Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júlí 2016 06:00 Kínverskt strandgæsluskip beitir þrýstivatnssprautum gegn víetnömsku skipi skammt frá Paracel-eyjum. Fréttablaðið/EPA Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir Kína ekki eiga neitt tilkall til hafsvæðis í Suður-Kínahafi, sem Filippseyjar og fleiri lönd gera einnig tilkall til. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að dómstóllinn hafi enga lögsögu í málinu og ætla að virða niðurstöðuna einskis. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. „Kína er andvígt og mun aldrei fallast á neinar kröfur eða aðgerðir byggðar á þessum úrskurði,“ segir í yfirlýsingu frá kínverska utanríkisráðuneytinu.Þess í stað segja Kínverjar að málshöfðun Filippseyja á hendur Kína sé brot á Alþjóðahafréttarsáttmálanum. Með því að kveða upp þennan úrskurð brjóti dómstóllinn einnig gegn sáttmálanum og grafi undan eigin stöðu. Filippseyjar höfðuðu mál á hendur Kína árið 2013 og saka Kínverja um að hafa með umsvifum sínum og tilkalli til hafsvæðisins brotið gegn ákvæðum Alþjóðahafréttarsáttmálans. Kínverjar segjast frá fornu fari hafa farið með yfirráð á eyjum á þessu hafsvæði, en dómstóllinn segir ekkert hæft í því. Perfecto Yasay, utanríkisráðherra Filippseyja, fagnar hins vegar niðurstöðunni og segir úrskurðinn veikja mjög þann grundvöll, sem Kínverjar byggja kröfur sínar á. Hann hvetur fólk hins vegar til að sýna stillingu og ítrekar að Filippseyjar muni áfram reyna að finna friðsamlegar leiðir í deilunni um Suður-Kínahaf. Hafsvæðið hefur lengi verið umdeilt. Mörg ríki gera tilkall til þess en á síðustu árum hefur spennan magnast vegna aukinna umsvifa Kína. Kínverjar hafa byggt upp og stækkað litlar eyjar og sker, sett þar niður hernaðarmannvirki og flugvelli og bregðast hart við allri gagnrýni. Hagsmunir ríkjanna eru töluverðir, bæði af fiskveiðum og einnig vegna mikilla olíu- og gasauðlinda sem taldar eru leynast þar á hafsbotni. Þá valda hernaðarumsvif Kínverja þarna áhyggjum grannríkjanna vegna þess að um þetta hafsvæði liggja mikilvægar siglingaleiðir. Ekki virðist líklegt að dómsúrskurðurinn verði til þess að draga úr spennunni á þessu svæði, þar sem Kínverjar hafa hann að engu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur dómstóll tekur afstöðu í þessum milliríkjadeilum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Suður-Kínahaf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir Kína ekki eiga neitt tilkall til hafsvæðis í Suður-Kínahafi, sem Filippseyjar og fleiri lönd gera einnig tilkall til. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að dómstóllinn hafi enga lögsögu í málinu og ætla að virða niðurstöðuna einskis. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. „Kína er andvígt og mun aldrei fallast á neinar kröfur eða aðgerðir byggðar á þessum úrskurði,“ segir í yfirlýsingu frá kínverska utanríkisráðuneytinu.Þess í stað segja Kínverjar að málshöfðun Filippseyja á hendur Kína sé brot á Alþjóðahafréttarsáttmálanum. Með því að kveða upp þennan úrskurð brjóti dómstóllinn einnig gegn sáttmálanum og grafi undan eigin stöðu. Filippseyjar höfðuðu mál á hendur Kína árið 2013 og saka Kínverja um að hafa með umsvifum sínum og tilkalli til hafsvæðisins brotið gegn ákvæðum Alþjóðahafréttarsáttmálans. Kínverjar segjast frá fornu fari hafa farið með yfirráð á eyjum á þessu hafsvæði, en dómstóllinn segir ekkert hæft í því. Perfecto Yasay, utanríkisráðherra Filippseyja, fagnar hins vegar niðurstöðunni og segir úrskurðinn veikja mjög þann grundvöll, sem Kínverjar byggja kröfur sínar á. Hann hvetur fólk hins vegar til að sýna stillingu og ítrekar að Filippseyjar muni áfram reyna að finna friðsamlegar leiðir í deilunni um Suður-Kínahaf. Hafsvæðið hefur lengi verið umdeilt. Mörg ríki gera tilkall til þess en á síðustu árum hefur spennan magnast vegna aukinna umsvifa Kína. Kínverjar hafa byggt upp og stækkað litlar eyjar og sker, sett þar niður hernaðarmannvirki og flugvelli og bregðast hart við allri gagnrýni. Hagsmunir ríkjanna eru töluverðir, bæði af fiskveiðum og einnig vegna mikilla olíu- og gasauðlinda sem taldar eru leynast þar á hafsbotni. Þá valda hernaðarumsvif Kínverja þarna áhyggjum grannríkjanna vegna þess að um þetta hafsvæði liggja mikilvægar siglingaleiðir. Ekki virðist líklegt að dómsúrskurðurinn verði til þess að draga úr spennunni á þessu svæði, þar sem Kínverjar hafa hann að engu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur dómstóll tekur afstöðu í þessum milliríkjadeilum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Kínahaf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira