Haraldur, sem er úr Garðabæ, keppir í flokki drengja 16-17 ára auk níu annarra keppenda héðan og þaðan úr heiminum. Haraldur er með númerið 165 á treyju sinni. Keppni í fyrstu grein hefst klukkan 16 að íslenskum tíma en um er að ræða fyrsta keppnisdag. Keppni í annarri grein verður klukkan 21:40 í kvöld.
Haraldur æfir með Crossfit XY hér á landi en stöðin er einmitt með lið ytra sem keppir í liðakeppninni á leikunum. Meðal keppenda í liðinu er Árni Björn Kristjánsson sem hefur þjálfað Harald.
Kappinn hyggur á atvinnumennsku í Crossfit eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu á vormánuðum.
Beina útsendingu má sjá hér að neðan.