Bændur munu ekki fallast á að stytta tíu ára búvörusamninga Snærós Sindradóttir skrifar 12. júlí 2016 07:00 Búvörusamningarnir taka til tíu ára og fela í sér mikinn kostnað fyrir íslenska ríkið. Þingmenn hyggjast gera breytingar á samningunum. Visir/Antonbrink Bændur munu ekki taka því þegjandi ef Alþingi gerir grundvallarbreytingar á búvörusamningum. Horft verður fram hjá minniháttar orðalagsbreytingum og afsniði agnúa en verði breytingarnar meiri en svo munu bændur fara fram á að koma aftur að samningaborðinu og jafnvel kjósa að nýju. Þetta segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ekkert benti til þess að meirihluti væri fyrir búvörusamningum á Alþingi eins og þeir standa nú. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segist munu gera allt sem í hans valdi stendur til að ákveðnar breytingar verði gerðar. Hann hafi áhyggjur af því að búvörusamningar setji hagræðingu síðustu ára í uppnám. „Ef menn sjá eitthvað í samningunum sem er augljóst að þurfi að færa til betri vegar, meðal annars vegna þess að það stenst ekki lög eða slíkt, þá er eðlilegt að það sé skoðað. En grundvallarskipulag og uppsetning samninganna verður að standa að mínu mati,“ segir Sindri. „Það hefur hver og einn bóndi lagt mat á áhrif samninganna gagnvart sér þegar hann tók ákvörðun um hvort hann greiddi atkvæði með eða á móti þeim. Ef menn ætla að gera einhverjar breytingar sem hafa áhrif á það, breytingar sem munu lækka greiðslur eða raska framleiðsluskipulagi þannig að það komi niður á einstaka bændum, þá erum við kominn á þann stað að verið sé að gera of veigamiklar Sindri segir að um grundvallarbreytingu væri að ræða ef Alþingi vill stytta samningstímann. Mörgum hefur blöskrað að samningstíminn sé tíu ár og nái þar með yfir tvö og hálft kjörtímabil. Það er meðal annars þess vegna sem málið er komið í hnút.Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka ÍslandsSindri segir að samningsferlið hafi verið opið þeirra megin allan tímann og bændum kynnt vel hvað stæði til að gera. „Ég held það megi orða það þannig að ef ráðuneyti landbúnaðarmála hefði nú kannski unnið þetta opnara og meira með þinginu þá værum við ekki í þessari stöðu í dag. Þetta er spurning um umboð viðsemjandans hinum megin frá,“ segir Sindri. Tollasamningur Íslands við ESB gengur að sumu leyti í berhöggi við búnaðarsamninga. Sindri segir að starfshópur bænda hafi unnið að því að milda áhrif tollasamningsins. „Við gerðum kröfu um að búvörusamningarnir yrðu kláraðir áður en menn myndu ákveða tollasamning.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Bændur munu ekki taka því þegjandi ef Alþingi gerir grundvallarbreytingar á búvörusamningum. Horft verður fram hjá minniháttar orðalagsbreytingum og afsniði agnúa en verði breytingarnar meiri en svo munu bændur fara fram á að koma aftur að samningaborðinu og jafnvel kjósa að nýju. Þetta segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ekkert benti til þess að meirihluti væri fyrir búvörusamningum á Alþingi eins og þeir standa nú. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segist munu gera allt sem í hans valdi stendur til að ákveðnar breytingar verði gerðar. Hann hafi áhyggjur af því að búvörusamningar setji hagræðingu síðustu ára í uppnám. „Ef menn sjá eitthvað í samningunum sem er augljóst að þurfi að færa til betri vegar, meðal annars vegna þess að það stenst ekki lög eða slíkt, þá er eðlilegt að það sé skoðað. En grundvallarskipulag og uppsetning samninganna verður að standa að mínu mati,“ segir Sindri. „Það hefur hver og einn bóndi lagt mat á áhrif samninganna gagnvart sér þegar hann tók ákvörðun um hvort hann greiddi atkvæði með eða á móti þeim. Ef menn ætla að gera einhverjar breytingar sem hafa áhrif á það, breytingar sem munu lækka greiðslur eða raska framleiðsluskipulagi þannig að það komi niður á einstaka bændum, þá erum við kominn á þann stað að verið sé að gera of veigamiklar Sindri segir að um grundvallarbreytingu væri að ræða ef Alþingi vill stytta samningstímann. Mörgum hefur blöskrað að samningstíminn sé tíu ár og nái þar með yfir tvö og hálft kjörtímabil. Það er meðal annars þess vegna sem málið er komið í hnút.Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka ÍslandsSindri segir að samningsferlið hafi verið opið þeirra megin allan tímann og bændum kynnt vel hvað stæði til að gera. „Ég held það megi orða það þannig að ef ráðuneyti landbúnaðarmála hefði nú kannski unnið þetta opnara og meira með þinginu þá værum við ekki í þessari stöðu í dag. Þetta er spurning um umboð viðsemjandans hinum megin frá,“ segir Sindri. Tollasamningur Íslands við ESB gengur að sumu leyti í berhöggi við búnaðarsamninga. Sindri segir að starfshópur bænda hafi unnið að því að milda áhrif tollasamningsins. „Við gerðum kröfu um að búvörusamningarnir yrðu kláraðir áður en menn myndu ákveða tollasamning.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira