FH ætlar að styrkja sig í glugganum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2016 14:15 Íslandsmeistarar FH ætla að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. Félagaskiptaglugginn er opinn fram að mánaðarmótum og FH-ingar eru að horfa í kringum sig. „Við ætlum að styrkja okkur í glugganum en við viljum vanda til verksins og reyna að fá leikmann eða leikmenn sem passa inn í okkar leikskipulag,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi í hádeginu eftir blaðamannafund í tilefni af Evrópuleik FH og Dundalk í Kaplakrika.Staðan eftir fyrri leikinn er 1-1 og FH nægir því markalaust jafntefli í leiknum á morgun til að komast áfram. Takist það bíða liðsins a.m.k. fjórir Evrópuleikir í viðbót. FH er á toppnum í Pepsi-deildinni og komið í undanúrslit Borgunarbikarsins svo álagið er mikið þessar vikurnar. „Það er alltaf hægt að fá leikmenn en svo er spurning hvort þeir falli inn í leikskipulagið og hópinn,“ sagði Heimir.Að hans sögn eru allir leikmenn FH klárir í slaginn fyrir leikinn á morgun að undanskildum Atla Guðnasyni sem rifbeinsbrotnaði í leiknum gegn ÍBV á laugardaginn. Heimir sagði á blaðamannafundinum að Atli myndi væntanlega snúa aftur til æfinga eftir tvær vikur. „Atli Guðna er náttúrulega grjótharður þótt hann beri það ekki með sér,“ sagði þjálfarinn í léttum dúr. „Ég hef trú á því, og hann sagði það sjálfur, að hann verði byrjaður að æfa eftir tvær, í mesta lagi, þrjár vikur. Hann ætti að vera klár í byrjun ágúst.“Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Íslandsmeistarar FH ætla að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. Félagaskiptaglugginn er opinn fram að mánaðarmótum og FH-ingar eru að horfa í kringum sig. „Við ætlum að styrkja okkur í glugganum en við viljum vanda til verksins og reyna að fá leikmann eða leikmenn sem passa inn í okkar leikskipulag,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi í hádeginu eftir blaðamannafund í tilefni af Evrópuleik FH og Dundalk í Kaplakrika.Staðan eftir fyrri leikinn er 1-1 og FH nægir því markalaust jafntefli í leiknum á morgun til að komast áfram. Takist það bíða liðsins a.m.k. fjórir Evrópuleikir í viðbót. FH er á toppnum í Pepsi-deildinni og komið í undanúrslit Borgunarbikarsins svo álagið er mikið þessar vikurnar. „Það er alltaf hægt að fá leikmenn en svo er spurning hvort þeir falli inn í leikskipulagið og hópinn,“ sagði Heimir.Að hans sögn eru allir leikmenn FH klárir í slaginn fyrir leikinn á morgun að undanskildum Atla Guðnasyni sem rifbeinsbrotnaði í leiknum gegn ÍBV á laugardaginn. Heimir sagði á blaðamannafundinum að Atli myndi væntanlega snúa aftur til æfinga eftir tvær vikur. „Atli Guðna er náttúrulega grjótharður þótt hann beri það ekki með sér,“ sagði þjálfarinn í léttum dúr. „Ég hef trú á því, og hann sagði það sjálfur, að hann verði byrjaður að æfa eftir tvær, í mesta lagi, þrjár vikur. Hann ætti að vera klár í byrjun ágúst.“Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira