Erlent

„Árásirnar verða fleiri“

Samúel Karl Ólason skrifar
Manuel Valls, forsætisráðherra, á franska þinginu.
Manuel Valls, forsætisráðherra, á franska þinginu. Vísir/AFP
Manuel Valls, segir að Frakkar megi búast við fleiri hryðjuverkaárásum og morðum á borgurum þar í landi. Hann sagði að Frakkar þurfi að læra að lifa með ógninni af slíkum árásum.

„Þrátt fyrir að það sé erfitt að segja þessi orð, er það skylda mín að gera það. Það verða gerðar fleiri árásir og saklaust fólk mun deyja,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Valls.

Valls hélt í kvöld ræðu á þinginu í Frakklandi vegna framlengingar neyðarástandsins þar í landi.

„Við eigum ekki að venjast þessu ástandi, en við þurfum að læra að lifa með því.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×