Lífið

Rifjaðu upp glæstan sigur Íslands á Englandi í Lego-útgáfu og einstakri lýsingu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
„Eins og við vitum er knattspyrna spiluð á Lego-grasi,“ segir í öðruvísi lýsingu á öðruvísi svipmyndum úr leik Íslands og Englands í átta liða úrslitum EM í fótbolta. Í þetta skiptið er um Lego-útgáfu að ræða sem enginn verður svikinn af að horfa á.

„Wayne Rooney, sem ég held að hafi örugglega farið í hárígræðslu sem virðast hafa verið mistök, tekur vítaspyrnuna,“ segir meðal annars í lýsingunni þar sem mörkunum eru gerð góð skil. Ekki síst sigurmarki Kolbeins Sigþórssonar.

„Gudmundsson, son of Gudmar, puts it into Sigurdsson son of Sigurd, into Bodvarsson son of Bodvar and into Sigthorsson son of Sigthor,“ segir í lýsingunni en myndbandið má sjá hér að neðan.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×