Lilja býður sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 10. júlí 2016 13:06 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. vísir/stefán Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. Hún segir ekki koma til greina að bjóða sig fram í formann flokksins gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Lilja kom nokkuð óvænt inn í íslensk stjórnmál þegar hún tók sæti í ríkisstjórn sem utanríkisráðherra 7. apríl síðastlinn. Lilja var gestur Páls Magnússonar Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar var hún m.a. spurð hvort boðað yrði til miðstjórnarfundar í Framsóknarflokknum fyrir kosningar í haust og um stöðu Sigmundar Davíðs sem formann flokksins. „Það kæmi mér ekki á óvart ef það væri miðstjórnarfundur nú í ágúst eða svo. Það sem er að gerast núna er að Sigmundur er að tala við flokksmenn um land allt. Ég held að þau samtöl gangi bara vel fyrir sig,“ sagði Lilja.Þú reiknar með að þessi flokksþingi verði flýtt?„Ég á frekar von á því, já,“ sagði Lilja. Lilja sagði það þó ekki koma til greina að bjóða sig fram sem formann gegn Sigmundi Davíð. Hún sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún myndi gefa kost á sér í alþingiskosningunum í haust. Það væri þó spennandi möguleiki. „Ég get sagt það að ég hef haft mjög gaman af þessu á síðustu mánuðum. Ég hef líka verið mjög ánægð á þeim vettvangi sem ég hef verið í Seðlabankanum og störfum mínum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum,“ sagði Lilja.Hvort eru meiri líkur eða minni á því að þú farir í þingframboð í haust?„Ég hef lofað fjölskyldu minni að við munum frekar fyrst ákveða þetta í sameiningu áður en ég fer að tjá mig um það opinberlega um þetta,“ sagði Lilja. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. Hún segir ekki koma til greina að bjóða sig fram í formann flokksins gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Lilja kom nokkuð óvænt inn í íslensk stjórnmál þegar hún tók sæti í ríkisstjórn sem utanríkisráðherra 7. apríl síðastlinn. Lilja var gestur Páls Magnússonar Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar var hún m.a. spurð hvort boðað yrði til miðstjórnarfundar í Framsóknarflokknum fyrir kosningar í haust og um stöðu Sigmundar Davíðs sem formann flokksins. „Það kæmi mér ekki á óvart ef það væri miðstjórnarfundur nú í ágúst eða svo. Það sem er að gerast núna er að Sigmundur er að tala við flokksmenn um land allt. Ég held að þau samtöl gangi bara vel fyrir sig,“ sagði Lilja.Þú reiknar með að þessi flokksþingi verði flýtt?„Ég á frekar von á því, já,“ sagði Lilja. Lilja sagði það þó ekki koma til greina að bjóða sig fram sem formann gegn Sigmundi Davíð. Hún sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún myndi gefa kost á sér í alþingiskosningunum í haust. Það væri þó spennandi möguleiki. „Ég get sagt það að ég hef haft mjög gaman af þessu á síðustu mánuðum. Ég hef líka verið mjög ánægð á þeim vettvangi sem ég hef verið í Seðlabankanum og störfum mínum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum,“ sagði Lilja.Hvort eru meiri líkur eða minni á því að þú farir í þingframboð í haust?„Ég hef lofað fjölskyldu minni að við munum frekar fyrst ákveða þetta í sameiningu áður en ég fer að tjá mig um það opinberlega um þetta,“ sagði Lilja.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira