Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júlí 2016 09:12 Melania Trump og Michelle Obama hafa sömu gildi í hávegum af ræðunum að dæma. Vísir/EPA Bandaríkjamenn eru margir hverjir hneykslaðir eftir landsþing Repúblikanaflokksins í gær en ekki vegna hins umdeilda Donald Trump, eins og maður gæti ætlað, heldur vegna ræðu konunnar hans. Melania Trump var einn aðalræðumanna á þinginu í gær en á meðan á ræðunni stóð tóku að birtast á Twitter setningar úr ræðu Michelle Obama frá sambærilegu þingi demókrata árið 2008 þegar eiginmaður hennar, Barack Obama, var í framboði til forseta. Þykja setningar úr ræðunum svo líkar að margir hafa tekið að saka frú Trump um ritstuld. Þegar hlutar ræðu Trump eru bornar saman við ræðu Obama sjást mikil líkindi og er meira að segja í sumum tilvikum um nákvæmlega sama orðalag að ræða. Hér að neðan má sjá myndband frá CNN þar sem bæði Trump og Obama flytja ræður sínar og þar fyrir neðan má sjá brotin lauslega þýdd yfir á íslensku.Similarities between Melania Trump's #GOPConvention speech and Michelle Obama's in 2008 https://t.co/hFPAf2maXl https://t.co/tmNgFDcEtO— CNN Politics (@CNNPolitics) July 19, 2016 Trump-hjónin í gær á landsþingi Repúblikana.Vísir/EPAMelania Trump: „Frá unga aldri, lögðu foreldrar mínir áherslu á ákveðin gildi: þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu. Þau kenndu mér og sýndu mér gildin og rétt siðferði í sínu daglega lífi. Þetta er lærdómur sem ég kenni syni okkar,“ sagði Trump árið 2016. „Og við þurfum að koma þessum lærdómi til leiðar til hinna mörgu kynslóða sem á eftir okkar kom. Því við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“Michelle Obama: „Og Barack og ég vorum alin upp með mörg af sömu gildunum; þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu og sæmd, jafnvel þó þú þekkir það ekki eða sért ósammála þeim,“ sagði Michelle árið 2008. „Við Barack ákváðum að byggja líf á þessum gildum, og koma þessum lærdómi til leiðar til næstu kynslóðar. Því við viljum að börnin okkar – og öll börn þessarar þjóðar viti - að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“ Það var Jarrett Hill, mikill aðdáandi Obama fjölskyldunnar, sem benti á líkindin á Twitter.CORRECTION: Melania stole a whole graph from Michelle's speech. #GOPConvention WATCH: https://t.co/8BCOwXAHSy pic.twitter.com/zudpDznGng— Jarrett Hill (@JarrettHill) July 19, 2016 Hér að neðan má sjá textabrotin á ensku:Melania Trump í gær:"From a young age, my parents impressed on me the values that you work hard for what you want in life, that your word is your bond and you do what you say and keep your promise, that you treat people with respect. They taught and showed me values and morals in their daily lives. That is a lesson that I continue to pass along to our son," Trump said.And we need to pass those lessons on to the many generations to follow. Because we want our children in this nation to know that the only limit to your achievements is the strength of your dreams and your willingness to work for them."Michelle Obama í ágúst 2008:"And Barack and I were raised with so many of the same values: that you work hard for what you want in life; that your word is your bond and you do what you say you're going to do; that you treat people with dignity and respect, even if you don't know them, and even if you don't agree with them.And Barack and I set out to build lives guided by these values, and to pass them on to the next generation. Because we want our children -- and all children in this nation -- to know that the only limit to the height of your achievements is the reach of your dreams and your willingness to work for them." Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Bandaríkjamenn eru margir hverjir hneykslaðir eftir landsþing Repúblikanaflokksins í gær en ekki vegna hins umdeilda Donald Trump, eins og maður gæti ætlað, heldur vegna ræðu konunnar hans. Melania Trump var einn aðalræðumanna á þinginu í gær en á meðan á ræðunni stóð tóku að birtast á Twitter setningar úr ræðu Michelle Obama frá sambærilegu þingi demókrata árið 2008 þegar eiginmaður hennar, Barack Obama, var í framboði til forseta. Þykja setningar úr ræðunum svo líkar að margir hafa tekið að saka frú Trump um ritstuld. Þegar hlutar ræðu Trump eru bornar saman við ræðu Obama sjást mikil líkindi og er meira að segja í sumum tilvikum um nákvæmlega sama orðalag að ræða. Hér að neðan má sjá myndband frá CNN þar sem bæði Trump og Obama flytja ræður sínar og þar fyrir neðan má sjá brotin lauslega þýdd yfir á íslensku.Similarities between Melania Trump's #GOPConvention speech and Michelle Obama's in 2008 https://t.co/hFPAf2maXl https://t.co/tmNgFDcEtO— CNN Politics (@CNNPolitics) July 19, 2016 Trump-hjónin í gær á landsþingi Repúblikana.Vísir/EPAMelania Trump: „Frá unga aldri, lögðu foreldrar mínir áherslu á ákveðin gildi: þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu. Þau kenndu mér og sýndu mér gildin og rétt siðferði í sínu daglega lífi. Þetta er lærdómur sem ég kenni syni okkar,“ sagði Trump árið 2016. „Og við þurfum að koma þessum lærdómi til leiðar til hinna mörgu kynslóða sem á eftir okkar kom. Því við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“Michelle Obama: „Og Barack og ég vorum alin upp með mörg af sömu gildunum; þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu og sæmd, jafnvel þó þú þekkir það ekki eða sért ósammála þeim,“ sagði Michelle árið 2008. „Við Barack ákváðum að byggja líf á þessum gildum, og koma þessum lærdómi til leiðar til næstu kynslóðar. Því við viljum að börnin okkar – og öll börn þessarar þjóðar viti - að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“ Það var Jarrett Hill, mikill aðdáandi Obama fjölskyldunnar, sem benti á líkindin á Twitter.CORRECTION: Melania stole a whole graph from Michelle's speech. #GOPConvention WATCH: https://t.co/8BCOwXAHSy pic.twitter.com/zudpDznGng— Jarrett Hill (@JarrettHill) July 19, 2016 Hér að neðan má sjá textabrotin á ensku:Melania Trump í gær:"From a young age, my parents impressed on me the values that you work hard for what you want in life, that your word is your bond and you do what you say and keep your promise, that you treat people with respect. They taught and showed me values and morals in their daily lives. That is a lesson that I continue to pass along to our son," Trump said.And we need to pass those lessons on to the many generations to follow. Because we want our children in this nation to know that the only limit to your achievements is the strength of your dreams and your willingness to work for them."Michelle Obama í ágúst 2008:"And Barack and I were raised with so many of the same values: that you work hard for what you want in life; that your word is your bond and you do what you say you're going to do; that you treat people with dignity and respect, even if you don't know them, and even if you don't agree with them.And Barack and I set out to build lives guided by these values, and to pass them on to the next generation. Because we want our children -- and all children in this nation -- to know that the only limit to the height of your achievements is the reach of your dreams and your willingness to work for them."
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira