Uppbótartíminn: Allt opið á toppnum | Myndbönd 19. júlí 2016 10:00 Ellefta umferð Pepsi-deildar karla 2016 í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Aðra umferðina í röð mistókst efstu þremur liðum deildarinnar að vinna. Stjörnumenn og Blikar stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna með góðum sigrum á erfiðum útivöllum. KR vann Fylki í Árbænum eins og venjulega og sigurganga Skagamanna heldur áfram. Tvö mörk í uppbótartíma tryggðu Víkingi R. sigur á Þrótti í fyrsta leik liðanna í efstu deild í 31 ár. Þá sættust ÍBV og FH á skiptan hlut úti í Eyjum.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:ÍBV 1-1 FHVíkingur Ó. 2-3 StjarnanÍA 2-1 ValurFylkir 1-4 KRFjölnir 0-3 BreiðablikVíkingur R. 2-0 ÞrótturGóð umferð fyrir ...... Óttar Magnús Karlsson Hafa Víkingar eignast íslenskan Ole Gunnar Solskjær? Eða nýjan Björn Bjartmarz? Ofurvaramaðurinn Óttar Magnús átti frábæra innkomu gegn Þrótti og skoraði markið sem öllu skipti með föstu skoti í uppbótartíma. Þetta var fjórða deildarmark Óttars í sumar og sjötta í heildina. Strákurinn þarf ekki langan tíma til að láta að sér kveða en það hafa aðeins liðið 67,6 mínútur á milli marka hjá honum í sumar.... KR-inga Vesturbæingar sóttu sigur í Árbæinn eins og alltaf og skoruðu fjögur mörk. Morten Beck Andersen vaknaði allur til lífsins þegar hann heyrði af komu Jeppe Hansen í Frostaskjólið og hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum KR. Það er einnig kviknað á Óskari Erni Haukssyni sem er góðs viti fyrir KR-inga. Willum Þór Þórsson hefur komið sterkur inn og þingmaðurinn er greinilega að gera eitthvað rétt því það er allt annað yfirbragð á KR-liðinu eftir að hann tók við.... Árna Vilhjálmsson Þrátt fyrir að hafa lítið fengið að spila hjá Lilleström mætti Árni fullur sjálfstrausts í Grafarvoginn og átti stóran þátt í flottum sigri Blika sem eru aðeins þremur stigum á eftir toppliði FH. Árni var sívinnandi og líflegur og lagði öll þrjú mörk þeirra grænu upp. Dúndur endurkoma hjá Árna sem gæti haft svipuð áhrif á lið Breiðabliks og Jonathan Glenn hafði á seinni hluta síðasta tímabils.Erfið umferð fyrir ...... Valsmenn Gengi Vals í sumar hefur verið langt undir væntingum. Valsmenn eru reyndar enn með í Borgunarbikarnum en þeir voru niðurlægðir í Evrópudeildinni og eru aðeins með 14 stig eftir fyrri umferðina í Pepsi-deildinni. Ólafur Jóhannesson gerði nokkrar breytingar frá síðasta leik og þær heppnuðust engan veginn. Valsmenn hafa ekki enn komist almennilega af stað í sumar og geta ekki unnið á útivelli.... Ágúst Gylfason Talandi um breytingar, þá gerði Ágúst tvær slíkar í byrjunarliði Fjölnis frá 2-1 tapinu fyrir Stjörnunni í síðustu umferð. Þrátt fyrir tapið spiluðu Fjölnismenn vel í þeim leik svo það var ekki mikil ástæða til breytinga. Ágúst setti Gunnar Má Guðmundsson og Marcus Solberg á bekkinn en hann virtist átta sig á mistökunum því hann setti þá inn á í hálfleik. Þá var staðan hins vegar orðin erfið. Fjölnir hefur núna fengið tvö tækifæri til að komast á toppinn en ekki nýtt þau.... Derby Rafael Carrilloberduo Markvörður Eyjamanna hefur haldið fjórum sinnum hreinu í 11 deildarleikjum og aðeins fengið á sig 12 mörk. Þrátt fyrir þessa fínu tölfræði lítur Derby oft illa út og gerir sig sekan um glórulaus mistök. Hann átti sök á sigurmarki Vals í þarsíðustu umferð og á laugardaginn færði hann FH-ingum mark á silfurfati. ÍBV er án sigurs í síðustu fjórum leikjum og má ekki við fleiri mistökum frá Salvadoranum.Tölfræðin og sagan: *FH er búið að missa niður fjóra leiki niður jafntefli í Pepsi-deildinni í sumar með því að fá á sig mark á 85. mínútu eða síðar. *FH tapaði síðast deildarleik í Vestmannaeyjum 10. júlí 2011 en þá þjálfaði Heimir Hallgrímsson Eyjaliðið. *Leikmenn ÍBV (1) hafa skorað jafnmörk fyrir félagið í síðustu 4 Pepsi-deildarleikjum Eyjaliðsins og leikmenn mótherjanna (1). *Garðar Gunnlaugsson hefur skorað 7 mörk í síðustu 4 leikjum ÍA í Pepsi-deildinni. *Garðar Gunnlaugsson er fyrsti leikmaðurinn í átta ár sem nær að skora tíu mörk í fyrri umferð Pepsi-deildarinnar. *Valsmenn eru eina liðið sem hefur ekki unnið útileik í Pepsi-deildinni í sumar. *KR fékk fleiri stig í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Willums Þórs Þórssonar (4) en í síðustu 5 leikjum sínum undir stjórn Bjarna Guðjónssonar (3). *KR skorað jafnmörg mörk í fyrri hálfleik á móti Fylki og á fyrstu 45 mínútunum í fyrstu tíu leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *KR-ingar hafa náð í 12 stig og skorað 14 mörk í síðustu fjórum Pepsi-deildarleikjum sínum í Árbænum.Skemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:„Guðmundur Marinó Ingvarsson á Extra-vellinum: Grasið lítur að mestu vel út. Það eru þó þrjú för þvert á völlinn sem líta út eins og Bugs Bunny hafi farið hér yfir.“Ingvi Þór Sæmundsson á Ólafsvíkurvelli: „Flugfélagið Grétar!" öskra gjammararnir.“Jóhann Óli Eiðsson á Hásteinsvelli: „Hendrickx fær boltann í hendina og aukaspyrna dæmd. Úr stúkunni er kallað „Hvar eru spjöldin?“ Það er komið heill hellingur af þeim.“ Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Damir Muminovic, Breiðablik - 8 Andri Rafn Yeoman, Breiðablik - 8 Árni Vilhjálmsson, Breiðablik - 8 Óskar Örn Hauksson, KR - 8 Hilmar Árni Halldórsson, Stjarnan - 8 Jonathan Barden, ÍBV - 3 Derby Carillo, ÍBV - 3 Ólafur Páll Snorrason, Fjölnir - 3 Tómas Joð Þorsteinsson, Fylkir - 3 Ragnar Bragi Sveinsson, Fylkir - 3 Andrés Már Jóhannesson, Fylkir - 3 Ásgeir Eyþórsson, Fylkir - 3Umræðan á #pepsi365Hvað þarf #OMK23 að redda mörgum punktum í sumar áður en hann fær að starta? Lestin er á blússandi siglingu! #pepsi365 — Daníel Rúnarsson (@danielrunars) July 18, 2016Þegar ég horfi hef ég tekið það að mér að kommenta á markalögin í #pepsi365 og lagið í kvöld það besta hingað til! #teamtameimpala#húrra — Pétur K. Kristinsson (@Pjesikk24) July 18, 2016"Allur harður og fínn" @hjorvarhaflida lét mann vilja snerta.#pepsi365#Víkingur#fotboltinet — Magnús (@muggsson) July 18, 2016#pepsi365 Hver er meira "on fire" Garðar eða Will Grigg ? — Thorsteinn Runarsson (@MajesticAllen) July 18, 2016Það er svo erfitt að vera Þróttari #lifi#pepsi365 — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) July 18, 2016KR endar fyrri umferðina í 10. sæti. Samt bara sex stigum frá Evrópusæti #Ok#Pepsi365 — Runólfur Trausti (@Runolfur21) July 18, 2016"Það var Óttar sem bjargaði mér, það var Óttar sem bjargaði mér." Allir stuðningsmenn/leikmenn Vikes #fotboltinet#pepsi365 — Einar B. Baldvinsson (@Einar_B) July 18, 2016@GulliGull1 !! #pepsi365 — Hildur Einarsdóttir (@HildurEinarsd) July 17, 2016Hrvoje Tokic getur fengið far með @Silfurskeidin í bæinn ef hann vill #pepsi365 — Rögnvaldur Ágúst (@reginskytta) July 17, 2016WTF Derby?! #pepsi365 — Rögnvaldur Ágúst (@reginskytta) July 16, 2016Mark 11. umferðar Atvik 11. umferðar Leikmaður 11. umferðar Markasyrpa 11. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Ellefta umferð Pepsi-deildar karla 2016 í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Aðra umferðina í röð mistókst efstu þremur liðum deildarinnar að vinna. Stjörnumenn og Blikar stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna með góðum sigrum á erfiðum útivöllum. KR vann Fylki í Árbænum eins og venjulega og sigurganga Skagamanna heldur áfram. Tvö mörk í uppbótartíma tryggðu Víkingi R. sigur á Þrótti í fyrsta leik liðanna í efstu deild í 31 ár. Þá sættust ÍBV og FH á skiptan hlut úti í Eyjum.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:ÍBV 1-1 FHVíkingur Ó. 2-3 StjarnanÍA 2-1 ValurFylkir 1-4 KRFjölnir 0-3 BreiðablikVíkingur R. 2-0 ÞrótturGóð umferð fyrir ...... Óttar Magnús Karlsson Hafa Víkingar eignast íslenskan Ole Gunnar Solskjær? Eða nýjan Björn Bjartmarz? Ofurvaramaðurinn Óttar Magnús átti frábæra innkomu gegn Þrótti og skoraði markið sem öllu skipti með föstu skoti í uppbótartíma. Þetta var fjórða deildarmark Óttars í sumar og sjötta í heildina. Strákurinn þarf ekki langan tíma til að láta að sér kveða en það hafa aðeins liðið 67,6 mínútur á milli marka hjá honum í sumar.... KR-inga Vesturbæingar sóttu sigur í Árbæinn eins og alltaf og skoruðu fjögur mörk. Morten Beck Andersen vaknaði allur til lífsins þegar hann heyrði af komu Jeppe Hansen í Frostaskjólið og hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum KR. Það er einnig kviknað á Óskari Erni Haukssyni sem er góðs viti fyrir KR-inga. Willum Þór Þórsson hefur komið sterkur inn og þingmaðurinn er greinilega að gera eitthvað rétt því það er allt annað yfirbragð á KR-liðinu eftir að hann tók við.... Árna Vilhjálmsson Þrátt fyrir að hafa lítið fengið að spila hjá Lilleström mætti Árni fullur sjálfstrausts í Grafarvoginn og átti stóran þátt í flottum sigri Blika sem eru aðeins þremur stigum á eftir toppliði FH. Árni var sívinnandi og líflegur og lagði öll þrjú mörk þeirra grænu upp. Dúndur endurkoma hjá Árna sem gæti haft svipuð áhrif á lið Breiðabliks og Jonathan Glenn hafði á seinni hluta síðasta tímabils.Erfið umferð fyrir ...... Valsmenn Gengi Vals í sumar hefur verið langt undir væntingum. Valsmenn eru reyndar enn með í Borgunarbikarnum en þeir voru niðurlægðir í Evrópudeildinni og eru aðeins með 14 stig eftir fyrri umferðina í Pepsi-deildinni. Ólafur Jóhannesson gerði nokkrar breytingar frá síðasta leik og þær heppnuðust engan veginn. Valsmenn hafa ekki enn komist almennilega af stað í sumar og geta ekki unnið á útivelli.... Ágúst Gylfason Talandi um breytingar, þá gerði Ágúst tvær slíkar í byrjunarliði Fjölnis frá 2-1 tapinu fyrir Stjörnunni í síðustu umferð. Þrátt fyrir tapið spiluðu Fjölnismenn vel í þeim leik svo það var ekki mikil ástæða til breytinga. Ágúst setti Gunnar Má Guðmundsson og Marcus Solberg á bekkinn en hann virtist átta sig á mistökunum því hann setti þá inn á í hálfleik. Þá var staðan hins vegar orðin erfið. Fjölnir hefur núna fengið tvö tækifæri til að komast á toppinn en ekki nýtt þau.... Derby Rafael Carrilloberduo Markvörður Eyjamanna hefur haldið fjórum sinnum hreinu í 11 deildarleikjum og aðeins fengið á sig 12 mörk. Þrátt fyrir þessa fínu tölfræði lítur Derby oft illa út og gerir sig sekan um glórulaus mistök. Hann átti sök á sigurmarki Vals í þarsíðustu umferð og á laugardaginn færði hann FH-ingum mark á silfurfati. ÍBV er án sigurs í síðustu fjórum leikjum og má ekki við fleiri mistökum frá Salvadoranum.Tölfræðin og sagan: *FH er búið að missa niður fjóra leiki niður jafntefli í Pepsi-deildinni í sumar með því að fá á sig mark á 85. mínútu eða síðar. *FH tapaði síðast deildarleik í Vestmannaeyjum 10. júlí 2011 en þá þjálfaði Heimir Hallgrímsson Eyjaliðið. *Leikmenn ÍBV (1) hafa skorað jafnmörk fyrir félagið í síðustu 4 Pepsi-deildarleikjum Eyjaliðsins og leikmenn mótherjanna (1). *Garðar Gunnlaugsson hefur skorað 7 mörk í síðustu 4 leikjum ÍA í Pepsi-deildinni. *Garðar Gunnlaugsson er fyrsti leikmaðurinn í átta ár sem nær að skora tíu mörk í fyrri umferð Pepsi-deildarinnar. *Valsmenn eru eina liðið sem hefur ekki unnið útileik í Pepsi-deildinni í sumar. *KR fékk fleiri stig í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Willums Þórs Þórssonar (4) en í síðustu 5 leikjum sínum undir stjórn Bjarna Guðjónssonar (3). *KR skorað jafnmörg mörk í fyrri hálfleik á móti Fylki og á fyrstu 45 mínútunum í fyrstu tíu leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *KR-ingar hafa náð í 12 stig og skorað 14 mörk í síðustu fjórum Pepsi-deildarleikjum sínum í Árbænum.Skemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:„Guðmundur Marinó Ingvarsson á Extra-vellinum: Grasið lítur að mestu vel út. Það eru þó þrjú för þvert á völlinn sem líta út eins og Bugs Bunny hafi farið hér yfir.“Ingvi Þór Sæmundsson á Ólafsvíkurvelli: „Flugfélagið Grétar!" öskra gjammararnir.“Jóhann Óli Eiðsson á Hásteinsvelli: „Hendrickx fær boltann í hendina og aukaspyrna dæmd. Úr stúkunni er kallað „Hvar eru spjöldin?“ Það er komið heill hellingur af þeim.“ Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Damir Muminovic, Breiðablik - 8 Andri Rafn Yeoman, Breiðablik - 8 Árni Vilhjálmsson, Breiðablik - 8 Óskar Örn Hauksson, KR - 8 Hilmar Árni Halldórsson, Stjarnan - 8 Jonathan Barden, ÍBV - 3 Derby Carillo, ÍBV - 3 Ólafur Páll Snorrason, Fjölnir - 3 Tómas Joð Þorsteinsson, Fylkir - 3 Ragnar Bragi Sveinsson, Fylkir - 3 Andrés Már Jóhannesson, Fylkir - 3 Ásgeir Eyþórsson, Fylkir - 3Umræðan á #pepsi365Hvað þarf #OMK23 að redda mörgum punktum í sumar áður en hann fær að starta? Lestin er á blússandi siglingu! #pepsi365 — Daníel Rúnarsson (@danielrunars) July 18, 2016Þegar ég horfi hef ég tekið það að mér að kommenta á markalögin í #pepsi365 og lagið í kvöld það besta hingað til! #teamtameimpala#húrra — Pétur K. Kristinsson (@Pjesikk24) July 18, 2016"Allur harður og fínn" @hjorvarhaflida lét mann vilja snerta.#pepsi365#Víkingur#fotboltinet — Magnús (@muggsson) July 18, 2016#pepsi365 Hver er meira "on fire" Garðar eða Will Grigg ? — Thorsteinn Runarsson (@MajesticAllen) July 18, 2016Það er svo erfitt að vera Þróttari #lifi#pepsi365 — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) July 18, 2016KR endar fyrri umferðina í 10. sæti. Samt bara sex stigum frá Evrópusæti #Ok#Pepsi365 — Runólfur Trausti (@Runolfur21) July 18, 2016"Það var Óttar sem bjargaði mér, það var Óttar sem bjargaði mér." Allir stuðningsmenn/leikmenn Vikes #fotboltinet#pepsi365 — Einar B. Baldvinsson (@Einar_B) July 18, 2016@GulliGull1 !! #pepsi365 — Hildur Einarsdóttir (@HildurEinarsd) July 17, 2016Hrvoje Tokic getur fengið far með @Silfurskeidin í bæinn ef hann vill #pepsi365 — Rögnvaldur Ágúst (@reginskytta) July 17, 2016WTF Derby?! #pepsi365 — Rögnvaldur Ágúst (@reginskytta) July 16, 2016Mark 11. umferðar Atvik 11. umferðar Leikmaður 11. umferðar Markasyrpa 11. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn