Lamborghini dregur geitur í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2016 09:43 Margir bílar eru hentugir til dráttar aftanívagna en Lamborghini Murcielago er líklega ekki einn þeirra. Það hindraði ekki bónda einn í Ástralíu til að nota Lamborghini bíl sinn til dráttar á kerru fulla af geitum á milli staða. Bíllinn ætti að hafa nægt afl til dráttar ekki stærri kerru en þetta, en hann er með 572 hestöfl undir vélarhlífinni sem koma frá 6,2 lítra V-12 vél. Auk þess er bíllinn fjórhjóladrifinn svo veggripið ætti einnig að vera nægt. Þetta ætti að duga til að gefa geitunum skemmtilegan ökutúr, en það eru ekki margar geitur heimsins sem fá eins virðulegan farskjóta til að skutla sér á milli staða. Geiturnar virðast njóta ökuferðarinnar og liggja sultuslakar á kerrunni í brakandi sólinni í Ástralíu. Sjá má ökuferð þeirra hér að ofan. Bílar video Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent
Margir bílar eru hentugir til dráttar aftanívagna en Lamborghini Murcielago er líklega ekki einn þeirra. Það hindraði ekki bónda einn í Ástralíu til að nota Lamborghini bíl sinn til dráttar á kerru fulla af geitum á milli staða. Bíllinn ætti að hafa nægt afl til dráttar ekki stærri kerru en þetta, en hann er með 572 hestöfl undir vélarhlífinni sem koma frá 6,2 lítra V-12 vél. Auk þess er bíllinn fjórhjóladrifinn svo veggripið ætti einnig að vera nægt. Þetta ætti að duga til að gefa geitunum skemmtilegan ökutúr, en það eru ekki margar geitur heimsins sem fá eins virðulegan farskjóta til að skutla sér á milli staða. Geiturnar virðast njóta ökuferðarinnar og liggja sultuslakar á kerrunni í brakandi sólinni í Ástralíu. Sjá má ökuferð þeirra hér að ofan.
Bílar video Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent