Í risarafhlöðuverksmiðju Tesla Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2016 10:38 Framleiðsla er hafin í risarafhlöðuverksmiðju Tesla í Bandaríkjunum þó svo að hún sé nokkuð langt frá því að vera tilbúin, eða einungis af 14% hluta. Hún á að framleiða rafhlöður fyrir meðal annars 500.000 bíla á ári og ekki veitir af miðað við þær ríflega 400.000 pantanir sem Tesla hefur borist í Tesla Model 3 bílinn, en auk þess er ágæt sala í Tesla Model S og Tesla Model X bílunum. Tesla segir að þessi verksmiðja verði stærsta verksmiðja heims og hún er nú meira en míla á lengd og verður fullkláruð 930.700 fermetrar að stærð. Einhverjar efasemdir eru hjá greinarskrifara um að þetta sé stærsta verksmiðja heims en bílaverksmiðja Volkswagen í Wolfsburg er stærri en Mónakó, en hvað um það. Nú vinna um 800 manns að smíði hennar og á smíðinni að verða lokið að fullu árið 2018. Þegar verksmiðjan verður tilbúin og framleiðir rafhlöður í 500.000 bíla ári nemur sú framleiðsla meira en öll slík framleiðsla á hleðslurafhlöðum í heiminum árið 2014, fyrir aðeins tveimur árum. Tesla byrjaði smíði verksmiðjunnar í júní árið 2014 og því má segja að vel gangi og hefur framleiðslu nú hafist í smáum stíl, en uppbygging verksmiðjunnar verður samhliða aukinn framleiðslu í hluta hennar. Það er yfirleitt ekki vaninn þar sem verksmiðjur eru yfirleitt kláraðar áður en framleiðsla í þeim hefst. Tesla er heldur ekkert venjulegt fyrirtæki og fer ávallt ótroðnar slóðir. Tesla Model 3 fyrir utan risarafhlöðuverksmiðjuna.Hluti verksmiðjunnar í byggingu. Bílar video Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent
Framleiðsla er hafin í risarafhlöðuverksmiðju Tesla í Bandaríkjunum þó svo að hún sé nokkuð langt frá því að vera tilbúin, eða einungis af 14% hluta. Hún á að framleiða rafhlöður fyrir meðal annars 500.000 bíla á ári og ekki veitir af miðað við þær ríflega 400.000 pantanir sem Tesla hefur borist í Tesla Model 3 bílinn, en auk þess er ágæt sala í Tesla Model S og Tesla Model X bílunum. Tesla segir að þessi verksmiðja verði stærsta verksmiðja heims og hún er nú meira en míla á lengd og verður fullkláruð 930.700 fermetrar að stærð. Einhverjar efasemdir eru hjá greinarskrifara um að þetta sé stærsta verksmiðja heims en bílaverksmiðja Volkswagen í Wolfsburg er stærri en Mónakó, en hvað um það. Nú vinna um 800 manns að smíði hennar og á smíðinni að verða lokið að fullu árið 2018. Þegar verksmiðjan verður tilbúin og framleiðir rafhlöður í 500.000 bíla ári nemur sú framleiðsla meira en öll slík framleiðsla á hleðslurafhlöðum í heiminum árið 2014, fyrir aðeins tveimur árum. Tesla byrjaði smíði verksmiðjunnar í júní árið 2014 og því má segja að vel gangi og hefur framleiðslu nú hafist í smáum stíl, en uppbygging verksmiðjunnar verður samhliða aukinn framleiðslu í hluta hennar. Það er yfirleitt ekki vaninn þar sem verksmiðjur eru yfirleitt kláraðar áður en framleiðsla í þeim hefst. Tesla er heldur ekkert venjulegt fyrirtæki og fer ávallt ótroðnar slóðir. Tesla Model 3 fyrir utan risarafhlöðuverksmiðjuna.Hluti verksmiðjunnar í byggingu.
Bílar video Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent