Íbúar fipuðu lögreglu í Dallas með vopnaburði Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. júlí 2016 08:00 Kveikt á kertum til minningar um lögreglumennina fimm sem myrtir voru í Dallas í síðustu viku. Nordicphotos/AFP Þegar friðsamleg mótmæli gegn lögregluofbeldi í Dallas á miðvikudagskvöldið í síðustu viku snerust upp í öngþveiti, er Micah Johnson hóf skotárás á lögreglumenn, þá varð öngþveitið enn illviðráðanlegra fyrir lögregluna vegna þess að tugir einstaklinga spókuðu sig um með öflug skotvopn – í fullum rétti vegna þess að lögin í Texas heimila slíkt. Bandaríska dagblaðið The New York Times fjallar um þetta og vitnar meðal annars í Mike Rawlings, borgarstjóra í Dallas: „Þetta er í fyrsta sinn, og það af mjög áþreifanlegu tilefni, sem ég kemst á þá skoðun að lög geti skaðað bæði almenning og lögregluna í staðinn fyrir að vernda.“ Lögreglumenn sáu félaga sína falla í valinn en áttu erfitt með að átta sig á því hverjir voru að skjóta. Fljótlega voru þrír menn handteknir. Sá fjórði féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni eftir tveggja tíma umsátur og samningaviðræður. Hann hét Micah Xavier Johnson og var einn að verki. Hinir þrír voru fljótlega látnir lausir. Johnson virðist hafa skipulagt árásina lengi og ætlað sér að drepa fleiri en þá fimm sem lágu í valnum. Þegar mótmælin á fimmtudag hófust sáust að minnsta kosti tuttugu manns með öfluga riffla og hríðskotavopn, meðal annars af gerðinni AR-15. Þetta gerðu þeir í og með til að leggja áherslu á að þetta er leyfilegt í Texas. Rawlings borgarstjóri segir hins vegar að nú sé nauðsynlegt að herða skotvopnalöggjöfina í Texas, þar sem bæði repúblikanar og demókratar hafa almennt verið fylgjandi því að einstaklingar hafi víðtækt frelsi til að útvega sér skotvopn og ganga með þau á almannafæri. Rawlings er greinilega kominn á þá skoðun að þarna hafi verið gengið of langt: „Ég vil bara snúa aftur til heilbrigðrar skynsemi,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. Vararíkisstjórinn í Texas, Dan Patrick, lítur hins vegar öðru vísi á málin. Hann segir greinilegt að hin víðtæku mótmæli gegn lögreglunni eigi hlut að máli: „Frá mínum bæjardyrum séð þá liggur ábyrgðin á því sem hér gerðist greinilega hjá mótmælahreyfingunni Black Lives Matter.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Black Lives Matter Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Þegar friðsamleg mótmæli gegn lögregluofbeldi í Dallas á miðvikudagskvöldið í síðustu viku snerust upp í öngþveiti, er Micah Johnson hóf skotárás á lögreglumenn, þá varð öngþveitið enn illviðráðanlegra fyrir lögregluna vegna þess að tugir einstaklinga spókuðu sig um með öflug skotvopn – í fullum rétti vegna þess að lögin í Texas heimila slíkt. Bandaríska dagblaðið The New York Times fjallar um þetta og vitnar meðal annars í Mike Rawlings, borgarstjóra í Dallas: „Þetta er í fyrsta sinn, og það af mjög áþreifanlegu tilefni, sem ég kemst á þá skoðun að lög geti skaðað bæði almenning og lögregluna í staðinn fyrir að vernda.“ Lögreglumenn sáu félaga sína falla í valinn en áttu erfitt með að átta sig á því hverjir voru að skjóta. Fljótlega voru þrír menn handteknir. Sá fjórði féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni eftir tveggja tíma umsátur og samningaviðræður. Hann hét Micah Xavier Johnson og var einn að verki. Hinir þrír voru fljótlega látnir lausir. Johnson virðist hafa skipulagt árásina lengi og ætlað sér að drepa fleiri en þá fimm sem lágu í valnum. Þegar mótmælin á fimmtudag hófust sáust að minnsta kosti tuttugu manns með öfluga riffla og hríðskotavopn, meðal annars af gerðinni AR-15. Þetta gerðu þeir í og með til að leggja áherslu á að þetta er leyfilegt í Texas. Rawlings borgarstjóri segir hins vegar að nú sé nauðsynlegt að herða skotvopnalöggjöfina í Texas, þar sem bæði repúblikanar og demókratar hafa almennt verið fylgjandi því að einstaklingar hafi víðtækt frelsi til að útvega sér skotvopn og ganga með þau á almannafæri. Rawlings er greinilega kominn á þá skoðun að þarna hafi verið gengið of langt: „Ég vil bara snúa aftur til heilbrigðrar skynsemi,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. Vararíkisstjórinn í Texas, Dan Patrick, lítur hins vegar öðru vísi á málin. Hann segir greinilegt að hin víðtæku mótmæli gegn lögreglunni eigi hlut að máli: „Frá mínum bæjardyrum séð þá liggur ábyrgðin á því sem hér gerðist greinilega hjá mótmælahreyfingunni Black Lives Matter.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Black Lives Matter Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira