Viðskipti innlent

Leiðrétting: Tekjur Sigurðar G. voru stórlega ýktar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sigurður G. Guðjónsson.
Sigurður G. Guðjónsson. vísir/gva
Launatekjur Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns, eru rangar í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Meinleg innsláttarvilla komst í gegnum kerfi blaðsins og endaði á prenti.

Í blaðinu er sagt að launatekjur lögmannsins nemi 28,8 milljónum á mánuði. Það er rangt. Hið rétta er að laun hans nema þremur milljónum á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Frjálsri verslun.

Í tilkynningunni biður Frjáls verslun Sigurð afsökunar á þessum leiðu mistökum. Hið sama gerir ritstjórn Vísis en fyrr í dag var skrifuð frétt upp úr upplýsingum Frjálsrar verslunar þar sem fullyrt var að Sigurður þénaði 28,8 milljónir á mánuði.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×