Spieth lauk loksins hring á stórmóti undir pari Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. júlí 2016 16:28 Spieth slær upphafshöggið á þriðju holu fyrr í dag. Vísir/Getty Kylfingurinn Jordan Spieth lék loksins hring undir pari á stórmóti í golfi í dag er hann lauk leik á Opna breska meistaramótinu eftir 10 hringi í röð yfir pari. Hinn 22 árs gamli Spieth vakti mikla athygli á síðasta ári þegar hann bar sigur úr býtum á fyrstu tveimur stórmótum ársins. Spieth var í raun ekki langt frá því að vinna öll fjögur stórmótin en hann lenti í 4. sæti á Opna breska í fyrra og í 2. sæti á PGA-meistaramótinu. Spilamennskan hefur ekki verið sú sama í ár en allt frá öðrum hring á Masters-mótinu í vor var Spieth búinn að leika yfir pari alla hringi á stóru mótunum. Spieth sagðist ætla að byggja á spilamennsku dagsins sem innihélt þrjá fugla og einn örn fyrir PGA-meistaramótið en hann hefur tilkynnt að hann muni ekki keppa á Ólympíuleikunum í Ríó vegna ótta við Zika-veiruna. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Jordan Spieth lék loksins hring undir pari á stórmóti í golfi í dag er hann lauk leik á Opna breska meistaramótinu eftir 10 hringi í röð yfir pari. Hinn 22 árs gamli Spieth vakti mikla athygli á síðasta ári þegar hann bar sigur úr býtum á fyrstu tveimur stórmótum ársins. Spieth var í raun ekki langt frá því að vinna öll fjögur stórmótin en hann lenti í 4. sæti á Opna breska í fyrra og í 2. sæti á PGA-meistaramótinu. Spilamennskan hefur ekki verið sú sama í ár en allt frá öðrum hring á Masters-mótinu í vor var Spieth búinn að leika yfir pari alla hringi á stóru mótunum. Spieth sagðist ætla að byggja á spilamennsku dagsins sem innihélt þrjá fugla og einn örn fyrir PGA-meistaramótið en hann hefur tilkynnt að hann muni ekki keppa á Ólympíuleikunum í Ríó vegna ótta við Zika-veiruna.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira