Leiðbeiningar á stýrið fyrir erlenda ökumenn Nadine Yaghi skrifar 14. júlí 2016 07:00 Zack Fry frá Ohio í Bandaríkjunum skoðar nýja stýrisspjaldið. MYND/SAF Bílaleigur hafa nú fengið ný spjöld þar sem ökumenn eru upplýstir með myndrænum hætti um hvað helst beri að varast í umferðinni. Spjöldin sem hengd eru á stýri bílaleigubílanna eru unnin af Samtökum ferðaþjónustunnar í samstarfi við viðbragðsaðila og stofnanir á borð við Vegagerðina og innanríkisráðuneytið. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að mikið væri um það að ferðamenn á bílaleigubílum úti á landi stöðvuðu bílinn skyndilega á miðri götu eða úti í vegarkanti til að taka myndir. Vandamálið er vel þekkt meðal leiðsögumanna og hefur Vegagerðin einnig miklar áhyggjur af þessu og stefnir að því að koma fyrir útskotum víða á vegum landsins í von um að það komi í veg fyrir hættuna sem getur skapast. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar þarf að takast á við ný vandamál í umferðinni með auknum fjölda ferðamanna. Til dæmis þurfi að upplýsa ferðamenn sem eru ekki frá Evrópu um þá staðreynd að það sé bundið í lög í landinu að nota bílbelti. Þá þurfi að kenna fólki að aka í lausamöl. „Það er mismunandi hvernig ökumenn haga sér í umferðinni miðað við það landsvæði sem þeir búa á og er tilgangur spjaldanna að gera þeim grein fyrir því hvaða öryggisatriði þurfi að hafa í huga á Íslandi. Þar er meðal annars mjög skýrt bent á notkun bílbelta,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Gunnar bætir við að í greiningu Samgöngustofu um það hver sé vilji þjóðarbrota til að nýta bílbelti komi fram að talsverður munur sé á vestrænum þjóðum og þeim sem koma annars staðar frá. Texti spjaldanna eru á ensku en ökumenn hafa einnig val um að fá upplýsingabæklinga á sex öðrum tungumálum. „Viðskiptavinir kunna mjög vel að meta að fá sem mestar upplýsingar um vegakerfið og umferðarmenninguna áður en þeir leggja af stað. Það er engin spurning að sú vinna stuðlar að bættu öryggi allra í umferðinni,“ segir Sigurður Gunnarsson hjá bílaleigunni Route 1.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Bílaleigur hafa nú fengið ný spjöld þar sem ökumenn eru upplýstir með myndrænum hætti um hvað helst beri að varast í umferðinni. Spjöldin sem hengd eru á stýri bílaleigubílanna eru unnin af Samtökum ferðaþjónustunnar í samstarfi við viðbragðsaðila og stofnanir á borð við Vegagerðina og innanríkisráðuneytið. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að mikið væri um það að ferðamenn á bílaleigubílum úti á landi stöðvuðu bílinn skyndilega á miðri götu eða úti í vegarkanti til að taka myndir. Vandamálið er vel þekkt meðal leiðsögumanna og hefur Vegagerðin einnig miklar áhyggjur af þessu og stefnir að því að koma fyrir útskotum víða á vegum landsins í von um að það komi í veg fyrir hættuna sem getur skapast. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar þarf að takast á við ný vandamál í umferðinni með auknum fjölda ferðamanna. Til dæmis þurfi að upplýsa ferðamenn sem eru ekki frá Evrópu um þá staðreynd að það sé bundið í lög í landinu að nota bílbelti. Þá þurfi að kenna fólki að aka í lausamöl. „Það er mismunandi hvernig ökumenn haga sér í umferðinni miðað við það landsvæði sem þeir búa á og er tilgangur spjaldanna að gera þeim grein fyrir því hvaða öryggisatriði þurfi að hafa í huga á Íslandi. Þar er meðal annars mjög skýrt bent á notkun bílbelta,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Gunnar bætir við að í greiningu Samgöngustofu um það hver sé vilji þjóðarbrota til að nýta bílbelti komi fram að talsverður munur sé á vestrænum þjóðum og þeim sem koma annars staðar frá. Texti spjaldanna eru á ensku en ökumenn hafa einnig val um að fá upplýsingabæklinga á sex öðrum tungumálum. „Viðskiptavinir kunna mjög vel að meta að fá sem mestar upplýsingar um vegakerfið og umferðarmenninguna áður en þeir leggja af stað. Það er engin spurning að sú vinna stuðlar að bættu öryggi allra í umferðinni,“ segir Sigurður Gunnarsson hjá bílaleigunni Route 1.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira