John Kerry á leið til Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2016 13:53 John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fljúga til Moskvu á fimmtudaginn. Þar mun hann leitast eftir því að koma á samstarfi við Rússa í baráttunni við Íslamska ríkið. Háttsettir meðlimir Bandaríkjanna eru hins vegar andvígir því og segja markmið Bandaríkjanna í Sýrlandi, ekki vera í samræmi við markmið Rússlands.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni er þetta þriðja ferðalag Kerry til Moskvu á tólf mánuðum. Samband Bandaríkjanna og Rússlands hefur farið versnandi undanfarin ár. Innlimun Rússlands á Krímskaga hefur valdið vandræðum sem og átökin í austurhluta Úkraínu. Bandaríkin ráku tvo rússneska erindreka úr landi í síðasta mánuði. Það var gert eftir að Bandaríkin höfðu sakað rússneskan lögregluþjón um að ráðast á bandarískan erindreka í Moskvu. Augljóst er að markmið Rússa og Bandaríkjanna eru ekki þau sömu í Sýrlandi. Rússar vilja að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og bandamaður Rússlands til langs tíma, verði áfram við stjórnvölinn í Sýrlandi. Assad hefur verið sakaður um mikla grimmd gegn fólki sínu og beitti hann til dæmis efnavopnum gegn mótmælendum í upphafi borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Bandaríkin, bandamenn þeirra og þá sérstaklega Sádar, vilja velta honum úr sessi. Talsmaður utanríkisráðuneytisins segir að tilgangur ferðar Kerry til Moskvu sé að reyna enn einu sinni að selja Rússum áætlanir um að koma á friði í Sýrlandi.Kerry er sagður ætla að bjóða Rússum upplýsingar um staðsetningar vígamanna ISIS og Nusra Front, deildar al-Qaeda í Sýrlandi. Í staðinn vill hann að Rússar og stjórnarher Sýrlands hætti að gera loftárásir á uppreisnarhópa sem hafi þegar skrifað undir vopnahlé, sem tæknilega er í gildi í landinu. Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í um fimm og hálft ár og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa um 400 þúsund manns látið lífið. Mið-Austurlönd Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fljúga til Moskvu á fimmtudaginn. Þar mun hann leitast eftir því að koma á samstarfi við Rússa í baráttunni við Íslamska ríkið. Háttsettir meðlimir Bandaríkjanna eru hins vegar andvígir því og segja markmið Bandaríkjanna í Sýrlandi, ekki vera í samræmi við markmið Rússlands.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni er þetta þriðja ferðalag Kerry til Moskvu á tólf mánuðum. Samband Bandaríkjanna og Rússlands hefur farið versnandi undanfarin ár. Innlimun Rússlands á Krímskaga hefur valdið vandræðum sem og átökin í austurhluta Úkraínu. Bandaríkin ráku tvo rússneska erindreka úr landi í síðasta mánuði. Það var gert eftir að Bandaríkin höfðu sakað rússneskan lögregluþjón um að ráðast á bandarískan erindreka í Moskvu. Augljóst er að markmið Rússa og Bandaríkjanna eru ekki þau sömu í Sýrlandi. Rússar vilja að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og bandamaður Rússlands til langs tíma, verði áfram við stjórnvölinn í Sýrlandi. Assad hefur verið sakaður um mikla grimmd gegn fólki sínu og beitti hann til dæmis efnavopnum gegn mótmælendum í upphafi borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Bandaríkin, bandamenn þeirra og þá sérstaklega Sádar, vilja velta honum úr sessi. Talsmaður utanríkisráðuneytisins segir að tilgangur ferðar Kerry til Moskvu sé að reyna enn einu sinni að selja Rússum áætlanir um að koma á friði í Sýrlandi.Kerry er sagður ætla að bjóða Rússum upplýsingar um staðsetningar vígamanna ISIS og Nusra Front, deildar al-Qaeda í Sýrlandi. Í staðinn vill hann að Rússar og stjórnarher Sýrlands hætti að gera loftárásir á uppreisnarhópa sem hafi þegar skrifað undir vopnahlé, sem tæknilega er í gildi í landinu. Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í um fimm og hálft ár og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa um 400 þúsund manns látið lífið.
Mið-Austurlönd Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira