Helgi Hrafn ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum Gunnar Reynir Valþórsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 1. júlí 2016 06:54 Helgi Hrafn Jónsson og Birgitta Jónsdóttir eru tveir af þremur þingmönnum Pírata. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í komandi Alþingiskosningum í haust. Þetta segir Helgi í myndbandi sem birt var á heimasíðu Pírata nú í morgunsárið. Helgi segist þó ekki hættur í pólitík heldur ætli hann að helga sig grasrótarstarfi innan flokksins á næsta kjörtímabili. „Okkur langaði til þess að tengja almennilega og betur við Alþingi og grasrót Pírata og Pírata sem flokk. Búa til einhvers konar brú, milli þings og þjóðar, í lýðræðisskyni. Og eftir þessi þrjú ár þá hefur það gerst að flokkurinn, Píratar, hefur margfaldast, bæði í félagatali og sömuleiðis í fylgi,“ segir Helgi Hrafn sem telur að þekking sín á Alþingi muni nýtast vel til þess að þess að byggja slíka brú. Það sé það sem hann bjóði sig fram í nú. Hann segir ennfremur að með þessari ákvörðun vilji hann sýna í verki þá hugsjón sína að byggja brú milli þings og þjóðar. Eins og til að undirstrika að hann sé ekki hættur í pólitík greinir Helgi síðan frá því að hann hafi fullan hug á að bjóða fram í næstu kosningum þar á eftir, árið 2020. „Það er þannig að ég hyggst bjóða mig fram til Alþingis fyrir Pírata árið 2020, eða fyrr ef stjórnarskármálið krefst þess,“ segir í yfirlýsingu Helga sem bætir því að hann sé ekki að yfirgefa stjórnmálin. „Ég er ekki að fara neitt, þvert á móti, ég er að koma til baka. Inn í Pírata og vil gera Pírata að því sem Píratar vilja verða. Sem er lýðræðisafl, ekki bara þingflokkur og ekki bara kjörnir fulltrúar.“Að neðan má sjá tilkynninguna frá Helga Hrafni. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í komandi Alþingiskosningum í haust. Þetta segir Helgi í myndbandi sem birt var á heimasíðu Pírata nú í morgunsárið. Helgi segist þó ekki hættur í pólitík heldur ætli hann að helga sig grasrótarstarfi innan flokksins á næsta kjörtímabili. „Okkur langaði til þess að tengja almennilega og betur við Alþingi og grasrót Pírata og Pírata sem flokk. Búa til einhvers konar brú, milli þings og þjóðar, í lýðræðisskyni. Og eftir þessi þrjú ár þá hefur það gerst að flokkurinn, Píratar, hefur margfaldast, bæði í félagatali og sömuleiðis í fylgi,“ segir Helgi Hrafn sem telur að þekking sín á Alþingi muni nýtast vel til þess að þess að byggja slíka brú. Það sé það sem hann bjóði sig fram í nú. Hann segir ennfremur að með þessari ákvörðun vilji hann sýna í verki þá hugsjón sína að byggja brú milli þings og þjóðar. Eins og til að undirstrika að hann sé ekki hættur í pólitík greinir Helgi síðan frá því að hann hafi fullan hug á að bjóða fram í næstu kosningum þar á eftir, árið 2020. „Það er þannig að ég hyggst bjóða mig fram til Alþingis fyrir Pírata árið 2020, eða fyrr ef stjórnarskármálið krefst þess,“ segir í yfirlýsingu Helga sem bætir því að hann sé ekki að yfirgefa stjórnmálin. „Ég er ekki að fara neitt, þvert á móti, ég er að koma til baka. Inn í Pírata og vil gera Pírata að því sem Píratar vilja verða. Sem er lýðræðisafl, ekki bara þingflokkur og ekki bara kjörnir fulltrúar.“Að neðan má sjá tilkynninguna frá Helga Hrafni.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira