Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2016 10:30 Frá heræfingum Kína í Suður-Kínahafi á dögunum. Vísir/AFP Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. Dómurinn féll nú í morgun og í dómsorði segir meðal annars að engar sögulegar vísanir séu í það að Kína eigi fullan yfirráðarétt yfir hafsvæðinu eða þeim auðlindum sem þar leynast. Kínverjar höfðu gert tilkall til svæðisins á grundvelli „níu strika línunnar“ sem byggir á kínverskum kortum frá 1947. Filippseyjar fóru fram á það við dómstólinn fyrir um þremur árum að hann myndi úrskurða um yfirráðaréttinn yfir hafsvæðinu. Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Kína segir að úrskurðurinn muni ekki hafa nokkur áhrif á athafnir Kína í Suður-Kínahafi. Bæði Filippseyjar og Kína hafa hins vegar skrifað undir alþjóðasáttmálann sem dómstóllinn byggir á.Hér má sjá hvaða aðilar gera tilkall til hvaða svæðis í Suður-Kínahafi.Vísir/Graphic NewsÚrskurðurinn er sagður bindandi samkvæmt alþjóðalögum. Dómstóllinn hefur hins vegar enga burði til að þvinga þjóðir til að fylgja úrskurðum sínum og eins og áður segir, ætla Kínverjar sé ekki að fylgja úrskurðinum. Í dóminum eru Kínverjar harðlega gagnrýndir fyrir að brjóta á fullveldi Filippseyja auk þess sem þeir hafi orsakað miklar skemmdir á kóralrifjum á svæðinu en undanfarin ár hafa Kínverjar skipulega byggt upp einskonar gervieyjar vítt og breitt um hafsvæðið. Kína hefur sakað Bandaríkin um hervæðingu Suður-Kínahafs með því að senda herskip sín á vettvang. Bandaríkin segjast hins vegar hafa áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kína á svæðinu. Flugvellir og flotastöðvar hafa verið byggðir á eyjunum sem Kína hefur byggt upp á svæðinu. Þar hefur ratsjám og vopnum, eins og langdrægum flugskeytum, verið komið fyrir. Fyrir um hálfu ári síðan flaug blaðamaður BBC að Spratly eyjunum á lítilli flugvél til að skoða uppbygginguna þar og var þeim margsinnis hótað af kínverskum flugumferðarstjórum.Í morgun héldu kínverskir fjölmiðlar, sem stýrt er af Kommúnistaflokknum í landinu, því fram að málið væri runnið undan rifjum Bandaríkjamanna og löngun þeirra til þess að hindra vöxt kínverska ríkisins. Í ritstjórnargrein á vef Global Times, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að Kína ætti að hraða hernaðaruppbygginu á svæðinu og undirbúa sig fyrir átök. Úrskurðurinn nú í morgun er hins vegar talinn líklegur til að auka þrýsinga á Kínverja að draga úr hernaðarumsvifum sínum í Suður-Kínahafi. Á dögunum héldu Kínverjar umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kínahafi. Varnarmálaráðuneyti Kína sagði í morgun að hermenn landsins myndu áfram verja fullvelti ríkisins, réttindi og hagsmuni.Í úrskurðinum eru Kínverjar gagnrýndir fyrir að hafa brotið á fullveldi Filippseyja. Kínversk skip eru sögð hafa komið í veg fyrir veiðar skipa frá Filippseyjum, sem og leit að olíulindum. Yfirvöld í Kína hafa varið mánuðum í að draga úr trúverðugleika gerðadómsins. Ríkisfjölmiðlar landsins hafa reglulega birt fréttir um að dómurinn brjóti gegn alþjóðalögum og að hann sé marklaus. Þá hefur því jafnvel verið haldið fram í kínverskum fjölmiðlum að Kínverjar hafi verið fyrstir til að uppgötva eyjur í Suður-Kínahafi fyrir um tvö þúsund árum. Þá sýni kort frá 13. öld fram á yfirráð Kína yfir eyjunum. Sendiráð Filippseyja í Kína hefur varað ríkisborgara sína þar við mögulegri hættu og hvatt þá til að taka ekki þátt í umræðum um stjórnmál. Þá segir AFP fréttaveitan að fjöldi kínverskra lögregluþjóna haldi nú til fyrir utan sendiráðið. Þeir séu undirbúnir fyrir fjölmenn mótmæli.Útskýringarmyndband AFP fréttaveitunnar á deilunni. Suður-Kínahaf Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. Dómurinn féll nú í morgun og í dómsorði segir meðal annars að engar sögulegar vísanir séu í það að Kína eigi fullan yfirráðarétt yfir hafsvæðinu eða þeim auðlindum sem þar leynast. Kínverjar höfðu gert tilkall til svæðisins á grundvelli „níu strika línunnar“ sem byggir á kínverskum kortum frá 1947. Filippseyjar fóru fram á það við dómstólinn fyrir um þremur árum að hann myndi úrskurða um yfirráðaréttinn yfir hafsvæðinu. Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Kína segir að úrskurðurinn muni ekki hafa nokkur áhrif á athafnir Kína í Suður-Kínahafi. Bæði Filippseyjar og Kína hafa hins vegar skrifað undir alþjóðasáttmálann sem dómstóllinn byggir á.Hér má sjá hvaða aðilar gera tilkall til hvaða svæðis í Suður-Kínahafi.Vísir/Graphic NewsÚrskurðurinn er sagður bindandi samkvæmt alþjóðalögum. Dómstóllinn hefur hins vegar enga burði til að þvinga þjóðir til að fylgja úrskurðum sínum og eins og áður segir, ætla Kínverjar sé ekki að fylgja úrskurðinum. Í dóminum eru Kínverjar harðlega gagnrýndir fyrir að brjóta á fullveldi Filippseyja auk þess sem þeir hafi orsakað miklar skemmdir á kóralrifjum á svæðinu en undanfarin ár hafa Kínverjar skipulega byggt upp einskonar gervieyjar vítt og breitt um hafsvæðið. Kína hefur sakað Bandaríkin um hervæðingu Suður-Kínahafs með því að senda herskip sín á vettvang. Bandaríkin segjast hins vegar hafa áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kína á svæðinu. Flugvellir og flotastöðvar hafa verið byggðir á eyjunum sem Kína hefur byggt upp á svæðinu. Þar hefur ratsjám og vopnum, eins og langdrægum flugskeytum, verið komið fyrir. Fyrir um hálfu ári síðan flaug blaðamaður BBC að Spratly eyjunum á lítilli flugvél til að skoða uppbygginguna þar og var þeim margsinnis hótað af kínverskum flugumferðarstjórum.Í morgun héldu kínverskir fjölmiðlar, sem stýrt er af Kommúnistaflokknum í landinu, því fram að málið væri runnið undan rifjum Bandaríkjamanna og löngun þeirra til þess að hindra vöxt kínverska ríkisins. Í ritstjórnargrein á vef Global Times, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að Kína ætti að hraða hernaðaruppbygginu á svæðinu og undirbúa sig fyrir átök. Úrskurðurinn nú í morgun er hins vegar talinn líklegur til að auka þrýsinga á Kínverja að draga úr hernaðarumsvifum sínum í Suður-Kínahafi. Á dögunum héldu Kínverjar umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kínahafi. Varnarmálaráðuneyti Kína sagði í morgun að hermenn landsins myndu áfram verja fullvelti ríkisins, réttindi og hagsmuni.Í úrskurðinum eru Kínverjar gagnrýndir fyrir að hafa brotið á fullveldi Filippseyja. Kínversk skip eru sögð hafa komið í veg fyrir veiðar skipa frá Filippseyjum, sem og leit að olíulindum. Yfirvöld í Kína hafa varið mánuðum í að draga úr trúverðugleika gerðadómsins. Ríkisfjölmiðlar landsins hafa reglulega birt fréttir um að dómurinn brjóti gegn alþjóðalögum og að hann sé marklaus. Þá hefur því jafnvel verið haldið fram í kínverskum fjölmiðlum að Kínverjar hafi verið fyrstir til að uppgötva eyjur í Suður-Kínahafi fyrir um tvö þúsund árum. Þá sýni kort frá 13. öld fram á yfirráð Kína yfir eyjunum. Sendiráð Filippseyja í Kína hefur varað ríkisborgara sína þar við mögulegri hættu og hvatt þá til að taka ekki þátt í umræðum um stjórnmál. Þá segir AFP fréttaveitan að fjöldi kínverskra lögregluþjóna haldi nú til fyrir utan sendiráðið. Þeir séu undirbúnir fyrir fjölmenn mótmæli.Útskýringarmyndband AFP fréttaveitunnar á deilunni.
Suður-Kínahaf Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira