Harden fær risa launahækkun hjá Houston Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 12:00 James Harden Vísir/Getty James Harden fékk sinn skammt af gagnrýni á síðasta tímabili en hann hefur samt sem áður fullt traust frá forráðamönnum Houston Rockets. Harden fékk nefnilega veglega launhækkun í nýjum samningi sínum og Houston Rockets sem nær til ársins 2020. Harden hefur verið gagnrýndur fyrir að reyna alltof mikið sjálfur og nenna (eða geta ekki) að spila vörn. Leikmenn hafa farið og þjálfarar hafa verið reknir en framtíð Harden í Houston er nú tryggð. Harden skilar mjög flottri tölfræði í leikjum Houston Rockets en það gengur lítið hjá liðinu sjálfu. Houston fór reyndar í úrslit Vesturdeildarinnar 2015 en vann bara helming leikja sinna á nýloknu tímabili og tapaði 4-1 á móti Golden State Warriors í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Harden var með samning við Houston til ársins 2018 en nýi samningurinn er framlenging upp á tvö ár auk þess að leikmaðurinn fær risa launahækkun. Harden hefur þó möguleika á því að segja samningnum upp eftir þrjú ár. Adrian Wojnarowski er með þetta á hreinu eins og flest allt annað sem kemur að NBA-deildinni. Harden átti að fá 34,6 milljónir dollara fyrir næstu tvö tímabil en fær nú næstu því 21 milljón dollara meira fyrir þessi tvö tímabil. 21 milljónir dollara er launahækkun upp á 2,6 milljarða íslenskra króna. Harden fær alls 118 milljónir dollara fyrir næstu fjögur tímabil eða 14,6 milljarða íslenskra króna. Hann fær 30,4 milljónir dollara fyrir þriðja árið og 32,7 milljónir dollara fyrir fjórða árið. Houston Rockets er því samtals að borga honum 83,5 milljónum dollara meira eftir þennan samning sem er talsverð búbót fyrir Harden-heimilið. James Harden er enn bara 26 ára gamall og á því sín bestu ár eftir. Hann var með 29,0 stig, 6,1 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik sem eru allt hærri tölur en frá árinu áður (27,4 - 5,7 - 7,0) þegar hann varð annar í kosningu á leikmanni ársins. Harden endaði hinsvegar bara í 9. sæti í kosningunni á síðasta tímabili.Vísir/Getty NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
James Harden fékk sinn skammt af gagnrýni á síðasta tímabili en hann hefur samt sem áður fullt traust frá forráðamönnum Houston Rockets. Harden fékk nefnilega veglega launhækkun í nýjum samningi sínum og Houston Rockets sem nær til ársins 2020. Harden hefur verið gagnrýndur fyrir að reyna alltof mikið sjálfur og nenna (eða geta ekki) að spila vörn. Leikmenn hafa farið og þjálfarar hafa verið reknir en framtíð Harden í Houston er nú tryggð. Harden skilar mjög flottri tölfræði í leikjum Houston Rockets en það gengur lítið hjá liðinu sjálfu. Houston fór reyndar í úrslit Vesturdeildarinnar 2015 en vann bara helming leikja sinna á nýloknu tímabili og tapaði 4-1 á móti Golden State Warriors í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Harden var með samning við Houston til ársins 2018 en nýi samningurinn er framlenging upp á tvö ár auk þess að leikmaðurinn fær risa launahækkun. Harden hefur þó möguleika á því að segja samningnum upp eftir þrjú ár. Adrian Wojnarowski er með þetta á hreinu eins og flest allt annað sem kemur að NBA-deildinni. Harden átti að fá 34,6 milljónir dollara fyrir næstu tvö tímabil en fær nú næstu því 21 milljón dollara meira fyrir þessi tvö tímabil. 21 milljónir dollara er launahækkun upp á 2,6 milljarða íslenskra króna. Harden fær alls 118 milljónir dollara fyrir næstu fjögur tímabil eða 14,6 milljarða íslenskra króna. Hann fær 30,4 milljónir dollara fyrir þriðja árið og 32,7 milljónir dollara fyrir fjórða árið. Houston Rockets er því samtals að borga honum 83,5 milljónum dollara meira eftir þennan samning sem er talsverð búbót fyrir Harden-heimilið. James Harden er enn bara 26 ára gamall og á því sín bestu ár eftir. Hann var með 29,0 stig, 6,1 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik sem eru allt hærri tölur en frá árinu áður (27,4 - 5,7 - 7,0) þegar hann varð annar í kosningu á leikmanni ársins. Harden endaði hinsvegar bara í 9. sæti í kosningunni á síðasta tímabili.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira