Atvinnulausa EM-stjarnan eftirsótt | Gæti orðið samherji Gylfa Þórs Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2016 22:30 Hal Robson-Kanu gæti fengið stoðsendingar frá Gylfa Þór á næstu leiktíð. vísir/getty Hal Robson-Kanu, framherji velska landsliðsins, verður ekki atvinnulaus mikið lengur eftir frábæra frammistöðu með Wales á Evrópumótinu í Frakklandi. Robson-Kanu var á mála hjá Reading frá 2007 og þar til í ár eða allan sinn atvinnumannaferil. Reading ákvað að framlengja ekki samning hans eftir síðasta tímabil og fór hann því atvinnulaus til Frakklands. Robson-Kanu skoraði tvö mörk fyrir Wales á EM, annað í riðlakeppninni gegn Slóvakíu og annað í fræknum sigri Walesverja gegn Belgíu í átta liða úrsiltum og nú syndir hann í tilboðum. Fram kemur á vef Sky Sports að kínversku liðin Beijing Guaoan og Jiangsu Suning séu bæði tilbúiin að greiða honum fimm milljónir punda í árslaun sem er töluvert meira en hann fékk hjá Reading. Íslendingarnir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu báðir fyrir Jiangsu á síðustu leiktíð. Al Jazira Club í Abu Dhabi vill einnig fá þennan 27 ára gamla framherja í sínar raðir en sjálfur vill hann spila í ensku úrvalsdeildinni. Umboðsmenn hans eru í viðræðum við Watford, Hull og Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea. Þeim viðræðum verður haldið áfram á næstu vikum. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Hull, er mjög áhugasamur um að fá Robson-Kanu til liðs við sig og segir að það sé ekki bara vegna árangursins á EM. „Hann stóð sig frábærlega á EM en maður kaupir ekki leikmenn út af frammistöðu á einu móti. Við höfum vitað í nokkur ár hversu góður hann er,“ sagði Bruce í viðtali við Sky Sports. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Hal Robson-Kanu, framherji velska landsliðsins, verður ekki atvinnulaus mikið lengur eftir frábæra frammistöðu með Wales á Evrópumótinu í Frakklandi. Robson-Kanu var á mála hjá Reading frá 2007 og þar til í ár eða allan sinn atvinnumannaferil. Reading ákvað að framlengja ekki samning hans eftir síðasta tímabil og fór hann því atvinnulaus til Frakklands. Robson-Kanu skoraði tvö mörk fyrir Wales á EM, annað í riðlakeppninni gegn Slóvakíu og annað í fræknum sigri Walesverja gegn Belgíu í átta liða úrsiltum og nú syndir hann í tilboðum. Fram kemur á vef Sky Sports að kínversku liðin Beijing Guaoan og Jiangsu Suning séu bæði tilbúiin að greiða honum fimm milljónir punda í árslaun sem er töluvert meira en hann fékk hjá Reading. Íslendingarnir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu báðir fyrir Jiangsu á síðustu leiktíð. Al Jazira Club í Abu Dhabi vill einnig fá þennan 27 ára gamla framherja í sínar raðir en sjálfur vill hann spila í ensku úrvalsdeildinni. Umboðsmenn hans eru í viðræðum við Watford, Hull og Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea. Þeim viðræðum verður haldið áfram á næstu vikum. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Hull, er mjög áhugasamur um að fá Robson-Kanu til liðs við sig og segir að það sé ekki bara vegna árangursins á EM. „Hann stóð sig frábærlega á EM en maður kaupir ekki leikmenn út af frammistöðu á einu móti. Við höfum vitað í nokkur ár hversu góður hann er,“ sagði Bruce í viðtali við Sky Sports.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira