fría gistingu um helgina. Þjóðirnar tvær munu etja kappi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, í París á sunnudag. Delphine Lalire er frönsk kona sem býr rétt fyrir utan París. Hún leitaði uppi íslenska hópinn „Ferðagrúppa fyrir EM“ á Facebook á dögunum þar sem hún bauð upp á gistipláss fyrir tvo Íslendinga. „Þetta var í raun hugmynd eiginmanns míns, en ég er víst sú sem kemur hlutunum í verk í fjölskyldunni. Síðan er sonur okkar, sjö ára, alltaf spenntur fyrir að fá að hitta útlendinga,“ segir Delphine í samtali við Vísi. Delphine segir líf sitt meira og minna hafa einkennst af ferðalögum. Móðurmál hennar sé franska en að hún tali fjögur önnur tungumál til viðbótar.Vill endurgjalda greiðann „Það er einmitt líka ástæðan fyrir því að mér líkaði þessi hugmynd eiginmanns míns, að bjóða Íslendingum að koma. Ég starfaði í Brasilíu þegar heimsmeistaramótið fór þar fram árið 1998 og það kom mér verulega á óvart hversu góð viðbrögð fólks gagnvart mér voru, bæði eftir að Frakkar komust áfram í undanúrslitin, og eftir að þeir unnu. Þannig að það gleður mig að geta endurgoldið þetta núna,“ segir Delphine. Hún segist uppnumin yfir samstöðu íslenska liðsins, stuðningsmanna þess og íslensku þjóðarinnar. „Það er svo gaman að sjá hvað liðið og stuðningsmennirnir spila með mikilli ánægju og hvað gleðin er ósvikin. Það er eitthvað sem ætti alltaf að vera til staðar í íþróttum.“ Delphine segist þó ekki ætla að styðja íslenska liðið á sunnudag. „Ég get ekki sagt að ég sé stuðningsmaður íslenska liðsins, en eiginmaður minn og sonur minn, eru miklir stuðningsmenn okkar landsliðs. Þeir reyndu að fá miða á leiki á mótinu en tókst það því miður ekki,“ segir hún. Þegar hún er spurð út í spá sína fyrir leikinn á sunnudag segir hún: „Sonur minn er sá sem vanalega spáir fyrir um leikina (og er oftast með spárnar réttar), en hann segir 2-1 fyrir Frakklandi. Ég hins vegar held það verði akkúrat öfugt.“Of mikil rigning á Íslandi Aðspurð segist Delphine aldrei hafa komið til Íslands. „Ég þekki heldur enga Íslendinga! Mig hefur alltaf langað til þess að koma til Íslands en aldrei komið því í verk því ég er hrædd um að það sé of mikil rigning þar. Kjánaleg hugsun, ekki satt?“ Delphine segir að enn séu laus tvö svefnpláss. „Ég er búin að fá fjölmörg „læk“ á færsluna mína (259 sem er það mesta sem ég hef fengið!) en einungis ein manneskja hefur sýnt þessu áhuga. Sú fékk síðan pláss hjá vinum sínum sem ætla að leigja hús. Ég vona að einhver komi á endanum, það gæti orðið frábær skemmtun,“ segir hún að lokum. Fleiri Frakkar hafa sett inn sambærilegar færslur á hópinn, og víðar á veraldarvefnum. EM 2016 í Frakklandi EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Frakkar virðast ólmir í að fá að kynnast keppinautum sínum og hafa þeir margir hverjir ákveðið að opna heimili sín og bjóða Íslendingum fría gistingu um helgina. Þjóðirnar tvær munu etja kappi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, í París á sunnudag. Delphine Lalire er frönsk kona sem býr rétt fyrir utan París. Hún leitaði uppi íslenska hópinn „Ferðagrúppa fyrir EM“ á Facebook á dögunum þar sem hún bauð upp á gistipláss fyrir tvo Íslendinga. „Þetta var í raun hugmynd eiginmanns míns, en ég er víst sú sem kemur hlutunum í verk í fjölskyldunni. Síðan er sonur okkar, sjö ára, alltaf spenntur fyrir að fá að hitta útlendinga,“ segir Delphine í samtali við Vísi. Delphine segir líf sitt meira og minna hafa einkennst af ferðalögum. Móðurmál hennar sé franska en að hún tali fjögur önnur tungumál til viðbótar.Vill endurgjalda greiðann „Það er einmitt líka ástæðan fyrir því að mér líkaði þessi hugmynd eiginmanns míns, að bjóða Íslendingum að koma. Ég starfaði í Brasilíu þegar heimsmeistaramótið fór þar fram árið 1998 og það kom mér verulega á óvart hversu góð viðbrögð fólks gagnvart mér voru, bæði eftir að Frakkar komust áfram í undanúrslitin, og eftir að þeir unnu. Þannig að það gleður mig að geta endurgoldið þetta núna,“ segir Delphine. Hún segist uppnumin yfir samstöðu íslenska liðsins, stuðningsmanna þess og íslensku þjóðarinnar. „Það er svo gaman að sjá hvað liðið og stuðningsmennirnir spila með mikilli ánægju og hvað gleðin er ósvikin. Það er eitthvað sem ætti alltaf að vera til staðar í íþróttum.“ Delphine segist þó ekki ætla að styðja íslenska liðið á sunnudag. „Ég get ekki sagt að ég sé stuðningsmaður íslenska liðsins, en eiginmaður minn og sonur minn, eru miklir stuðningsmenn okkar landsliðs. Þeir reyndu að fá miða á leiki á mótinu en tókst það því miður ekki,“ segir hún. Þegar hún er spurð út í spá sína fyrir leikinn á sunnudag segir hún: „Sonur minn er sá sem vanalega spáir fyrir um leikina (og er oftast með spárnar réttar), en hann segir 2-1 fyrir Frakklandi. Ég hins vegar held það verði akkúrat öfugt.“Of mikil rigning á Íslandi Aðspurð segist Delphine aldrei hafa komið til Íslands. „Ég þekki heldur enga Íslendinga! Mig hefur alltaf langað til þess að koma til Íslands en aldrei komið því í verk því ég er hrædd um að það sé of mikil rigning þar. Kjánaleg hugsun, ekki satt?“ Delphine segir að enn séu laus tvö svefnpláss. „Ég er búin að fá fjölmörg „læk“ á færsluna mína (259 sem er það mesta sem ég hef fengið!) en einungis ein manneskja hefur sýnt þessu áhuga. Sú fékk síðan pláss hjá vinum sínum sem ætla að leigja hús. Ég vona að einhver komi á endanum, það gæti orðið frábær skemmtun,“ segir hún að lokum. Fleiri Frakkar hafa sett inn sambærilegar færslur á hópinn, og víðar á veraldarvefnum.
EM 2016 í Frakklandi EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira