Hestaferðafyrirtæki bótaskylt vegna falls konu af baki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. júlí 2016 23:30 Myndin sýnir ferðamenn í hestaferð. Hvorki hrossin né fólkið á myndinni tengist fréttinni beinum hætti. vísir/andri marinó Héraðsdómur Suðurlands féllst í síðustu viku á skaðabótakröfu konu sem slasaðist í skipulagðri hestaferð hjá Kálfholti hestaferðum ehf. Konan féll af baki og hlaut við það beinbrot á framhandlegg og rifbeini auk þess að bólgna og merjast á baki og hálsi. Slysið átti sér stað í ágúst 2013 í fjögurra daga hestaferð sem auglýst var fyrir fólk sem hefði einhverja reynslu af hestaferðum og væri hún ekki fyrir byrjendur. Að mati leiðbeinenda ferðaþjónustufyrirtækisins þá var geta hópsins minni en búist hafði verið við og hefði því verið ákveðið taka inn í ferðina hesta sem hentuðu hópnum betur. Þar á meðal hefði verið hrossið sem konan féll af. Að sögn eigenda fyrirtækisins þá var þar um að ræða þægan barnahest. Konan fór á bak og þegar hestinum var sleppt þá rauk hann af stað. Ljóst þótti að hjálmur konunar bjargaði því að ekki fór verr en skarð kom í hann. Hún missti meðvitund við fallið.Slysið ekki rannsakað af óvilhöllum aðila Vátryggingafélag Kálfholts hafnaði botaskyldu þar sem um óhappatilvik væri að ræða. Konan stefndi því fyrirtækinu sjálfu til greiðslu skaðabóta þar sem um saknæma og ólögmæta háttsemi hefði verið að ræða. Hún hefði beðið um gæfan og þægan hest og þeim hefði borið að verða við þeim óskum. Konan taldi einnig að um óhappatilvik gæti ekki verið að ræða þar sem tilviljun ein réð því ekki að tjón hlaust. Hægt hefði verið að forða tjóni með öðrum hesti og annarri háttsemi af hálfu fyrirtækisins. Í niðurstöðu dómara var tekið fram að aldrei hefði komið í ljós hver orsök hegðunar hestsins var. Ekki var óskað eftir rannsókn á slysinu og í þokkabót var hesturinn felldur þar sem eigandi hans gat ekki hugsað sér að nota hann eftir þetta atvik. Kálfholt var látið bera hallann af því enda stóð það fyrirtækinu nær að láta rannsaka atvikið af óvilhöllum aðilum. „Þegar litið er til reynsluleysis stefnanda verður að meta það stefnda til gáleysis að láta undir hana umræddan hest nánast strax eftir komu hans á svæðið án þess að kanna nánar hvernig ástand hans væri og hvort hann í raun hentaði stefnanda,“ segir í niðurlagi dómsins. Því var skaðabótaábyrgð felld á fyrirtækið. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands féllst í síðustu viku á skaðabótakröfu konu sem slasaðist í skipulagðri hestaferð hjá Kálfholti hestaferðum ehf. Konan féll af baki og hlaut við það beinbrot á framhandlegg og rifbeini auk þess að bólgna og merjast á baki og hálsi. Slysið átti sér stað í ágúst 2013 í fjögurra daga hestaferð sem auglýst var fyrir fólk sem hefði einhverja reynslu af hestaferðum og væri hún ekki fyrir byrjendur. Að mati leiðbeinenda ferðaþjónustufyrirtækisins þá var geta hópsins minni en búist hafði verið við og hefði því verið ákveðið taka inn í ferðina hesta sem hentuðu hópnum betur. Þar á meðal hefði verið hrossið sem konan féll af. Að sögn eigenda fyrirtækisins þá var þar um að ræða þægan barnahest. Konan fór á bak og þegar hestinum var sleppt þá rauk hann af stað. Ljóst þótti að hjálmur konunar bjargaði því að ekki fór verr en skarð kom í hann. Hún missti meðvitund við fallið.Slysið ekki rannsakað af óvilhöllum aðila Vátryggingafélag Kálfholts hafnaði botaskyldu þar sem um óhappatilvik væri að ræða. Konan stefndi því fyrirtækinu sjálfu til greiðslu skaðabóta þar sem um saknæma og ólögmæta háttsemi hefði verið að ræða. Hún hefði beðið um gæfan og þægan hest og þeim hefði borið að verða við þeim óskum. Konan taldi einnig að um óhappatilvik gæti ekki verið að ræða þar sem tilviljun ein réð því ekki að tjón hlaust. Hægt hefði verið að forða tjóni með öðrum hesti og annarri háttsemi af hálfu fyrirtækisins. Í niðurstöðu dómara var tekið fram að aldrei hefði komið í ljós hver orsök hegðunar hestsins var. Ekki var óskað eftir rannsókn á slysinu og í þokkabót var hesturinn felldur þar sem eigandi hans gat ekki hugsað sér að nota hann eftir þetta atvik. Kálfholt var látið bera hallann af því enda stóð það fyrirtækinu nær að láta rannsaka atvikið af óvilhöllum aðilum. „Þegar litið er til reynsluleysis stefnanda verður að meta það stefnda til gáleysis að láta undir hana umræddan hest nánast strax eftir komu hans á svæðið án þess að kanna nánar hvernig ástand hans væri og hvort hann í raun hentaði stefnanda,“ segir í niðurlagi dómsins. Því var skaðabótaábyrgð felld á fyrirtækið. Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira